Nýtur stangveiða og að skíða Sæunn Gísladóttir skrifar 16. desember 2015 09:57 Ingþór Karl Eiríksson hefur starfað hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu síðustu sjö ár. Vísir/GVA Ingþór Karl Eiríksson var á dögunum skipaður í embætti fjársýslustjóra til fimm ára. Hann tekur við starfinu 1. janúar næstkomandi. Hann segir starfið leggjast mjög vel í sig. „Þetta er lykilstofnun á sviði opinberra fjármála og spennandi verkefni að fara að takast á við,“ segir Ingþór. Fjársýsla ríkisins er lykilaðili í fjárstjórn og rekstri ríkisins. Hlutverk hennar er að stuðla að hagkvæmri og árangursríkri starfsemi ríkisins með samhæfingu fjármálastjórnar og þjónustu við ríkisaðila. Stofnunin samræmir reikningsskil ríkisaðila, tryggir tímanlegar og áreiðanlegar upplýsingar um fjármál og starfsemi ríkisins og stuðlar að öruggri og skilvirkri greiðslumiðlun ríkissjóðs. Hún annast þróun og rekstur sameiginlegra upplýsingakerfa ríkisins á sviði fjár- og mannauðsmála. Ingþór Karl lauk cand. oecon.-prófi af fjármálasviði viðskiptadeildar Háskóla Íslands árið 1998 og M.Sc.-gráðu í fjármálum fyrirtækja frá sama skóla árið 2012. Síðastliðin sjö ár hefur hann starfað sem sérfræðingur á skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármála- og efnahagsráðuneyti. Þar hefur hann verið tengiliður ráðuneytisins við Fjársýslu ríkisins og hefur borið ábyrgð á helstu málaflokkum stofnunarinnar fyrir hönd ráðuneytisins. „Ég er því í sama umhverfi, en Fjársýslan er sjálfstæð stofnun sem heyrir undir ráðuneytið,“ segir Ingþór. Áður starfaði Ingþór Karl sem fjármálastjóri SMI ehf., sem sérfræðingur í fjárhagsdeild hjá Íslandsbanka, sem sérfræðingur í fjárhagsdeild og deildarstjóri fjárreiðudeildar hjá Eimskipafélagi Íslands ehf. og deildarstjóri fjárhagsdeildar Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur. Ingþór er kvæntur Lísu Björk Óskarsdóttur, rekstrarstjóra hjá ÍSAM, og eiga þau tvö börn. Utan vinnunnar segir Ingþór helsta málið vera samveru með vinum og fjölskyldu. „Þegar frítími gefst stunda ég aðallega útivist með fjölskyldunni. Við ferðumst og stundum skíði og stangveiði, og svo hef ég aðeins verið að reyna að koma mér af stað í golfi,“ segir Ingþór. Hann segir engin sérstök svæði standa upp úr í veiðinni. „Ég reyni bara að stunda bæði laxveiði og silungsveiði.“ Fjölskyldan hefur stundað skíði á Akureyri í vetrarfríum barnanna og svo farið í Bláfjöll. Ingþór tekur ekki við starfinu fyrr en á nýju ári. „Fram að því er verið að fara yfir mín verkefni með yfirmönnum mínum, loka því sem hægt er að loka og finna öðrum verkefnum farveg innan ráðuneytisins og fara yfir það hvernig þeim verður best fyrirkomið,“ segir Ingþór. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Ingþór Karl Eiríksson var á dögunum skipaður í embætti fjársýslustjóra til fimm ára. Hann tekur við starfinu 1. janúar næstkomandi. Hann segir starfið leggjast mjög vel í sig. „Þetta er lykilstofnun á sviði opinberra fjármála og spennandi verkefni að fara að takast á við,“ segir Ingþór. Fjársýsla ríkisins er lykilaðili í fjárstjórn og rekstri ríkisins. Hlutverk hennar er að stuðla að hagkvæmri og árangursríkri starfsemi ríkisins með samhæfingu fjármálastjórnar og þjónustu við ríkisaðila. Stofnunin samræmir reikningsskil ríkisaðila, tryggir tímanlegar og áreiðanlegar upplýsingar um fjármál og starfsemi ríkisins og stuðlar að öruggri og skilvirkri greiðslumiðlun ríkissjóðs. Hún annast þróun og rekstur sameiginlegra upplýsingakerfa ríkisins á sviði fjár- og mannauðsmála. Ingþór Karl lauk cand. oecon.-prófi af fjármálasviði viðskiptadeildar Háskóla Íslands árið 1998 og M.Sc.-gráðu í fjármálum fyrirtækja frá sama skóla árið 2012. Síðastliðin sjö ár hefur hann starfað sem sérfræðingur á skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármála- og efnahagsráðuneyti. Þar hefur hann verið tengiliður ráðuneytisins við Fjársýslu ríkisins og hefur borið ábyrgð á helstu málaflokkum stofnunarinnar fyrir hönd ráðuneytisins. „Ég er því í sama umhverfi, en Fjársýslan er sjálfstæð stofnun sem heyrir undir ráðuneytið,“ segir Ingþór. Áður starfaði Ingþór Karl sem fjármálastjóri SMI ehf., sem sérfræðingur í fjárhagsdeild hjá Íslandsbanka, sem sérfræðingur í fjárhagsdeild og deildarstjóri fjárreiðudeildar hjá Eimskipafélagi Íslands ehf. og deildarstjóri fjárhagsdeildar Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur. Ingþór er kvæntur Lísu Björk Óskarsdóttur, rekstrarstjóra hjá ÍSAM, og eiga þau tvö börn. Utan vinnunnar segir Ingþór helsta málið vera samveru með vinum og fjölskyldu. „Þegar frítími gefst stunda ég aðallega útivist með fjölskyldunni. Við ferðumst og stundum skíði og stangveiði, og svo hef ég aðeins verið að reyna að koma mér af stað í golfi,“ segir Ingþór. Hann segir engin sérstök svæði standa upp úr í veiðinni. „Ég reyni bara að stunda bæði laxveiði og silungsveiði.“ Fjölskyldan hefur stundað skíði á Akureyri í vetrarfríum barnanna og svo farið í Bláfjöll. Ingþór tekur ekki við starfinu fyrr en á nýju ári. „Fram að því er verið að fara yfir mín verkefni með yfirmönnum mínum, loka því sem hægt er að loka og finna öðrum verkefnum farveg innan ráðuneytisins og fara yfir það hvernig þeim verður best fyrirkomið,“ segir Ingþór.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira