Sport

Conor frá keppni í hálft ár?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Conor McGregor gæti verið frá keppni næsta hálfa árið ef að meiðsli hans á vinstri úlnlið reynast alvarleg. Þetta kom í ljós í gær þegar íþróttanefnd Nevada-fylkis, þar sem bardaginn fór fram, gaf út yfirlit um meiðsli allra bardagakappa helgarinnar.

Sjá einnig: Conor rotaði Aldo á 13 sekúndum

Á yfirlitinu kemur fram hversu lengi hver bardagamaður þarf að vera frá keppni vegna meiðsla sinna. Gunnar Nelson er á listanum en þarf aðeins að hvíla fram í næsta mánuð vegna skurðar í andliti. Gunnar tapaði fyrir Brasilíumanninum Demian Maia á stigum.

Þrátt fyrir að bardagi McGregor við Aldo hafi aðeins staðið yfir í þrettán sekúndur hlaut Írinn öflugi meiðsli á vinstri úlnið. Hann þarf nú að fara í röntgenmyndatöku til að fá úr því skorið hversu alvarleg meiðslin eru. Ef hann fær ekki grænt ljós frá viðeigandi lækni þá má hann ekki keppa á ný fyrr en í júní á næsta ári.

Það er þó algengt að bardagamenn séu ekki jafn lengi frá og upphaflega er gefið til kynna enda reynst oft meiðslin ekki jafn alvarleg og í fyrstu var talið. Líklegt er að næsti bardagi McGregor verði í apríl, nema að meiðslin reynist þeim mun alvarlegri.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×