Jólasveinninn kemur í kvöld Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2015 07:00 Hvernig veit jólasveinninn að ég er stelpa?“ spurði fimm ára Elsa María eftir eina af skógjöfum liðinna daga. Systkinin eru ekkert lítið spennt fyrir komu jólasveinanna þrettán. Dagurinn hefst á umræðum um þann sem kom og lýkur á pælingum um þann sem er á leiðinni. Finnur Atli, fjögurra ára, hefur þó farið fram á að fá að sofna í rúmi pabba síns síðan hann frétti af komu bræðranna. „Ég er hræddur um að jólasveinninn stígi á mig,“ sagði hann með kökk í hálsinum kvöldið fyrir komu Stekkjastaurs. Þrátt fyrir að vera færður í eigið rúm hefur hann komist stórslysalaust frá heimsóknum jólasveinanna til þessa. Krakkarnir eru meðvitaðir um að góð hegðun er lykilatriði. Kartöfluna á að forðast. Sú fimm ára vakti mig með gráti einn morguninn. Þá hafði jólasveinninn gefið henni bol en lagt bolinn klaufalega langt frá skónum í gluggakistunni. Allt fór vel að lokum en „jólasveinninn“ fékk forsmekk að viðbrögðunum ef jarðepli biði spenntra krakka að morgni dags, já eða ef jólasveinninn gleymdi sér eða færi húsavillt. Skógjöfunum lýkur þó á fimmtudaginn þegar krakkarnir halda með móður sinni til ömmu sinnar og afa í Bandaríkjunum, já og hundanna sem þau eru reyndar langspenntust fyrir. Fullkominn skilningur ríkir á því að aðeins einn jólasvein sé að finna vestanhafs. Spurningum um tilvist jólasveinsins er ekki byrjað að rigna. Fullorðnir virðast hreinlega vitlausir að trúa ekki á sveinka enda fá þeir þá engar gjafir. Jólasveinarnir krydda tilveruna en þegar kemur að fermingaraldri vona ég að krakkarnir setji í það minnsta spurningamerki við gjafir í skiptum fyrir trú á guð. ? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun
Hvernig veit jólasveinninn að ég er stelpa?“ spurði fimm ára Elsa María eftir eina af skógjöfum liðinna daga. Systkinin eru ekkert lítið spennt fyrir komu jólasveinanna þrettán. Dagurinn hefst á umræðum um þann sem kom og lýkur á pælingum um þann sem er á leiðinni. Finnur Atli, fjögurra ára, hefur þó farið fram á að fá að sofna í rúmi pabba síns síðan hann frétti af komu bræðranna. „Ég er hræddur um að jólasveinninn stígi á mig,“ sagði hann með kökk í hálsinum kvöldið fyrir komu Stekkjastaurs. Þrátt fyrir að vera færður í eigið rúm hefur hann komist stórslysalaust frá heimsóknum jólasveinanna til þessa. Krakkarnir eru meðvitaðir um að góð hegðun er lykilatriði. Kartöfluna á að forðast. Sú fimm ára vakti mig með gráti einn morguninn. Þá hafði jólasveinninn gefið henni bol en lagt bolinn klaufalega langt frá skónum í gluggakistunni. Allt fór vel að lokum en „jólasveinninn“ fékk forsmekk að viðbrögðunum ef jarðepli biði spenntra krakka að morgni dags, já eða ef jólasveinninn gleymdi sér eða færi húsavillt. Skógjöfunum lýkur þó á fimmtudaginn þegar krakkarnir halda með móður sinni til ömmu sinnar og afa í Bandaríkjunum, já og hundanna sem þau eru reyndar langspenntust fyrir. Fullkominn skilningur ríkir á því að aðeins einn jólasvein sé að finna vestanhafs. Spurningum um tilvist jólasveinsins er ekki byrjað að rigna. Fullorðnir virðast hreinlega vitlausir að trúa ekki á sveinka enda fá þeir þá engar gjafir. Jólasveinarnir krydda tilveruna en þegar kemur að fermingaraldri vona ég að krakkarnir setji í það minnsta spurningamerki við gjafir í skiptum fyrir trú á guð. ?
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun