„Stjórnvöld eiga ekki að komast upp með að gera svona lagað“ Birgir Olgeirsson skrifar 15. desember 2015 15:35 Um 1.700 manns hafa boðað komu sína á samstöðufund fyrir Kevi og Arjan sem hin fimmtán ára gamla Una María boðaði til. Vísir/Aðsend „Ég vil ítreka að þetta mál er ekki frágengið. Það þarf að halda áfram að pressa á stjórnvöld,“ segir Una María Óðinsdóttir, fimmtán ára gamall grunnskólanemi í Reykjavík, sem hefur boðað til samstöðufundar á Austurvelli fyrir albönsku drengina Kevi og Arjan. Drengirnir glíma við sjúkdóma sem fjölskyldur þeirra vonuðust eftir að fá meðferð við hér á landi en þeim var vísað úr landi síðastliðinn fimmtudag.Bein útsending verður frá fundinum á Vísi og hefst hún klukkan 17. Um 1.700 manns hafa boðað komu sína á fundinn og segir Una María viðbrögðin hafa farið fram úr væntingum hennar þegar hún stofnaði boðaði til fundarins á Facebook síðastliðinn föstudag. „Þetta er náttúrlega bara út í hött, hvernig þetta mál fór. Stjórnvöld eiga ekki að komast upp með að gera svona lagað. Í fyrsta lagi er þetta brot á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og mér finnst mjög hæpið að stjórnvöld geti notað þau rök sem þeim hentar hverju sinni. Það á bara ekki að líðast,“ segir Una María í samtali við Vísi. Umsókn um ríkisborgararétt fyrir albönsku fjölskyldurnar barst allsherjarnefnd Alþingis í gærkvöldi en formaður nefndarinnar, Unnur Brá Konráðsdóttir, sagði í samtali við Vísi í gær að ef umsóknirnar myndu berast nefndinni yrðu þær teknar fyrir. Una María segir það vera frábærar fréttir að málið sé komið í þann farveg en finnst á móti að það ætti ekki að þurfa svo mikla pressu frá almenningi svo fólk fái skjól hér á landi. „Mér finnst algjörlega út í hött að það þurfi hálf þjóðin að pressa á yfirvöld að veita þessu fólki skjól á Íslandi,“ segir Una María sem ítrekar að þetta mál sé ekki frágengið. Hún mun flytja erindi á samstöðufundinum sem hefst klukkan fimm í dag. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna, Bergur Þór Ingólfsson leikari, Unnur Ösp Stefánsdóttir leikkona og Auður Jónsdóttir rithöfundur munu einnig flytja erindi á fundinum. Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttafólk fær hundrað þúsund króna inneign Framkvæmdastjóri IKEA segir fyrirtækið gefa hverjum flóttamanni sem kemur hingað til landsins hundrað þúsund króna inneign í versluninni. Þá er fyrirtækið tilbúið að veita flóttamönnum atvinnu í samstarfi við Vinnumálastofnun. 15. desember 2015 07:00 Styður hugmynd um stofnun umboðsmanns flóttamanna Sviðsstjóri hjálpar og mannúðarsviðs hjá Rauða krossinum vísar því á bug að hagsmunum hælisleitenda sé ekki borgið hjá lögfræðingum samtakanna en styður hugmynd um sérstakan umboðsmann þeirra. 15. desember 2015 07:00 Umboðsmaður Alþingis kannar stjórnsýslu Útlendingastofnunar Óskar eftir almennum upplýsingum frá Útlendingastofnun um málsmeðferð og rannsókn umsókna um svokölluð mannúðarleyfi af heilbrigðisástæðum. 15. desember 2015 11:19 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
„Ég vil ítreka að þetta mál er ekki frágengið. Það þarf að halda áfram að pressa á stjórnvöld,“ segir Una María Óðinsdóttir, fimmtán ára gamall grunnskólanemi í Reykjavík, sem hefur boðað til samstöðufundar á Austurvelli fyrir albönsku drengina Kevi og Arjan. Drengirnir glíma við sjúkdóma sem fjölskyldur þeirra vonuðust eftir að fá meðferð við hér á landi en þeim var vísað úr landi síðastliðinn fimmtudag.Bein útsending verður frá fundinum á Vísi og hefst hún klukkan 17. Um 1.700 manns hafa boðað komu sína á fundinn og segir Una María viðbrögðin hafa farið fram úr væntingum hennar þegar hún stofnaði boðaði til fundarins á Facebook síðastliðinn föstudag. „Þetta er náttúrlega bara út í hött, hvernig þetta mál fór. Stjórnvöld eiga ekki að komast upp með að gera svona lagað. Í fyrsta lagi er þetta brot á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og mér finnst mjög hæpið að stjórnvöld geti notað þau rök sem þeim hentar hverju sinni. Það á bara ekki að líðast,“ segir Una María í samtali við Vísi. Umsókn um ríkisborgararétt fyrir albönsku fjölskyldurnar barst allsherjarnefnd Alþingis í gærkvöldi en formaður nefndarinnar, Unnur Brá Konráðsdóttir, sagði í samtali við Vísi í gær að ef umsóknirnar myndu berast nefndinni yrðu þær teknar fyrir. Una María segir það vera frábærar fréttir að málið sé komið í þann farveg en finnst á móti að það ætti ekki að þurfa svo mikla pressu frá almenningi svo fólk fái skjól hér á landi. „Mér finnst algjörlega út í hött að það þurfi hálf þjóðin að pressa á yfirvöld að veita þessu fólki skjól á Íslandi,“ segir Una María sem ítrekar að þetta mál sé ekki frágengið. Hún mun flytja erindi á samstöðufundinum sem hefst klukkan fimm í dag. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna, Bergur Þór Ingólfsson leikari, Unnur Ösp Stefánsdóttir leikkona og Auður Jónsdóttir rithöfundur munu einnig flytja erindi á fundinum.
Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttafólk fær hundrað þúsund króna inneign Framkvæmdastjóri IKEA segir fyrirtækið gefa hverjum flóttamanni sem kemur hingað til landsins hundrað þúsund króna inneign í versluninni. Þá er fyrirtækið tilbúið að veita flóttamönnum atvinnu í samstarfi við Vinnumálastofnun. 15. desember 2015 07:00 Styður hugmynd um stofnun umboðsmanns flóttamanna Sviðsstjóri hjálpar og mannúðarsviðs hjá Rauða krossinum vísar því á bug að hagsmunum hælisleitenda sé ekki borgið hjá lögfræðingum samtakanna en styður hugmynd um sérstakan umboðsmann þeirra. 15. desember 2015 07:00 Umboðsmaður Alþingis kannar stjórnsýslu Útlendingastofnunar Óskar eftir almennum upplýsingum frá Útlendingastofnun um málsmeðferð og rannsókn umsókna um svokölluð mannúðarleyfi af heilbrigðisástæðum. 15. desember 2015 11:19 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Flóttafólk fær hundrað þúsund króna inneign Framkvæmdastjóri IKEA segir fyrirtækið gefa hverjum flóttamanni sem kemur hingað til landsins hundrað þúsund króna inneign í versluninni. Þá er fyrirtækið tilbúið að veita flóttamönnum atvinnu í samstarfi við Vinnumálastofnun. 15. desember 2015 07:00
Styður hugmynd um stofnun umboðsmanns flóttamanna Sviðsstjóri hjálpar og mannúðarsviðs hjá Rauða krossinum vísar því á bug að hagsmunum hælisleitenda sé ekki borgið hjá lögfræðingum samtakanna en styður hugmynd um sérstakan umboðsmann þeirra. 15. desember 2015 07:00
Umboðsmaður Alþingis kannar stjórnsýslu Útlendingastofnunar Óskar eftir almennum upplýsingum frá Útlendingastofnun um málsmeðferð og rannsókn umsókna um svokölluð mannúðarleyfi af heilbrigðisástæðum. 15. desember 2015 11:19