28 prósent telja skort vera á starfsfólki Sæunn Gísladóttir skrifar 15. desember 2015 13:11 Skortur á starfsfólki er langmestur byggingarstarfsemi, þar sem tæplega 60% stjórnenda telja skort ríkjandi, og þar á eftir í flutningum og ferðaþjónustu, rúmlega 40% stjórnenda. Vísir/Getty Þeim fyrirtækjum fjölgar stöðugt sem telja sig búa við skort á starfsfólki. Nú telja 28% stjórnenda skort vera á starfsfólki og samanborið við þessa könnun fyrir tveimur árum hefur þeim fjölgað um 16%. Skortur á starfsfólki er langmestur byggingarstarfsemi, þar sem tæplega 60% stjórnenda telja skort ríkjandi, og þar á eftir í flutningum og ferðaþjónustu, rúmlega 40% stjórnenda. Minnstur skortur á starfsfólki er í fjármálastarfsemi og sjávarútvegi. Þetta er meðal niðurstaða könnunar Samtaka atvinnulífsins meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins. Niðurstöður könnunarinnar endurspegla góðar aðstæður í öllum megin atvinnugreinum atvinnulífsins. Mat stjórnenda á núverandi aðstæðum í atvinnulífinu eru svipaðar og á þensluárinu 2007 og mat þeirra í heild er að aðstæðurnar muni verða enn betri á næstunni. Þeim stjórnendum fjölgar töluvert sem búast við aukningu eftirspurnar á innanlandsmarkaði á næstunni. Áhyggjur stjórnenda af þróuninni á erlendum mörkuðum fer hins vegar vaxandi. Stjórnendur búast við að verðbólgan verði 3,6% á næstu 12 mánuðum. Að jafnaði vænta stjórnendur þess að gengi krónunnar verði stöðugt næstu 12 mánuði, en í síðustu könnunum hafa þeir búist við 1-2% veikingu gengisins.Aðstæður mjög góðar í atvinnulífinuVísitala efnahagslífsins, sem endurspeglar muninn á fjölda stjórnenda sem meta aðstæður góðar og slæmar, er nú á sömu slóðum og árið 2007 þegar hún varð hæst. Mikill meirihluti stjórnenda, 62%, telur aðstæður í atvinnulífinu góðar, en einungis 3% að þær séu slæmar. Mat stjórnenda er jákvæðast í fjármálastarfsemi og verslun en minnst jákvæðir eru stjórnendur í sjávarútvegi og iðnaði. Samanburður við síðustu könnun, frá september 2015, sýnir talsverða heildarfjölgun þeirra sem telja aðstæður góðar og fækkun þeirra sem telja þær slæmar. Þó er athyglisvert að vísitalan lækkar í flutningum og ferðaþjónustu þar sem þeim fjölgar sem telja aðstæður slæmar í greininni.Almenn bjartsýni um framvindunaMun fleiri stjórnendur telja að aðstæður í efnahagslífinu verði betri en að þær verði verri eftir sex mánuði. Rúmlega 40% telja aðstæður verða betri en 11% verri. Stjórnendur í öllum atvinnugreinum eru bjartsýnir á framvinduna en hún er mest í flutningum og ferðaþjónustu, en minnst í sjávarútvegi og iðnaði. Mun meiri bjartsýni gætir á höfuðborgarsvæðinu en landsbyggðinni.Töluverð fjölgun starfsmanna á næstunni30 þúsund starfsmenn starfa hjá fyrirtækjunum í könnuninni. 31% stjórnenda þeirra sjá fram á fjölgun starfsmanna á næstu sex mánuðum, 12% sjá fram á fækkun en 57% búast við óbreyttum fjölda. Þetta er sama niðurstaða og í síðustu könnun í september sl. Þegar svör stjórnenda eru vegin með stærð fyrirtækjanna fæst að starfsmönnum þeirra fjölgi um 1,2% á næstu sex mánuðum. Sé sú niðurstaða færð yfir á almenna markaðinn í heild má búast við störfum þar fjölgi um rúmlega 1.400 á næstu sex mánuðum. Búist er við fjölgun starfsmanna í öllum atvinnugreinum en langmest í byggingarstarfsemi, en þar á eftir koma flutningar og ferðaþjónusta en minnst fjölgun er áformuð í Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Þeim fyrirtækjum fjölgar stöðugt sem telja sig búa við skort á starfsfólki. Nú telja 28% stjórnenda skort vera á starfsfólki og samanborið við þessa könnun fyrir tveimur árum hefur þeim fjölgað um 16%. Skortur á starfsfólki er langmestur byggingarstarfsemi, þar sem tæplega 60% stjórnenda telja skort ríkjandi, og þar á eftir í flutningum og ferðaþjónustu, rúmlega 40% stjórnenda. Minnstur skortur á starfsfólki er í fjármálastarfsemi og sjávarútvegi. Þetta er meðal niðurstaða könnunar Samtaka atvinnulífsins meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins. Niðurstöður könnunarinnar endurspegla góðar aðstæður í öllum megin atvinnugreinum atvinnulífsins. Mat stjórnenda á núverandi aðstæðum í atvinnulífinu eru svipaðar og á þensluárinu 2007 og mat þeirra í heild er að aðstæðurnar muni verða enn betri á næstunni. Þeim stjórnendum fjölgar töluvert sem búast við aukningu eftirspurnar á innanlandsmarkaði á næstunni. Áhyggjur stjórnenda af þróuninni á erlendum mörkuðum fer hins vegar vaxandi. Stjórnendur búast við að verðbólgan verði 3,6% á næstu 12 mánuðum. Að jafnaði vænta stjórnendur þess að gengi krónunnar verði stöðugt næstu 12 mánuði, en í síðustu könnunum hafa þeir búist við 1-2% veikingu gengisins.Aðstæður mjög góðar í atvinnulífinuVísitala efnahagslífsins, sem endurspeglar muninn á fjölda stjórnenda sem meta aðstæður góðar og slæmar, er nú á sömu slóðum og árið 2007 þegar hún varð hæst. Mikill meirihluti stjórnenda, 62%, telur aðstæður í atvinnulífinu góðar, en einungis 3% að þær séu slæmar. Mat stjórnenda er jákvæðast í fjármálastarfsemi og verslun en minnst jákvæðir eru stjórnendur í sjávarútvegi og iðnaði. Samanburður við síðustu könnun, frá september 2015, sýnir talsverða heildarfjölgun þeirra sem telja aðstæður góðar og fækkun þeirra sem telja þær slæmar. Þó er athyglisvert að vísitalan lækkar í flutningum og ferðaþjónustu þar sem þeim fjölgar sem telja aðstæður slæmar í greininni.Almenn bjartsýni um framvindunaMun fleiri stjórnendur telja að aðstæður í efnahagslífinu verði betri en að þær verði verri eftir sex mánuði. Rúmlega 40% telja aðstæður verða betri en 11% verri. Stjórnendur í öllum atvinnugreinum eru bjartsýnir á framvinduna en hún er mest í flutningum og ferðaþjónustu, en minnst í sjávarútvegi og iðnaði. Mun meiri bjartsýni gætir á höfuðborgarsvæðinu en landsbyggðinni.Töluverð fjölgun starfsmanna á næstunni30 þúsund starfsmenn starfa hjá fyrirtækjunum í könnuninni. 31% stjórnenda þeirra sjá fram á fjölgun starfsmanna á næstu sex mánuðum, 12% sjá fram á fækkun en 57% búast við óbreyttum fjölda. Þetta er sama niðurstaða og í síðustu könnun í september sl. Þegar svör stjórnenda eru vegin með stærð fyrirtækjanna fæst að starfsmönnum þeirra fjölgi um 1,2% á næstu sex mánuðum. Sé sú niðurstaða færð yfir á almenna markaðinn í heild má búast við störfum þar fjölgi um rúmlega 1.400 á næstu sex mánuðum. Búist er við fjölgun starfsmanna í öllum atvinnugreinum en langmest í byggingarstarfsemi, en þar á eftir koma flutningar og ferðaþjónusta en minnst fjölgun er áformuð í
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira