Innlent

Holuhraun fékk heitið Holuhraun

Kristján Már Unnarsson skrifar
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps ákvað á fundi, sem var að ljúka, nafn á nýja hraunið sem myndaðist í eldgosinu norðan Vatnajökuls í fyrra. Niðurstaðan er að hraunið fær heitið Holuhraun. Þetta kom fram í viðtali við Yngva Ragnar Kristjánsson oddvita í hádegisfréttum Bylgjunnar. 

Fjórar tillögur lágu fyrir um nafn; Flæðahraun, Holuhraun, Nornahraun og Urðarbruni. Við atkvæðagreiðslu í sveitarstjórninni fékk Holuhraun tvö atkvæði, Nornahraun eitt atkvæði og Urðarbruni eitt atkvæði. Einn hreppsnefndarmaður vék af fundi. Örnefnanefnd hafði mælt með nafninu Holuhraun. 

Hreppsnefndin hyggst síðar velja nöfn á gíga og önnur ný náttúrufyrirrbæri sem mynduðust í eldgosinu.


Tengdar fréttir

Hvað á nýja eldstöðin að heita?

Fjölmargar tillögur um nafn á nýju eldstöðina hafa borist fréttastofu. Flestir leggja til Drekahraun og þá hafa einnig fjölmargir lagt til Bárðarhraun.

Eldarnir dragi nafn sitt af nornahárinu

Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, gerir það að tillögu sinni að umbrotin í Holuhrauni dragi nafn sitt af svokölluðu nornahári, fyrirbæri sem mikið fer fyrir við eldstöðina. Fái tillagan hljómgrunn gæti nafnið Nornaeldar öðlast þegnrétt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×