Þessir 7 keppa í vali á bíl ársins í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 15. desember 2015 09:56 Skoda Superb. worldcarfans Nú standa aðeins 7 bílar eftir í valinu á bíl ársins í Evrópu, en í sumar var birtur listi 40 bíla sem til greina komu í upphafi. Bílarnir sem nú standa eftir eru Audi A4, BMW 7-línan, Jaguar XE, Mazda MX-5, Opel Astra, Skoda Superb og Volvo XC90. Athygli vekur að fjórir af þessum sjö bílum falla í flokk lúxusbíla og því virðist smekkur dómnefndarinnar þessu sinni í dýrari kantinum. Skoda Superb, Opel Astra og Mazda MX-5 teljast ekki lúxusbílar, en það gera hinir fjórir. Ástæður þess að ofantaldir bílar standa nú eftir eru vafalaust ólíkar. Víst er að dómnefndin kann vel að meta mikið notagildi og rými Skoda Superb, tækninýjungarnar í BMW 7 og Volvo XC90 bílunum, megrunina sem Opel Astra fór í og góða aksturseiginleika hans. Þá má ljóst telja að dómnefndinni hafi líkað að Jaguar sé komið með bíl sem keppir við þýsku lúxusbílaframleiðendurn í verði og þær framfarir sem orðið hafa á öllum sviðum í tilviki Audi A4. Þá hefur henni örugglega líkað með Mazda MX-5 hafi Mazda horfið aftur til fortíðar og uppruna MX-5 sem smás og lipurs sportbíls. Hver þessara bíla stendur síðan uppi sem sigurvegari verður forvitnilegt að sjá, en víst er að allir eru þeir góðir bílar þó verð þeirra sé misjafnt. Sigurvegarinn verður tilkynntur á bílasýningunni í Genf í mars á næsta ári. Í mars á þessu ári hlaut Volkswagen Passat þennan titil fyrir árið 2015. Fréttir ársins 2015 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent
Nú standa aðeins 7 bílar eftir í valinu á bíl ársins í Evrópu, en í sumar var birtur listi 40 bíla sem til greina komu í upphafi. Bílarnir sem nú standa eftir eru Audi A4, BMW 7-línan, Jaguar XE, Mazda MX-5, Opel Astra, Skoda Superb og Volvo XC90. Athygli vekur að fjórir af þessum sjö bílum falla í flokk lúxusbíla og því virðist smekkur dómnefndarinnar þessu sinni í dýrari kantinum. Skoda Superb, Opel Astra og Mazda MX-5 teljast ekki lúxusbílar, en það gera hinir fjórir. Ástæður þess að ofantaldir bílar standa nú eftir eru vafalaust ólíkar. Víst er að dómnefndin kann vel að meta mikið notagildi og rými Skoda Superb, tækninýjungarnar í BMW 7 og Volvo XC90 bílunum, megrunina sem Opel Astra fór í og góða aksturseiginleika hans. Þá má ljóst telja að dómnefndinni hafi líkað að Jaguar sé komið með bíl sem keppir við þýsku lúxusbílaframleiðendurn í verði og þær framfarir sem orðið hafa á öllum sviðum í tilviki Audi A4. Þá hefur henni örugglega líkað með Mazda MX-5 hafi Mazda horfið aftur til fortíðar og uppruna MX-5 sem smás og lipurs sportbíls. Hver þessara bíla stendur síðan uppi sem sigurvegari verður forvitnilegt að sjá, en víst er að allir eru þeir góðir bílar þó verð þeirra sé misjafnt. Sigurvegarinn verður tilkynntur á bílasýningunni í Genf í mars á næsta ári. Í mars á þessu ári hlaut Volkswagen Passat þennan titil fyrir árið 2015.
Fréttir ársins 2015 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent