Sport

Gunnar Nelson: „Ég er rétt að byrja“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
„Ég berst, ég verst, ég vinn, ég tapa,“ segir Gunnar Nelson í kveðju á Facebook-síðu bardagafélagsins Mjölnis, en Gunnar tapaði bardaga sínum í UFC gegn Brasilíumanninum Demian Maia aðfaranótt sunnudags.

Gunnar var tekinn ansi illa í bardaganum gegn Maia en hinn þrautreyndi Brasilíumaður hafði mikla yfirburði gegn okkar manni og sannaði hversu sterkur hann er í gólfglímu.

Sjá einnig:Conor um bardaga Gunnars: Hjarta mitt brast

Gunnar er nú búinn að tapa tveimur af síðustu þremur bardögum sínum en hann lætur það ekki stoppa sig heldur bara áfram.

Að neðan má sjá bardaga Gunnars og Maia í heild sinni.

„Ég skríð aftur a lappirnar, hristi fjaðrirnar og minni sjalfan mig á að ef þetta væri ekki krefjandi, erfitt, þungt og óendanlega spennandi verkefni væri það ekki þess virði fyrir mig“ segir Gunnar.

Sjá einnig: Maia sló Gunnar 193 sinnum 

Hann þakkar svo öllu fólkinu í kringum sig; vinum, fjölskyldu, föður sínum, Jóni Viðari Arnþórssyni, þjálfaranum John Kavanagh og öllum sem hafa hjálpað honum og stutt í gegnum árin.

„Takk fyrir að vera eins og klettur við bakið á mér i gegnum súrt og sætt. Ég er rétt að byrja," segir Gunnar Nelson.

"Ég berst ég verst, ég vinn ég tapa. Ég skríð aftur a lappirnar, hristi fjaðrirnar og minni sjalfan mig a að ef þetta v...

Posted by Mjölnir MMA on Monday, December 14, 2015
MMA

Tengdar fréttir

Gunnar Nelson missti af risatækifæri

Gunnar Nelson sá aldrei til sólar í bardaga sínum gegn Brasilíumanninum reynda Demian Maia. Gunnar viðurkenndi að hafa verið lélegur en ætlar sér að koma sterkari til baka eftir þetta tap.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×