Erlent

Hnífaárásin í París var uppspuni

Kennarinn sem átti að hafa orðið fyrir árásinni hefur viðurkennt að hafa logið til um hana.
Kennarinn sem átti að hafa orðið fyrir árásinni hefur viðurkennt að hafa logið til um hana. Vísir/Getty
Kennarinn sem á að hafa orðið fyrir hnífaáras í skóla í úthverfi Parísar fyrr í dag segist hafa búið söguna til og atvikið hafi í raun og veru ekki átt sér stað.

Í morgun bárust fregnir af því að árásarmaður hefði ráðist til atlögu gegn kennara í skóla í úthverfi Parísar og öskrað um leið „Þetta er ISIS, þetta er aðvörun.“ Lögreglan var kölluð til og leitaði árásarmannsins.

Hann hefur nú viðurkennt að sagan sé lygi og þetta hafi ekki gerst. Rannsókn málsins beinist því nú að því af hverju maðurinn ákvað að búa til þessa sögu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×