Ráðherra hefur óskað eftir upplýsingum frá Útlendingastofnun vegna langveiku drengjanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. desember 2015 11:39 Ólöf Nordal. vísir/anton brink Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, hefur óskað eftir upplýsingum frá Útlendingastofnun og Rauða krossi Íslands varðandi það hvernig staðið var að hælisumsókn tveggja albanskra fjölskyldna sem vísað var frá landinu í liðinni viku. Mál fjölskyldnanna hafa vakið reiði í samfélaginu en í báðum fjölskyldum voru langveikir drengir en afar umdeilt er hvort þeir geti fengið viðeigandi læknismeðferð við sjúkdómum sínum í heimalandi sínu. Ráðherrann sat fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun og beindi Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurningu til Ólafar vegna albönsku fjölskyldnanna.„Þurfum við ekki að endurhugsa hver skylda okkar er sem samfélag? Vísaði þingmaðurinn meðal annars í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem lögfestur hefur verið hér á landi en þar er kveðið á um að öll börn hafi rétt til lífs og þroska og að gera eigi það sem er börnum fyrir bestu. Spurði Katrín ráðherrann hvort hún teldi kerfið þjóna þessum markmiðum Barnasáttmálans. Þá spurði hún jafnframt hvort að Ólöf ætli að beita sér fyrir breytingum á kerfinu svo að langveik börn væru ekki send úr landi. „Mér finnst það ekki vera rök í málinu, ekki frekar en þegar maður kemur að slösuðu barni á slysstað, þá hjálpar maður því barni þó að það geti komið önnur börn. Það geta ekki verið rök í málinu. Við vitum sem einstaklingar hver okkar skylda er en þurfum við ekki að endurhugsa hver skylda okkar er sem samfélag?“Óskar eftir að flytja Alþingi munnlega skýrslu um mál hælisleitenda og flóttamanna Ólöf sagði mjög miður að mál albönsku fjölskyldnanna hefðu ekki ratað til kærunefndar útlendingamála en greindi svo frá því að hún hafi óskað eftir upplýsingum frá viðeigandi stofnunum vegna þeirra. „Á föstudaginn var þá skrifaði ég bréf til Útlendingastofnunar og Rauða krossins, óskaði eftir því með hliðsjón af endurskoðun laga að farið væri yfir það hvernig að þessum málum væri staðið, þegar staðið væri að börnum sérstaklega, hvernig það mat færi fram, því ég eins og þingheimur allur þarf auðvitað að skilja það hvernig regluverkið gengur fyrir sig.“ Þá greindi ráðherra einnig frá því að hún hefði farið fram á það við forseta þingsins að fá að flytja munnlega skýrslu um málefni hælisleitenda og flóttafólks á Alþingi og kvaðst ráðherra búast við að sú umræða færi fram í lok vikunnar. Flóttamenn Tengdar fréttir Vilja koma Kevi heim Ekkert er því til fyrirstöðu að albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi á fimmtudag sæki aftur um hæli hér á landi, að mati lögmanns. Unnið er að fjármögnun og skipulagningu þess að koma fjölskyldunni aftur til Íslands. 14. desember 2015 06:00 Allsherjarnefnd ætlar að skoða mál albönsku fjölskyldnanna Annar fjölskyldufaðirinn segir að lögmaður þeirra hafi ráðlagt þeim að draga sína kæru til baka. 13. desember 2015 19:13 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, hefur óskað eftir upplýsingum frá Útlendingastofnun og Rauða krossi Íslands varðandi það hvernig staðið var að hælisumsókn tveggja albanskra fjölskyldna sem vísað var frá landinu í liðinni viku. Mál fjölskyldnanna hafa vakið reiði í samfélaginu en í báðum fjölskyldum voru langveikir drengir en afar umdeilt er hvort þeir geti fengið viðeigandi læknismeðferð við sjúkdómum sínum í heimalandi sínu. Ráðherrann sat fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun og beindi Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurningu til Ólafar vegna albönsku fjölskyldnanna.„Þurfum við ekki að endurhugsa hver skylda okkar er sem samfélag? Vísaði þingmaðurinn meðal annars í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem lögfestur hefur verið hér á landi en þar er kveðið á um að öll börn hafi rétt til lífs og þroska og að gera eigi það sem er börnum fyrir bestu. Spurði Katrín ráðherrann hvort hún teldi kerfið þjóna þessum markmiðum Barnasáttmálans. Þá spurði hún jafnframt hvort að Ólöf ætli að beita sér fyrir breytingum á kerfinu svo að langveik börn væru ekki send úr landi. „Mér finnst það ekki vera rök í málinu, ekki frekar en þegar maður kemur að slösuðu barni á slysstað, þá hjálpar maður því barni þó að það geti komið önnur börn. Það geta ekki verið rök í málinu. Við vitum sem einstaklingar hver okkar skylda er en þurfum við ekki að endurhugsa hver skylda okkar er sem samfélag?“Óskar eftir að flytja Alþingi munnlega skýrslu um mál hælisleitenda og flóttamanna Ólöf sagði mjög miður að mál albönsku fjölskyldnanna hefðu ekki ratað til kærunefndar útlendingamála en greindi svo frá því að hún hafi óskað eftir upplýsingum frá viðeigandi stofnunum vegna þeirra. „Á föstudaginn var þá skrifaði ég bréf til Útlendingastofnunar og Rauða krossins, óskaði eftir því með hliðsjón af endurskoðun laga að farið væri yfir það hvernig að þessum málum væri staðið, þegar staðið væri að börnum sérstaklega, hvernig það mat færi fram, því ég eins og þingheimur allur þarf auðvitað að skilja það hvernig regluverkið gengur fyrir sig.“ Þá greindi ráðherra einnig frá því að hún hefði farið fram á það við forseta þingsins að fá að flytja munnlega skýrslu um málefni hælisleitenda og flóttafólks á Alþingi og kvaðst ráðherra búast við að sú umræða færi fram í lok vikunnar.
Flóttamenn Tengdar fréttir Vilja koma Kevi heim Ekkert er því til fyrirstöðu að albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi á fimmtudag sæki aftur um hæli hér á landi, að mati lögmanns. Unnið er að fjármögnun og skipulagningu þess að koma fjölskyldunni aftur til Íslands. 14. desember 2015 06:00 Allsherjarnefnd ætlar að skoða mál albönsku fjölskyldnanna Annar fjölskyldufaðirinn segir að lögmaður þeirra hafi ráðlagt þeim að draga sína kæru til baka. 13. desember 2015 19:13 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Vilja koma Kevi heim Ekkert er því til fyrirstöðu að albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi á fimmtudag sæki aftur um hæli hér á landi, að mati lögmanns. Unnið er að fjármögnun og skipulagningu þess að koma fjölskyldunni aftur til Íslands. 14. desember 2015 06:00
Allsherjarnefnd ætlar að skoða mál albönsku fjölskyldnanna Annar fjölskyldufaðirinn segir að lögmaður þeirra hafi ráðlagt þeim að draga sína kæru til baka. 13. desember 2015 19:13