Gunnar Nelson missti af risatækifæri Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. desember 2015 06:00 Gunnar Nelson fékk mörg högg í bardaganum. Vísir/Getty Síðasta för Gunnars Nelson til Las Vegas var mikil frægðarför fyrir hann og vin hans og æfingafélaga, Conor McGregor. Hlutskipti þeirra var þó ólíkt að þessu sinni. Á meðan McGregor tryggði sér heimsmeistaratitilinn á ótrúlegan hátt þá tapaði Gunnar gegn Demian Maia á dómaraúrskurði. McGregor gerði sér lítið fyrir og rotaði heimsmeistarann Jose Aldo á þrettán sekúndum. Það er fljótasti sigur í titilbardaga í sögu UFC. McGregor sló meira að segja sjálfri Rondu Rousey við. Það sem gerir þennan sigur hans enn ótrúlegri er sú staðreynd að Aldo hafði ekki tapað í tíu ár og hafði verið eini fjaðurvigtameistarinn í UFC. Ótrúlegur Írinn.Maia stórkostlegur á gólfinu Bæði Gunnar og Maia eru frábærir gólfglímumenn. Þeir bestu að margra mati og áhugamenn um glímu og jiu jitsu fengu fyrir allan peninginn í þessum bardaga. Þeir voru í gólfinu nánast allan tímann. Þó svo Gunnar sé frábær í gólfinu þá kom í ljós að Maia er stórkostlegur. Maia óð strax í Gunnar og náði honum niður. Gunnar var oft sleipur þar en Maia alltaf með yfirhöndina. Þetta var eins og köttur að stríða mús. Er Gunnar hélt hann væri að sleppa kom Maia með nýtt tak. Gunnar kom varla höggi á Maia allan bardagann á meðan Maia lét höggin dynja inn á milli þess sem hann vafði sig í kringum hann eins og slanga. Ótrúlegur íþróttamaður Maia og honum var eðlilega dæmdur yfirburðasigur.Brasilíumaðurinn Demian Maia var í miklum ham í bardaganum á móti Gunnari Nelson um helgina og lék sér oft að íslenska víkingnum eins og köttur að mús eins og sést á þessari mynd. Fréttablaðið/GettyGunnar náði ekkert að nýta boxið sitt í bardaganum og þó svo hann hafi látið Maia hafa virkilega fyrir hlutunum var aldrei spurning hvernig færi. Miðað við frammistöðu Maia gerði Gunnar hreinlega vel að lifa af þrjár lotur í búrinu með honum. „Ég upplifði sjálfan mig lélegan í þessum bardaga og þetta er ömurlegt,“ sagði Gunnar eðlilega hundsvekktur eftir bardagann. Hann var illa leikinn í framan eftir þá útreið sem hann fékk. Aldrei áður hefur sést eins mikið á honum eftir bardaga. „Þetta var ekki minn dagur. Mér leið ekki vel og fannst ég ekki vera almennilegur allan bardagann. Ég fékk nokkur skot við og við þar sem mér leið eins og ég gæti hreyft mig almennilega en síðan ekki söguna meir,“ segir Gunnar en var hann orðinn bensínlaus í lokalotunni.Lélegur frá byrjun „Ég veit ekki hvað skal segja. Mér fannst ég bara vera lélegur frá byrjun og var orðinn þreyttur og slappur. Líka standandi. Takturinn var ekki í lagi og bara allt. Þetta var bara einfaldlega ekki minn dagur að þessu sinni. Ég held að Maia hafi verið eins og ég bjóst við. Hann var drullugóður og einfaldlega betri maðurinn að þessu sinni.“ Gunnar missti af risatækifæri í þessum bardaga að stökkva í hóp þeirra bestu en Maia gerði það í staðinn. Hann bað um titilbardaga eftir rimmuna við Gunnar og gæti hæglega fengið þá ósk sína uppfyllta. „Ég get tekið helling út úr þessum bardaga. Það má alltaf læra af svona og ég þarf að setjast yfir þetta með mínum þjálfurum og greina þetta. Það er ekkert annað að gera en að halda áfram og koma aftur til baka. Þetta er greinilega minn vegur og ég verð að taka hann alla leið.“ MMA Tengdar fréttir Sjáðu bardaga McGregor: Conor rotaði Aldo á 13 sekúndum Conor McGregor er nýr heimsmeistari í fjaðurvigt. Hann stóð heldur betur undir öllum stóru orðunum í nótt. 13. desember 2015 06:15 Maia: Gunnar er frábær bardagamaður Demian Maia hrósaði Gunnari Nelson eftir glímu þeirra í Las Vegas í nótt. 13. desember 2015 06:36 Sjáðu bardaga Gunnars í heild sinni: Maia var of stór biti fyrir Gunnar Nelson Gunnar Nelson tapaði fyrir Brasilíumanninum á stigum í bardaganum í Las Vegas. Dóri DNA og Bubbi Morthens lýstu bardaganum. 13. desember 2015 04:11 Gunnar: Ég var lélegur Gunnar Nelson var bólginn og blár er Vísir hitti á hann í Las Vegas eftir tapið gegn Demian Maia í nótt. 13. desember 2015 06:46 Sjáðu Gunnar og Maia stíga á vigtina Vinir Íslands frá Írlandi sýndu stuðning sinn í verki í kvöld er Gunnar Nelson steig á vigtina í Las Vegas. 12. desember 2015 01:04 Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Fleiri fréttir Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
Síðasta för Gunnars Nelson til Las Vegas var mikil frægðarför fyrir hann og vin hans og æfingafélaga, Conor McGregor. Hlutskipti þeirra var þó ólíkt að þessu sinni. Á meðan McGregor tryggði sér heimsmeistaratitilinn á ótrúlegan hátt þá tapaði Gunnar gegn Demian Maia á dómaraúrskurði. McGregor gerði sér lítið fyrir og rotaði heimsmeistarann Jose Aldo á þrettán sekúndum. Það er fljótasti sigur í titilbardaga í sögu UFC. McGregor sló meira að segja sjálfri Rondu Rousey við. Það sem gerir þennan sigur hans enn ótrúlegri er sú staðreynd að Aldo hafði ekki tapað í tíu ár og hafði verið eini fjaðurvigtameistarinn í UFC. Ótrúlegur Írinn.Maia stórkostlegur á gólfinu Bæði Gunnar og Maia eru frábærir gólfglímumenn. Þeir bestu að margra mati og áhugamenn um glímu og jiu jitsu fengu fyrir allan peninginn í þessum bardaga. Þeir voru í gólfinu nánast allan tímann. Þó svo Gunnar sé frábær í gólfinu þá kom í ljós að Maia er stórkostlegur. Maia óð strax í Gunnar og náði honum niður. Gunnar var oft sleipur þar en Maia alltaf með yfirhöndina. Þetta var eins og köttur að stríða mús. Er Gunnar hélt hann væri að sleppa kom Maia með nýtt tak. Gunnar kom varla höggi á Maia allan bardagann á meðan Maia lét höggin dynja inn á milli þess sem hann vafði sig í kringum hann eins og slanga. Ótrúlegur íþróttamaður Maia og honum var eðlilega dæmdur yfirburðasigur.Brasilíumaðurinn Demian Maia var í miklum ham í bardaganum á móti Gunnari Nelson um helgina og lék sér oft að íslenska víkingnum eins og köttur að mús eins og sést á þessari mynd. Fréttablaðið/GettyGunnar náði ekkert að nýta boxið sitt í bardaganum og þó svo hann hafi látið Maia hafa virkilega fyrir hlutunum var aldrei spurning hvernig færi. Miðað við frammistöðu Maia gerði Gunnar hreinlega vel að lifa af þrjár lotur í búrinu með honum. „Ég upplifði sjálfan mig lélegan í þessum bardaga og þetta er ömurlegt,“ sagði Gunnar eðlilega hundsvekktur eftir bardagann. Hann var illa leikinn í framan eftir þá útreið sem hann fékk. Aldrei áður hefur sést eins mikið á honum eftir bardaga. „Þetta var ekki minn dagur. Mér leið ekki vel og fannst ég ekki vera almennilegur allan bardagann. Ég fékk nokkur skot við og við þar sem mér leið eins og ég gæti hreyft mig almennilega en síðan ekki söguna meir,“ segir Gunnar en var hann orðinn bensínlaus í lokalotunni.Lélegur frá byrjun „Ég veit ekki hvað skal segja. Mér fannst ég bara vera lélegur frá byrjun og var orðinn þreyttur og slappur. Líka standandi. Takturinn var ekki í lagi og bara allt. Þetta var bara einfaldlega ekki minn dagur að þessu sinni. Ég held að Maia hafi verið eins og ég bjóst við. Hann var drullugóður og einfaldlega betri maðurinn að þessu sinni.“ Gunnar missti af risatækifæri í þessum bardaga að stökkva í hóp þeirra bestu en Maia gerði það í staðinn. Hann bað um titilbardaga eftir rimmuna við Gunnar og gæti hæglega fengið þá ósk sína uppfyllta. „Ég get tekið helling út úr þessum bardaga. Það má alltaf læra af svona og ég þarf að setjast yfir þetta með mínum þjálfurum og greina þetta. Það er ekkert annað að gera en að halda áfram og koma aftur til baka. Þetta er greinilega minn vegur og ég verð að taka hann alla leið.“
MMA Tengdar fréttir Sjáðu bardaga McGregor: Conor rotaði Aldo á 13 sekúndum Conor McGregor er nýr heimsmeistari í fjaðurvigt. Hann stóð heldur betur undir öllum stóru orðunum í nótt. 13. desember 2015 06:15 Maia: Gunnar er frábær bardagamaður Demian Maia hrósaði Gunnari Nelson eftir glímu þeirra í Las Vegas í nótt. 13. desember 2015 06:36 Sjáðu bardaga Gunnars í heild sinni: Maia var of stór biti fyrir Gunnar Nelson Gunnar Nelson tapaði fyrir Brasilíumanninum á stigum í bardaganum í Las Vegas. Dóri DNA og Bubbi Morthens lýstu bardaganum. 13. desember 2015 04:11 Gunnar: Ég var lélegur Gunnar Nelson var bólginn og blár er Vísir hitti á hann í Las Vegas eftir tapið gegn Demian Maia í nótt. 13. desember 2015 06:46 Sjáðu Gunnar og Maia stíga á vigtina Vinir Íslands frá Írlandi sýndu stuðning sinn í verki í kvöld er Gunnar Nelson steig á vigtina í Las Vegas. 12. desember 2015 01:04 Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Fleiri fréttir Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
Sjáðu bardaga McGregor: Conor rotaði Aldo á 13 sekúndum Conor McGregor er nýr heimsmeistari í fjaðurvigt. Hann stóð heldur betur undir öllum stóru orðunum í nótt. 13. desember 2015 06:15
Maia: Gunnar er frábær bardagamaður Demian Maia hrósaði Gunnari Nelson eftir glímu þeirra í Las Vegas í nótt. 13. desember 2015 06:36
Sjáðu bardaga Gunnars í heild sinni: Maia var of stór biti fyrir Gunnar Nelson Gunnar Nelson tapaði fyrir Brasilíumanninum á stigum í bardaganum í Las Vegas. Dóri DNA og Bubbi Morthens lýstu bardaganum. 13. desember 2015 04:11
Gunnar: Ég var lélegur Gunnar Nelson var bólginn og blár er Vísir hitti á hann í Las Vegas eftir tapið gegn Demian Maia í nótt. 13. desember 2015 06:46
Sjáðu Gunnar og Maia stíga á vigtina Vinir Íslands frá Írlandi sýndu stuðning sinn í verki í kvöld er Gunnar Nelson steig á vigtina í Las Vegas. 12. desember 2015 01:04