Sport

Kavanagh: Gunni mun fagna eins og brjálæðingur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Írski þjálfarinn John Kavanagh verður í horninu bæði hjá Conor McGregor og Gunnari Nelson í nótt. Alvöru kvöld hjá honum.

„Ég er tilbúinn,“ segir Írinn geðþekki og brosir en það hefur eðlilega verið í mörg horn á líta hjá honum síðustu vikur og mánuði.

Bæði Gunnar og Conor eru að berjast gegn reynslumiklum Brasilíumönnum og þó svo Kavanagh sé mikill aðdáandi Brasilíumanna í MMA þá ætlar hann sér að fella þá í nótt.

„Gunnar er að klífa upp stigann og UFC gaf honum bardaga gegn alvöru manni eftir síðustu frammistöðu. Maia er ótrúlega góður og var kominn með svarta beltið íþróttinni áður en Gunni hafði heyrt um íþróttina,“ segir Kavanagh.

„Það er magnað að Gunni sé að fara að mæta honum því ég hef alltaf verið aðdáandi Maia og lært mikið af honum. Það er heiður fyrir mig að vera með einn af mínum lærisveinum mínum gegn honum. Þeir sem kunna að meta jui jitsu eru eðlilega mjög spenntir fyrir þessum bardaga.“

Kavanagh trúir því að Gunnar muni sýna sitt allra besta í nótt og vinna bardagann.

„Ég held að Gunni muni rota Maia en Gunni heldur að hann klári bardagann í gólfinu. Við sjáum bara eina niðurstöðu samt og það er sigur. Gunni mun síðan brosa breitt og fagna eins og brjálæðingur eins og venjulega,“ sagði Kavanagh af kaldhæðni.

Bardagakvöldið stóra með Gunnari Nelson og Conor McGregor verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is. Íþróttadeild 365 er í Las Vegas og flytur ykkur nýjustu tíðindi. Fylgstu með á Facebook, Twitter og Snapchat: sport365.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×