Utan vallar: Persónulegt stríð á milli Conor og Aldo Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. desember 2015 20:42 Dana White stígur loksins frá í nótt og leyfir þessum mönnum að takast á. vísir/getty Loksins, loksins segja UFC-aðdáendur og það ekki að ástæðulausu. Eftir um ársbið er nefnilega loksins komið að því að Jose Aldo og Conor McGregor mætist í búrinu. UFC hefur aldrei áður lagst í eins mikla kynningu á einum bardaga. Þeir áttu upphaflega að berjast síðasta sumar og þá fóru Conor og Aldo í eftirminnilegt kynningarferðalag um heiminn. Það var því mikið högg fyrir UFC er Aldo dró sig út úr bardaganum aðeins tveim vikum áður en þeir áttu að stíga inn í hringinn. Ýmsar samsæriskenningar hafa eðlilega verið á lofti um ástæður þess að Aldo mætti ekki. Hann var vissulega meiddur en var það slys eða ekki? Það verður aldrei sannað. Mitt persónulega mat er að hann hafi ekki þorað í Conor síðasta sumar. Írinn var kominn undir skinnið á honum og náði honum algjörlega úr jafnvægi. Aldo var orðinn skíthræddur við hann. Það er algjör synd að við höfum ekki fengið þennan bardaga síðasta sumar miðað við stemninguna sem var í gangi þá. Mikið hefur breyst á fimm mánuðum og báðir kappar hafa breyst. Aldo virkar ekki lengur hræddur við Conor heldur er hann ótrúlega einbeittur. Hann er meira að segja farinn að ögra Íranum eins og hann gerði eftir vigtunina. Sálfræðilegir yfirburðir Conors eru ekki eins miklir og þeir voru síðasta sumar. Írinn virðist einnig hafa styrkt sig andlega. Hann er ekki lengur með sama æsinginn og tryllinginn sem tröllreið öllu fyrir síðasta sumar. Hann er rólegur, yfirvegaður og fullviss um að það séu hans örlög að klára Jose Aldo í nótt, fyrstur allra í UFC. Það sem hefur þó ekki breyst er andúðin á milli kappanna. Þeir virðast gjörsamlega hata hvorn annan. Það sem meira er þá hatar öll fjölskylda Aldo Írann og eiginkona Aldo hefur sagt að hún hafi viljað drepa hann. Móðganir Írans náðu til allra sem tengjast Brasilíumanninum og það er hlutverk Aldo að láta Írann blæða fyrir allar yfirlýsingarnar. Nú eru þeir aðeins nokkrum klukkutímum frá því að berjast. Það eru engar afsakanir lengur. Báðir kappar eru í toppformi og lausir við meiðsli. Nú fá þeir loksins tækifæri til þess að hleypa út öllum tilfinningunum, hatrinu og orkunni. Þetta verður stríð sem talað verður um næstu árin. Ég myndi birgja mig upp af kaffi fyrir nóttina því UFC-veislan á Stöð 2 Sport í nótt verður einstök. MMA Tengdar fréttir Conor tók fulla æfingu með húfu á höfðinu Fyrir öll UFC-kvöld þurfa þeir sem berjast í stærstu bardögunum að mæta á opna æfingu. Æfa fyrir framan fjölmiðla og áhorfendur. 11. desember 2015 09:00 Sauð næstum því upp úr hjá Conor og Jose Aldo Það er grunnt á því góða á milli Conor McGregor og Jose Aldo og það leyndi sér ekki í kvöld. 12. desember 2015 01:30 Gunnar og Conor náðu vigt í brjálaðri stemningu | Myndband Það var algjörlega geggjuð stemning í MGM Grand Garden Arena í kvöld er Írarnir tóku aftur yfir þennan sögufræga sal. 11. desember 2015 23:45 Conor verður með heitasta partíið í Las Vegas Sama hvernig fer í búrinu annað kvöld þá mun Conor McGregor blása til veislu í Las Vegas. 11. desember 2015 16:15 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Sjá meira
Loksins, loksins segja UFC-aðdáendur og það ekki að ástæðulausu. Eftir um ársbið er nefnilega loksins komið að því að Jose Aldo og Conor McGregor mætist í búrinu. UFC hefur aldrei áður lagst í eins mikla kynningu á einum bardaga. Þeir áttu upphaflega að berjast síðasta sumar og þá fóru Conor og Aldo í eftirminnilegt kynningarferðalag um heiminn. Það var því mikið högg fyrir UFC er Aldo dró sig út úr bardaganum aðeins tveim vikum áður en þeir áttu að stíga inn í hringinn. Ýmsar samsæriskenningar hafa eðlilega verið á lofti um ástæður þess að Aldo mætti ekki. Hann var vissulega meiddur en var það slys eða ekki? Það verður aldrei sannað. Mitt persónulega mat er að hann hafi ekki þorað í Conor síðasta sumar. Írinn var kominn undir skinnið á honum og náði honum algjörlega úr jafnvægi. Aldo var orðinn skíthræddur við hann. Það er algjör synd að við höfum ekki fengið þennan bardaga síðasta sumar miðað við stemninguna sem var í gangi þá. Mikið hefur breyst á fimm mánuðum og báðir kappar hafa breyst. Aldo virkar ekki lengur hræddur við Conor heldur er hann ótrúlega einbeittur. Hann er meira að segja farinn að ögra Íranum eins og hann gerði eftir vigtunina. Sálfræðilegir yfirburðir Conors eru ekki eins miklir og þeir voru síðasta sumar. Írinn virðist einnig hafa styrkt sig andlega. Hann er ekki lengur með sama æsinginn og tryllinginn sem tröllreið öllu fyrir síðasta sumar. Hann er rólegur, yfirvegaður og fullviss um að það séu hans örlög að klára Jose Aldo í nótt, fyrstur allra í UFC. Það sem hefur þó ekki breyst er andúðin á milli kappanna. Þeir virðast gjörsamlega hata hvorn annan. Það sem meira er þá hatar öll fjölskylda Aldo Írann og eiginkona Aldo hefur sagt að hún hafi viljað drepa hann. Móðganir Írans náðu til allra sem tengjast Brasilíumanninum og það er hlutverk Aldo að láta Írann blæða fyrir allar yfirlýsingarnar. Nú eru þeir aðeins nokkrum klukkutímum frá því að berjast. Það eru engar afsakanir lengur. Báðir kappar eru í toppformi og lausir við meiðsli. Nú fá þeir loksins tækifæri til þess að hleypa út öllum tilfinningunum, hatrinu og orkunni. Þetta verður stríð sem talað verður um næstu árin. Ég myndi birgja mig upp af kaffi fyrir nóttina því UFC-veislan á Stöð 2 Sport í nótt verður einstök.
MMA Tengdar fréttir Conor tók fulla æfingu með húfu á höfðinu Fyrir öll UFC-kvöld þurfa þeir sem berjast í stærstu bardögunum að mæta á opna æfingu. Æfa fyrir framan fjölmiðla og áhorfendur. 11. desember 2015 09:00 Sauð næstum því upp úr hjá Conor og Jose Aldo Það er grunnt á því góða á milli Conor McGregor og Jose Aldo og það leyndi sér ekki í kvöld. 12. desember 2015 01:30 Gunnar og Conor náðu vigt í brjálaðri stemningu | Myndband Það var algjörlega geggjuð stemning í MGM Grand Garden Arena í kvöld er Írarnir tóku aftur yfir þennan sögufræga sal. 11. desember 2015 23:45 Conor verður með heitasta partíið í Las Vegas Sama hvernig fer í búrinu annað kvöld þá mun Conor McGregor blása til veislu í Las Vegas. 11. desember 2015 16:15 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Sjá meira
Conor tók fulla æfingu með húfu á höfðinu Fyrir öll UFC-kvöld þurfa þeir sem berjast í stærstu bardögunum að mæta á opna æfingu. Æfa fyrir framan fjölmiðla og áhorfendur. 11. desember 2015 09:00
Sauð næstum því upp úr hjá Conor og Jose Aldo Það er grunnt á því góða á milli Conor McGregor og Jose Aldo og það leyndi sér ekki í kvöld. 12. desember 2015 01:30
Gunnar og Conor náðu vigt í brjálaðri stemningu | Myndband Það var algjörlega geggjuð stemning í MGM Grand Garden Arena í kvöld er Írarnir tóku aftur yfir þennan sögufræga sal. 11. desember 2015 23:45
Conor verður með heitasta partíið í Las Vegas Sama hvernig fer í búrinu annað kvöld þá mun Conor McGregor blása til veislu í Las Vegas. 11. desember 2015 16:15