Bardagi ólíkur öllum öðrum hjá Gunnari Nelson Henry Birgir Gunnarsson í Las Vegas skrifar 12. desember 2015 08:00 Gunnar gekk út úr búrinu sem sigurvegari eftir bardaga sinn gegn Brandon Thatch á UFC 189 í Las Vegas í júlí. Eftir langan og strangan undirbúning er komið að stóru stundinni. Gunnar Nelson stígur í nótt inn í búrið í Las Vegas á stærsta bardagakvöldi allra tíma í UFC. Okkar maður er að keppa gegn Brasilíumanninum Demian Maia í einum af aðalbardögum kvöldsins og heimurinn fylgist með. „Ég er helvíti góður,“ segir Gunnar, sultuslakur að venju er Fréttablaðið hittir hann á MGM Grand-hótelinu glæsilega þar sem bardagarnir fara fram. Gunnar er lítið öðruvísi núna en áður nema hann virkar ákveðnari. „Síðustu tíu dagana gerir maður lítið annað en að bíða eftir stóra kvöldinu,“ segir Gunnar en hann tók góðar æfingabúðir með stærstu stjörnu kvöldsins, Íranum Conor McGregor, en þeir æfa báðir undir handleiðslu Írans John Kavanagh og hafa lengi gert.Sjá einnig:Kavanagh: Veit ekki hvort orðið stress sé til á íslensku en Gunni kann það ekki „Þetta voru líklega okkar bestu æfingabúðir hingað til. Við byrjuðum í Dublin og vorum þar í tvo mánuði áður en við héldum til Los Angeles. Fá smá sól. Þetta small helvíti vel saman hjá okkur,“ segir Gunnar en mikið var látið með að þeir væru farnir að lifa á Las Vegas-tíma strax í Dublin. Málið var nú ekki alveg svo einfalt.Bíómyndir og síðbúnar æfingar „Við vorum farnir að draga það helvíti lengi að fara að sofa á kvöldin. Þetta gerðist bara. Við vorum að horfa á bíómyndir eða djöflast í æfingasalnum seint um kvöld. Það hentaði okkur því vel að segja út á við að við værum á Vegas-tíma,“ segir Gunnar og glottir. Undirbúningurinn að þessu sinni var óhefðbundinn að því leyti að nýr maður kom inn í þjálfarateymið til að hjálpa þeim. Sá heitir Ido Portal og sérhæfir sig í hreyfingum líkamans. „Hann hefur farið yfir alls konar hreyfingar með okkur og þetta opnar skrokkinn, sem og hugann, fyrir nýjum hreyfingum. Þetta hjálpaði helling og ég hafði líka mjög gaman af þessu. Mér leið vel eftir þessar æfingar og fann að þetta er eitthvað sem maður þarf. “Sjá einnig:Jón Viðar: Sigur gerir Gunna heimsfrægan Það hefur áður komið fram að Gunnar vaknaði í raun aftur til lífsins eftir tapið gegn Rick Story og mætti til leiks síðasta sumar í sínu besta formi. Hann er í enn betra formi núna og ætlar sér stóra hluti. Það veitir ekki af því Maia var svo sannarlega ekki að byrja í bransanum og vill, ólíkt öllum öðrum, fara með Gunnari í gólfið. „Það hefur eiginlega aldrei gerst að menn vilji koma sérstaklega nálægt mér þannig að við fáum að sjá hluti í þessum bardaga sem hafa ekki sést áður í bardögum hjá mér. Ég verð með eitthvað skemmtilegt í pokahorninu fyrir hann,“ segir Gunnar en hann stefnir ótrauður á að verða heimsmeistari og vill senda sterk skilaboð í þessum bardaga. „Þetta er eitt af skrefunum í áttina að titlinum sem ég vil vinna á næsta ári. Stefnan er að senda sterk skilaboð á þessu kvöldi.“ MMA Tengdar fréttir Maia: Ég er betri en Gunnar Nelson í gólfinu | Myndband Mótherji Gunnars Nelson á laugardaginn er meira en til í að fara með bardagann í gólfið því þar hefur hann fulla trú á sjálfaum sér. 10. desember 2015 12:30 Attar: Gunnar stendur frammi fyrir risatækifæri Bandaríski umboðsmaðurinn Audie Attar segir að Gunnar Nelson verði kominn í kjöraðstöðu í UFC-heiminum ef hann klárar Demian Maia með stæl. 11. desember 2015 14:07 Gunnar Nelson: Gæði sigranna skiptir meira máli en fjöldi þeirra Gunnar Nelson átti þriðju bestu ummælin á fjölmiðladegi UFC 194 í gær. 10. desember 2015 10:45 Jón Viðar: Sigur gerir Gunna heimsfrægan Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis og góðvinur Gunnars Nelson, fylgir sínum manni hvert sem er og er að sjálfsögðu mættur til Las Vegas. 10. desember 2015 15:30 Kavanagh: Veit ekki hvort orðið stress sé til á íslensku en Gunni kann það ekki Þjálfari Gunnars Nelson reiknar með að Gunnar berjist um heimsmeistaratitilinn næsta sumar. 11. desember 2015 12:00 Gunnar og Conor náðu vigt í brjálaðri stemningu | Myndband Það var algjörlega geggjuð stemning í MGM Grand Garden Arena í kvöld er Írarnir tóku aftur yfir þennan sögufræga sal. 11. desember 2015 23:45 Gunnar: Conor sturlast pínulítið á hverjum degi Gunnar Nelson ræðir bardagann við Demian Maia, Harley Davidson-hjólið, glæsihöllina í Las Vegas og hugarástand Conor McGregor. 10. desember 2015 09:37 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Sjá meira
Eftir langan og strangan undirbúning er komið að stóru stundinni. Gunnar Nelson stígur í nótt inn í búrið í Las Vegas á stærsta bardagakvöldi allra tíma í UFC. Okkar maður er að keppa gegn Brasilíumanninum Demian Maia í einum af aðalbardögum kvöldsins og heimurinn fylgist með. „Ég er helvíti góður,“ segir Gunnar, sultuslakur að venju er Fréttablaðið hittir hann á MGM Grand-hótelinu glæsilega þar sem bardagarnir fara fram. Gunnar er lítið öðruvísi núna en áður nema hann virkar ákveðnari. „Síðustu tíu dagana gerir maður lítið annað en að bíða eftir stóra kvöldinu,“ segir Gunnar en hann tók góðar æfingabúðir með stærstu stjörnu kvöldsins, Íranum Conor McGregor, en þeir æfa báðir undir handleiðslu Írans John Kavanagh og hafa lengi gert.Sjá einnig:Kavanagh: Veit ekki hvort orðið stress sé til á íslensku en Gunni kann það ekki „Þetta voru líklega okkar bestu æfingabúðir hingað til. Við byrjuðum í Dublin og vorum þar í tvo mánuði áður en við héldum til Los Angeles. Fá smá sól. Þetta small helvíti vel saman hjá okkur,“ segir Gunnar en mikið var látið með að þeir væru farnir að lifa á Las Vegas-tíma strax í Dublin. Málið var nú ekki alveg svo einfalt.Bíómyndir og síðbúnar æfingar „Við vorum farnir að draga það helvíti lengi að fara að sofa á kvöldin. Þetta gerðist bara. Við vorum að horfa á bíómyndir eða djöflast í æfingasalnum seint um kvöld. Það hentaði okkur því vel að segja út á við að við værum á Vegas-tíma,“ segir Gunnar og glottir. Undirbúningurinn að þessu sinni var óhefðbundinn að því leyti að nýr maður kom inn í þjálfarateymið til að hjálpa þeim. Sá heitir Ido Portal og sérhæfir sig í hreyfingum líkamans. „Hann hefur farið yfir alls konar hreyfingar með okkur og þetta opnar skrokkinn, sem og hugann, fyrir nýjum hreyfingum. Þetta hjálpaði helling og ég hafði líka mjög gaman af þessu. Mér leið vel eftir þessar æfingar og fann að þetta er eitthvað sem maður þarf. “Sjá einnig:Jón Viðar: Sigur gerir Gunna heimsfrægan Það hefur áður komið fram að Gunnar vaknaði í raun aftur til lífsins eftir tapið gegn Rick Story og mætti til leiks síðasta sumar í sínu besta formi. Hann er í enn betra formi núna og ætlar sér stóra hluti. Það veitir ekki af því Maia var svo sannarlega ekki að byrja í bransanum og vill, ólíkt öllum öðrum, fara með Gunnari í gólfið. „Það hefur eiginlega aldrei gerst að menn vilji koma sérstaklega nálægt mér þannig að við fáum að sjá hluti í þessum bardaga sem hafa ekki sést áður í bardögum hjá mér. Ég verð með eitthvað skemmtilegt í pokahorninu fyrir hann,“ segir Gunnar en hann stefnir ótrauður á að verða heimsmeistari og vill senda sterk skilaboð í þessum bardaga. „Þetta er eitt af skrefunum í áttina að titlinum sem ég vil vinna á næsta ári. Stefnan er að senda sterk skilaboð á þessu kvöldi.“
MMA Tengdar fréttir Maia: Ég er betri en Gunnar Nelson í gólfinu | Myndband Mótherji Gunnars Nelson á laugardaginn er meira en til í að fara með bardagann í gólfið því þar hefur hann fulla trú á sjálfaum sér. 10. desember 2015 12:30 Attar: Gunnar stendur frammi fyrir risatækifæri Bandaríski umboðsmaðurinn Audie Attar segir að Gunnar Nelson verði kominn í kjöraðstöðu í UFC-heiminum ef hann klárar Demian Maia með stæl. 11. desember 2015 14:07 Gunnar Nelson: Gæði sigranna skiptir meira máli en fjöldi þeirra Gunnar Nelson átti þriðju bestu ummælin á fjölmiðladegi UFC 194 í gær. 10. desember 2015 10:45 Jón Viðar: Sigur gerir Gunna heimsfrægan Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis og góðvinur Gunnars Nelson, fylgir sínum manni hvert sem er og er að sjálfsögðu mættur til Las Vegas. 10. desember 2015 15:30 Kavanagh: Veit ekki hvort orðið stress sé til á íslensku en Gunni kann það ekki Þjálfari Gunnars Nelson reiknar með að Gunnar berjist um heimsmeistaratitilinn næsta sumar. 11. desember 2015 12:00 Gunnar og Conor náðu vigt í brjálaðri stemningu | Myndband Það var algjörlega geggjuð stemning í MGM Grand Garden Arena í kvöld er Írarnir tóku aftur yfir þennan sögufræga sal. 11. desember 2015 23:45 Gunnar: Conor sturlast pínulítið á hverjum degi Gunnar Nelson ræðir bardagann við Demian Maia, Harley Davidson-hjólið, glæsihöllina í Las Vegas og hugarástand Conor McGregor. 10. desember 2015 09:37 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Sjá meira
Maia: Ég er betri en Gunnar Nelson í gólfinu | Myndband Mótherji Gunnars Nelson á laugardaginn er meira en til í að fara með bardagann í gólfið því þar hefur hann fulla trú á sjálfaum sér. 10. desember 2015 12:30
Attar: Gunnar stendur frammi fyrir risatækifæri Bandaríski umboðsmaðurinn Audie Attar segir að Gunnar Nelson verði kominn í kjöraðstöðu í UFC-heiminum ef hann klárar Demian Maia með stæl. 11. desember 2015 14:07
Gunnar Nelson: Gæði sigranna skiptir meira máli en fjöldi þeirra Gunnar Nelson átti þriðju bestu ummælin á fjölmiðladegi UFC 194 í gær. 10. desember 2015 10:45
Jón Viðar: Sigur gerir Gunna heimsfrægan Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis og góðvinur Gunnars Nelson, fylgir sínum manni hvert sem er og er að sjálfsögðu mættur til Las Vegas. 10. desember 2015 15:30
Kavanagh: Veit ekki hvort orðið stress sé til á íslensku en Gunni kann það ekki Þjálfari Gunnars Nelson reiknar með að Gunnar berjist um heimsmeistaratitilinn næsta sumar. 11. desember 2015 12:00
Gunnar og Conor náðu vigt í brjálaðri stemningu | Myndband Það var algjörlega geggjuð stemning í MGM Grand Garden Arena í kvöld er Írarnir tóku aftur yfir þennan sögufræga sal. 11. desember 2015 23:45
Gunnar: Conor sturlast pínulítið á hverjum degi Gunnar Nelson ræðir bardagann við Demian Maia, Harley Davidson-hjólið, glæsihöllina í Las Vegas og hugarástand Conor McGregor. 10. desember 2015 09:37