Einn er ómissandi Óttar Guðmundsson skrifar 12. desember 2015 07:00 Jósef Tító var ástsæll leiðtogi Júgóslavíu í áratugi. Hann sagði skömmu áður en hann dó að allt mundi fara til andskotans þegar hann væri allur. Eftir andlát Títós klofnaði Júgóslavía í ótal smáríki með tilheyrandi ófriði og þjáningum. Sama sagði Nikolaj Ceausescu Rúmeníuforseti. Hann vissi að ríkið yrði vafasömum bissnessmönnum og melludólgum að bráð ef hann væri ekki við stjórnvölinn. Þetta rættist. Eftir drápið á Gaddafi liðaðist Líbía í sundur í endalausum átökum. Þjóðir þurfa á sterkum leiðtoga að halda í ölduróti samtímans. Allir hugsandi Íslendingar sjá fyrir sér þá ringulreið sem yrði ef núverandi forseti drægi sig í hlé. Landið yrði kaffært af vafasömu flóttafólki. Vestmannaeyjar myndu lýsa yfir sjálfstæði sínu. Breiðholtsbúar myndu leggja undir sig miðbæ Reykjavíkur með vopnavaldi. Sauðfjárbændur berðust við kjúklingabændur. Kirkjum landsins yrði breytt í moskur í samráði við listaháskólann. Þjóðin mundi hætta að éta skötu á Þorláksmessu. Núverandi forseti verður því miður ekki eilífur. Við getum notið hans 3-4 kjörtímabil til viðbótar ef gæfan er okkur hliðholl. Nýtum tímann vel. Reisum styttur af honum í öllum landsfjórðungum. Gerum ævisögu hans að skyldulesningu. Byggjum safn um sögu hans frá Möðruvallahreyfingunni til Bessastaða. Höldum saman öllum ræðum hans og gullkornum sem börn læra utanbókar. Alla þessa vitneskju má nota til að búa til forseta-appið sem allir fengju sjálfkrafa í símann sinn. Menn spyrja símann á ögurstundum lífsins hvernig forsetinn myndi leysa málin. Síminn tengist gagnabanka og svarar á sekúndubroti. Þannig lifir forsetinn áfram í símanum, dýrmætustu eign hvers Íslendings. Síðan má leggja embættið niður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun
Jósef Tító var ástsæll leiðtogi Júgóslavíu í áratugi. Hann sagði skömmu áður en hann dó að allt mundi fara til andskotans þegar hann væri allur. Eftir andlát Títós klofnaði Júgóslavía í ótal smáríki með tilheyrandi ófriði og þjáningum. Sama sagði Nikolaj Ceausescu Rúmeníuforseti. Hann vissi að ríkið yrði vafasömum bissnessmönnum og melludólgum að bráð ef hann væri ekki við stjórnvölinn. Þetta rættist. Eftir drápið á Gaddafi liðaðist Líbía í sundur í endalausum átökum. Þjóðir þurfa á sterkum leiðtoga að halda í ölduróti samtímans. Allir hugsandi Íslendingar sjá fyrir sér þá ringulreið sem yrði ef núverandi forseti drægi sig í hlé. Landið yrði kaffært af vafasömu flóttafólki. Vestmannaeyjar myndu lýsa yfir sjálfstæði sínu. Breiðholtsbúar myndu leggja undir sig miðbæ Reykjavíkur með vopnavaldi. Sauðfjárbændur berðust við kjúklingabændur. Kirkjum landsins yrði breytt í moskur í samráði við listaháskólann. Þjóðin mundi hætta að éta skötu á Þorláksmessu. Núverandi forseti verður því miður ekki eilífur. Við getum notið hans 3-4 kjörtímabil til viðbótar ef gæfan er okkur hliðholl. Nýtum tímann vel. Reisum styttur af honum í öllum landsfjórðungum. Gerum ævisögu hans að skyldulesningu. Byggjum safn um sögu hans frá Möðruvallahreyfingunni til Bessastaða. Höldum saman öllum ræðum hans og gullkornum sem börn læra utanbókar. Alla þessa vitneskju má nota til að búa til forseta-appið sem allir fengju sjálfkrafa í símann sinn. Menn spyrja símann á ögurstundum lífsins hvernig forsetinn myndi leysa málin. Síminn tengist gagnabanka og svarar á sekúndubroti. Þannig lifir forsetinn áfram í símanum, dýrmætustu eign hvers Íslendings. Síðan má leggja embættið niður.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun