Forsetinn sagður sparka í liggjandi mann Jakob Bjarnar skrifar 11. desember 2015 15:15 Ýmsir eru þeirrar skoðunar að heldur hafi þetta verið ódrengilegur gjörningur hjá Ólafi Ragnari og Guðna að svipta Sigurð orðu sinni. „Er það drengilegt að sparka í liggjandi mann, fanga sem hlotið hefur dóm og refsingu, gerður gjaldþrota, sviptur frelsi og situr nú á bak við lás og slá, niðurlægja hann enn meir með því að rífa af honum orðu sem forsetinn veitti honum og hann gerði ekki annað - í því tilfelli - en að veita henni viðtöku. Hverjir eru með þessu að reyna að hvítþvo sig? Klappstýrur útrásarinnar? Er kannski hægt að segja í þessu tilfelli:” you ain’t seen nothing yet”!“ Svo ritar Pálmi Gestsson leikari á síðu sína en eins og Vísir greindi frá í vikunni svipti Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands Sigurð Einarsson bankamann réttinum til að bera Fálkaorðu sína, þá sem hann var sæmdur 1. janúar árið 2007.Dapurlegt, smátt, hlálegt og lítið Fjörlegar umræður skapast um þetta á Facebooksíðu Pálma og þeir eru fleiri sem eru á því að hér sé ekki stórmannleg, af hálfu þeirra Ólafs Ragnars og formanni orðunefndar, Guðna Ágústssyni. Guðni hefur neitað því að þessi orðuveiting standi í nokkru samhengi við það hvort Ólafur Ragnar ætli að gefa kost á sér aftur eða ekki. Samkvæmt Rannsóknarskýrslu Alþingis voru þeir forsetinn og Sigurður miklir mátar og bankamaðurinn tíður gestur á Bessastöðum. Eiríkur Guðmundsson rithöfundur og útvarpsmaður deilir skoðun Pálma og ritar á sinn Facebookvegg, af sama tilefni:Sigurður og Ólafur Ragnar spjalla en þeir voru miklir mátar á árunum fyrir hrun.„Forseti hengir orðu á bankamann. Hann gerir það til að fljóta með bankamönnum því hann heldur að þeir séu sigurvegarar. Nokkrum árum síðar tekur hann sömu orðu af bankamanni sem situr í steininum, á sínum lægsta punkti. Hann gerir það til að fljóta með því sem hann heldur vera tíðaranda, en allir vissu af og skynjuðu fyrir löngu og þegar dansinn stóð sem hæst á Bessastöðum og allir vissu hvert stefndu. Nær hefði verið, hann segði hreinlega af sér, sekur um dómgreindarbrest,“ segir Eiríkur og bætir við í athugasemd að hann sé allt í einu að átta sig á því hvað þetta er dapurlegt; „og smátt, og hvað þetta er allt saman hlálegt og lítið.“Svona gera menn ekki Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður segir: „Svona gera menn ekki,“ og setur með í myllumerki „sparkaðíliggjandimann“ og „hefurríkisvaldiðekkertbetraaðgera“. Jafnvel einlægir og gegnheilir Framsóknarmenn á borð við Jón Inga Gíslason telja þetta lágkúrulegt en Jón Ingi vitnar, sem og Vilhjálmur, í fleyg orð Davíðs Oddssonar: „Frægt var þegar maðurinn sem ekki má nefna á nafn sagði sem forsætisráðherra um fyrirhugaða skattlagningu tekna blaðsölubarna "Svona gerir maður bara ekki". það var samt algerlega samkvæmt laganna bókstaf og klikkti í öll box bjúrókratanna. Albanir eiga ekki rétt á leyfi hér. Af hverju er þeim ekki sagt það þá strax. Þegar maður lætur væntingar og tengsl fólksins þróast í mánuði og ár vegna þess að bjúrokratarnir eru að klikka í boxin sín þá á ráðherra bara að segja; Svona gerir maður bara ekki". Vísir hefur reynt að ná tali af Sigurð Einarsson þá til að inna hann hvernig allt þetta horfi við honum, en ekki haft erindi sem erfiði.Er það drengilegt að sparka í liggjandi mann, fanga sem hlotið hefur dóm og refsingu, gerður gjalþrota, sviptur frelsi...Posted by Pálmi Gestsson on 9. desember 2015 Fálkaorðan Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
„Er það drengilegt að sparka í liggjandi mann, fanga sem hlotið hefur dóm og refsingu, gerður gjaldþrota, sviptur frelsi og situr nú á bak við lás og slá, niðurlægja hann enn meir með því að rífa af honum orðu sem forsetinn veitti honum og hann gerði ekki annað - í því tilfelli - en að veita henni viðtöku. Hverjir eru með þessu að reyna að hvítþvo sig? Klappstýrur útrásarinnar? Er kannski hægt að segja í þessu tilfelli:” you ain’t seen nothing yet”!“ Svo ritar Pálmi Gestsson leikari á síðu sína en eins og Vísir greindi frá í vikunni svipti Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands Sigurð Einarsson bankamann réttinum til að bera Fálkaorðu sína, þá sem hann var sæmdur 1. janúar árið 2007.Dapurlegt, smátt, hlálegt og lítið Fjörlegar umræður skapast um þetta á Facebooksíðu Pálma og þeir eru fleiri sem eru á því að hér sé ekki stórmannleg, af hálfu þeirra Ólafs Ragnars og formanni orðunefndar, Guðna Ágústssyni. Guðni hefur neitað því að þessi orðuveiting standi í nokkru samhengi við það hvort Ólafur Ragnar ætli að gefa kost á sér aftur eða ekki. Samkvæmt Rannsóknarskýrslu Alþingis voru þeir forsetinn og Sigurður miklir mátar og bankamaðurinn tíður gestur á Bessastöðum. Eiríkur Guðmundsson rithöfundur og útvarpsmaður deilir skoðun Pálma og ritar á sinn Facebookvegg, af sama tilefni:Sigurður og Ólafur Ragnar spjalla en þeir voru miklir mátar á árunum fyrir hrun.„Forseti hengir orðu á bankamann. Hann gerir það til að fljóta með bankamönnum því hann heldur að þeir séu sigurvegarar. Nokkrum árum síðar tekur hann sömu orðu af bankamanni sem situr í steininum, á sínum lægsta punkti. Hann gerir það til að fljóta með því sem hann heldur vera tíðaranda, en allir vissu af og skynjuðu fyrir löngu og þegar dansinn stóð sem hæst á Bessastöðum og allir vissu hvert stefndu. Nær hefði verið, hann segði hreinlega af sér, sekur um dómgreindarbrest,“ segir Eiríkur og bætir við í athugasemd að hann sé allt í einu að átta sig á því hvað þetta er dapurlegt; „og smátt, og hvað þetta er allt saman hlálegt og lítið.“Svona gera menn ekki Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður segir: „Svona gera menn ekki,“ og setur með í myllumerki „sparkaðíliggjandimann“ og „hefurríkisvaldiðekkertbetraaðgera“. Jafnvel einlægir og gegnheilir Framsóknarmenn á borð við Jón Inga Gíslason telja þetta lágkúrulegt en Jón Ingi vitnar, sem og Vilhjálmur, í fleyg orð Davíðs Oddssonar: „Frægt var þegar maðurinn sem ekki má nefna á nafn sagði sem forsætisráðherra um fyrirhugaða skattlagningu tekna blaðsölubarna "Svona gerir maður bara ekki". það var samt algerlega samkvæmt laganna bókstaf og klikkti í öll box bjúrókratanna. Albanir eiga ekki rétt á leyfi hér. Af hverju er þeim ekki sagt það þá strax. Þegar maður lætur væntingar og tengsl fólksins þróast í mánuði og ár vegna þess að bjúrokratarnir eru að klikka í boxin sín þá á ráðherra bara að segja; Svona gerir maður bara ekki". Vísir hefur reynt að ná tali af Sigurð Einarsson þá til að inna hann hvernig allt þetta horfi við honum, en ekki haft erindi sem erfiði.Er það drengilegt að sparka í liggjandi mann, fanga sem hlotið hefur dóm og refsingu, gerður gjalþrota, sviptur frelsi...Posted by Pálmi Gestsson on 9. desember 2015
Fálkaorðan Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira