Fær fjögurra milljarða lán í evrum frá Norræna fjárfestingarbankanum Birgir Olgeirsson skrifar 11. desember 2015 14:08 Í samningnum um lánarammann er kveðið á um að Landsbankinn endurláni upphæðina til verkefna sem efla samkeppnisstöðu lítilla og meðalstórra fyrirtækja og til að fjármagna umhverfisvæn verkefni á Íslandi. Vísir/Vilhelm Landsbankinn og Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) hafa undirritað lánasamning til fimm ára, að fjárhæð 30 milljónir evra (jafnvirði um 4,2 milljarða króna). Í samningnum um lánarammann er kveðið á um að Landsbankinn endurláni upphæðina til verkefna sem efla samkeppnisstöðu lítilla og meðalstórra fyrirtækja og til að fjármagna umhverfisvæn verkefni á Íslandi. Landsbankinn hefur veitt lánsfjármagni sem fellur undir ofangreinda skilgreiningu til verkefna og fyrirtækja í ýmsum atvinnugreinum og fjármögnun NIB gefur Landsbankanum færi á að efla enn frekar lánveitingar til slíkra verkefna. Þetta er fyrsta óveðtryggða lánið sem NIB veitir íslenskum banka frá því að fjármagnshöft voru sett á árið 2008. „Að mati Norræna fjárfestingarbankans er ramminn mikilvægur liður í því að stuðla að fjárfestingu lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi. Við teljum að afnám gjaldeyrishafta muni ýta frekar undir efnahagslegan bata á Íslandi. Við álítum að í stjórn efnahagsmála í landinu hafi verið stigin nauðsynleg skref til að tryggja að bankakerfið standist álagið þegar höftunum verður aflétt,“ segir Henrik Normann, forstjóri Norræna fjárfestingarbankans, í tilkynningu frá Landsbankanum um málið. „Undirritunin í dag markar ánægjulegan áfanga í uppbyggingu trausts á erlendum fjármálamörkuðum. Lánveiting NIB ásamt nýlegum skuldabréfaútgáfum Landsbankans í evrum, sænskum krónum og norskum krónum eru skýr dæmi um aukið traust erlendra fjárfesta á Landsbankanum og íslensku efnahagslífi. Landsbankinn hefur undanfarin ár markvisst unnið að því að auka fjölbreytni og styrk fjármögnunar bankans jafnt í íslenskum krónum sem í erlendri mynt. Lánskjörin í samningnum við NIB eru bankanum hagfelld og styðja við markmið bankans um að lækka fjármögnunarkostnað og auka fjölbreytni lánveitenda í erlendri mynt. Aukinn áhugi erlendra fjárfesta og aðgangur að erlendu lánsfé á hagstæðum kjörum eru mjög mikilvæg fyrir íslenskt efnahagslíf,“ segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, í sömu tilkynningu. NIB er fjölþjóðleg lánastofnun í eigu átta aðildarríkja; Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Íslands, Lettlands, Litháens, Noregs og Svíþjóðar. Bankinn fjármagnar verkefni sem fela í sér gagnkvæma hagsmuni fyrir lántakendur og aðildarríkin. NIB hefur hæstu mögulegu lánshæfiseinkunn, AAA/Aaa, frá alþjóðlegu lánshæfismatsfyrirtækjunum, Standard & Poor’s og Moody’s. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Landsbankinn og Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) hafa undirritað lánasamning til fimm ára, að fjárhæð 30 milljónir evra (jafnvirði um 4,2 milljarða króna). Í samningnum um lánarammann er kveðið á um að Landsbankinn endurláni upphæðina til verkefna sem efla samkeppnisstöðu lítilla og meðalstórra fyrirtækja og til að fjármagna umhverfisvæn verkefni á Íslandi. Landsbankinn hefur veitt lánsfjármagni sem fellur undir ofangreinda skilgreiningu til verkefna og fyrirtækja í ýmsum atvinnugreinum og fjármögnun NIB gefur Landsbankanum færi á að efla enn frekar lánveitingar til slíkra verkefna. Þetta er fyrsta óveðtryggða lánið sem NIB veitir íslenskum banka frá því að fjármagnshöft voru sett á árið 2008. „Að mati Norræna fjárfestingarbankans er ramminn mikilvægur liður í því að stuðla að fjárfestingu lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi. Við teljum að afnám gjaldeyrishafta muni ýta frekar undir efnahagslegan bata á Íslandi. Við álítum að í stjórn efnahagsmála í landinu hafi verið stigin nauðsynleg skref til að tryggja að bankakerfið standist álagið þegar höftunum verður aflétt,“ segir Henrik Normann, forstjóri Norræna fjárfestingarbankans, í tilkynningu frá Landsbankanum um málið. „Undirritunin í dag markar ánægjulegan áfanga í uppbyggingu trausts á erlendum fjármálamörkuðum. Lánveiting NIB ásamt nýlegum skuldabréfaútgáfum Landsbankans í evrum, sænskum krónum og norskum krónum eru skýr dæmi um aukið traust erlendra fjárfesta á Landsbankanum og íslensku efnahagslífi. Landsbankinn hefur undanfarin ár markvisst unnið að því að auka fjölbreytni og styrk fjármögnunar bankans jafnt í íslenskum krónum sem í erlendri mynt. Lánskjörin í samningnum við NIB eru bankanum hagfelld og styðja við markmið bankans um að lækka fjármögnunarkostnað og auka fjölbreytni lánveitenda í erlendri mynt. Aukinn áhugi erlendra fjárfesta og aðgangur að erlendu lánsfé á hagstæðum kjörum eru mjög mikilvæg fyrir íslenskt efnahagslíf,“ segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, í sömu tilkynningu. NIB er fjölþjóðleg lánastofnun í eigu átta aðildarríkja; Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Íslands, Lettlands, Litháens, Noregs og Svíþjóðar. Bankinn fjármagnar verkefni sem fela í sér gagnkvæma hagsmuni fyrir lántakendur og aðildarríkin. NIB hefur hæstu mögulegu lánshæfiseinkunn, AAA/Aaa, frá alþjóðlegu lánshæfismatsfyrirtækjunum, Standard & Poor’s og Moody’s.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira