Helgi Tómasson á leið heim: San Francisco ballettinn í fyrsta sinn í Hörpu Birgir Olgeirsson skrifar 11. desember 2015 11:20 Listrænn stjórnandi flokksins er Helgi Tómasson sem mun sína valda kafla úr dáðustu verkum flokksins, við meðleik Sinfóníuhljómsveitar Íslands á sviði Eldborgar. Vísir/GVA San Francisco balletinn mun koma í fyrsta sinn fram í Hörpu á Listahátíð 2016. Listrænn stjórnandi flokksins er Helgi Tómasson sem mun sína valda kafla úr dáðustu verkum flokksins, við meðleik Sinfóníuhljómsveitar Íslands á sviði Eldborgar. Sýningin er samstarfsverkefni Hörpu, Listahátíðar í Reykjavík og Sinfóníuhljómsveitar Íslands. San Francisco ballettinn er einn þriggja stærstu ballettflokka í Bandaríkjunum og sá elsti, stofnaður árið 1933. Undir stjórn Helga á síðustu þremur áratugum hefur ballettinn hlotið almenna viðurkenningu sem einn fremsti ballettflokkur heims. Flokkurinn er þekktur fyrir víðfeðma efnisskrá, óvenjumikla breidd og hæfni dansaranna og listræna sýn sem hefur sett ný viðmið í hinum alþjóðlega ballettheimi. Á síðustu árum hefur flokkurinn m.a. komið fram í Opera de Paris og Theatre de Chatelet í París, Sadler’s Wells og Royal Opera House í London og Tivoli Garden Concert Hall í Kaupmannahöfn. Árið 2013 lýsti New York Times ballettflokknum sem „þjóðargersemi“. Á efnisskránni í Eldborg í maí verður verk eftir Helga sjálfan við tónlist eftir Tchaikovsky og eftir breska danshöfundinn Christopher Wheeldon, við tónlist eftir Bosso og Vivaldi. Þá verður sýnt verk eftir hinn rússneska Alexei Ratmansky við tónlist eftir Shostakovich. Wheeldon og Ratmansky starfa reglulega með San Francisco ballettinum og eru þekktir fyrir verk í hinum nýklassíska stíl sem George Balanchine innleiddi í ballettheiminn. Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur tónlistina á sýningu San Francisco ballettsins í Hörpu á Listahátíð, undir stjórn Martin West, tónlistarstjóra og aðalstjórnanda hljómsveitar San Francisco ballettsins en hann þykir vera einn fremsti stjórnandi balletttónlistar í heiminum. Þetta er í fyrsta sinn sem San Francisco ballettinn dansar á Íslandi við lifandi tónlist en í fjórða sinn sem gestir Listahátíðar njóta listfengis hans. Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Fleiri fréttir Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Sjá meira
San Francisco balletinn mun koma í fyrsta sinn fram í Hörpu á Listahátíð 2016. Listrænn stjórnandi flokksins er Helgi Tómasson sem mun sína valda kafla úr dáðustu verkum flokksins, við meðleik Sinfóníuhljómsveitar Íslands á sviði Eldborgar. Sýningin er samstarfsverkefni Hörpu, Listahátíðar í Reykjavík og Sinfóníuhljómsveitar Íslands. San Francisco ballettinn er einn þriggja stærstu ballettflokka í Bandaríkjunum og sá elsti, stofnaður árið 1933. Undir stjórn Helga á síðustu þremur áratugum hefur ballettinn hlotið almenna viðurkenningu sem einn fremsti ballettflokkur heims. Flokkurinn er þekktur fyrir víðfeðma efnisskrá, óvenjumikla breidd og hæfni dansaranna og listræna sýn sem hefur sett ný viðmið í hinum alþjóðlega ballettheimi. Á síðustu árum hefur flokkurinn m.a. komið fram í Opera de Paris og Theatre de Chatelet í París, Sadler’s Wells og Royal Opera House í London og Tivoli Garden Concert Hall í Kaupmannahöfn. Árið 2013 lýsti New York Times ballettflokknum sem „þjóðargersemi“. Á efnisskránni í Eldborg í maí verður verk eftir Helga sjálfan við tónlist eftir Tchaikovsky og eftir breska danshöfundinn Christopher Wheeldon, við tónlist eftir Bosso og Vivaldi. Þá verður sýnt verk eftir hinn rússneska Alexei Ratmansky við tónlist eftir Shostakovich. Wheeldon og Ratmansky starfa reglulega með San Francisco ballettinum og eru þekktir fyrir verk í hinum nýklassíska stíl sem George Balanchine innleiddi í ballettheiminn. Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur tónlistina á sýningu San Francisco ballettsins í Hörpu á Listahátíð, undir stjórn Martin West, tónlistarstjóra og aðalstjórnanda hljómsveitar San Francisco ballettsins en hann þykir vera einn fremsti stjórnandi balletttónlistar í heiminum. Þetta er í fyrsta sinn sem San Francisco ballettinn dansar á Íslandi við lifandi tónlist en í fjórða sinn sem gestir Listahátíðar njóta listfengis hans.
Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Fleiri fréttir Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Sjá meira