Ertu með stórar tilfinningar? Steinunn Anna Sigurjónsdóttir og sálfræðingur skrifa 14. desember 2015 14:00 visir/getty Ég óð út í haustnepjuna á stuttermabolnum einum klæða. Ég var rétt rúmlega 20 ára gömul og í ástarsorg. Ég man eftir því að langa bara að verða úti einhvers staðar á heiðinni, svona eins og í Wuthering Heights. Seinna gekk ég um Hólavallakirkjugarð við Suðurgötu með Evanescence í eyrunum og hugsaði um að deyja. Tengdaforeldrar mínir buðu mér til Disney World í Flórída þegar ég var rétt rúmlega þrítug. Ég fór að gráta þegar ég sá hliðið?… ég átti erfitt með að fara ekki í ugly cry. Dóttir mín verður stundum reið við mig. Mjög reið við mig! Þá segir hún mér að ég sé EKKI mamma hennar?… að ég elski hana ekki?… og hún ÖSKRAR?… HÁTT!!!! Í vinnunni minni hitti ég börn og ungmenni með kvíðaraskanir. Við tölum um kvíðanæmi hjá þeim einstaklingum sem virðist meðfætt að bregðast verr við áreitum og vera lengur að jafna sig. Það virðist þurfa minna til að vekja óttaviðbragð hjá þeim og þeirra óttaviðbragð er lengur að ganga til baka. Þessi börn hafa oft hangið aftan á foreldrum sínum frá því þau voru lítil. Þau eiga oft í erfiðleikum með að aðlagast leikskóla og skóla. Þau eru hrædd við myrkrið, hunda og geitunga svo fátt eitt sé nefnt. Þau eru líklegri til þess að þróa með sér kvíðaraskanir seinna meir. En rannsóknir í dag benda frekar til þess að ekki sé um sérstakt kvíðanæmi að ræða heldur frekar viðkvæmara tilfinningakerfi yfirhöfuð. Mér finnst gott að hugsa um þetta sem einstaklinga með stærri tilfinningar almennt. Þegar þau eru reið þá eru þau REIÐ og þegar þau eru döpur þá er ALLT vonlaust. Þegar þau eru kvíðin þá er VOÐINN VÍS o.s.frv. Svona börn þurfa að mæta skilningi á þessum stóru tilfinningum. Þau þurfa að læra að gefa þeim nafn, að vita muninn á reiði og depurð, kvíða og skömm o.s.frv. Þau þurfa að læra að tilfinningar hellast yfir okkur og breyta stundum mati okkar á raunveruleikanum en um leið að þær líða ALLTAF hjá, jafnvel þegar okkur líður eins og þær muni aldrei líða hjá. Þau þurfa að læra að kvíði lætur okkur vilja hætta við að gera eitthvað og segir okkur að eitthvað muni fara á hinn versta veg. Hins vegar er eina leiðin til að sigrast á honum að takast á við það sem við kvíðum og gera það samt. Prófa allavega og sjá hvað gerist. Þau þurfa að læra að depurð telur okkur trú um að við séum ein í heiminum. Að öllum sé sama um okkur. Að við séum misheppnuð og óvelkomin. Að við séum ljót og óaðlaðandi. Að það eina sem geti látið okkur líða betur sé að sofa, borða, skera, drekka, dópa eða á annan hátt loka okkur af frá umheiminum, með tölvu eða Friends í fartölvunni. Hins vegar er eina leiðin til að sigrast á depurð sú að læra að fara samt út í lífið, hitta vini, mæta í skóla eða vinnu. Sumir taka geðdeyfðarlyf til þess að minnka styrkleika tilfinninga sinna. Sumir finna mikinn mun á sér en aðrir tala um að lyfin geri þá flata þar sem þau deyfi ekki bara neikvæðar heldur einnig jákvæðar tilfinningar. Í síðustu viku vaknaði ég í nokkur skipti um morguninn og langaði ekki að vera til. Svo fór ég í vinnuna. Í þessari viku hlakka ég svo til að fara á jólatónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar í desember. Barbara trúður fær mig alltaf til að gráta. Svona ugly cry. Heilsa Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Ég óð út í haustnepjuna á stuttermabolnum einum klæða. Ég var rétt rúmlega 20 ára gömul og í ástarsorg. Ég man eftir því að langa bara að verða úti einhvers staðar á heiðinni, svona eins og í Wuthering Heights. Seinna gekk ég um Hólavallakirkjugarð við Suðurgötu með Evanescence í eyrunum og hugsaði um að deyja. Tengdaforeldrar mínir buðu mér til Disney World í Flórída þegar ég var rétt rúmlega þrítug. Ég fór að gráta þegar ég sá hliðið?… ég átti erfitt með að fara ekki í ugly cry. Dóttir mín verður stundum reið við mig. Mjög reið við mig! Þá segir hún mér að ég sé EKKI mamma hennar?… að ég elski hana ekki?… og hún ÖSKRAR?… HÁTT!!!! Í vinnunni minni hitti ég börn og ungmenni með kvíðaraskanir. Við tölum um kvíðanæmi hjá þeim einstaklingum sem virðist meðfætt að bregðast verr við áreitum og vera lengur að jafna sig. Það virðist þurfa minna til að vekja óttaviðbragð hjá þeim og þeirra óttaviðbragð er lengur að ganga til baka. Þessi börn hafa oft hangið aftan á foreldrum sínum frá því þau voru lítil. Þau eiga oft í erfiðleikum með að aðlagast leikskóla og skóla. Þau eru hrædd við myrkrið, hunda og geitunga svo fátt eitt sé nefnt. Þau eru líklegri til þess að þróa með sér kvíðaraskanir seinna meir. En rannsóknir í dag benda frekar til þess að ekki sé um sérstakt kvíðanæmi að ræða heldur frekar viðkvæmara tilfinningakerfi yfirhöfuð. Mér finnst gott að hugsa um þetta sem einstaklinga með stærri tilfinningar almennt. Þegar þau eru reið þá eru þau REIÐ og þegar þau eru döpur þá er ALLT vonlaust. Þegar þau eru kvíðin þá er VOÐINN VÍS o.s.frv. Svona börn þurfa að mæta skilningi á þessum stóru tilfinningum. Þau þurfa að læra að gefa þeim nafn, að vita muninn á reiði og depurð, kvíða og skömm o.s.frv. Þau þurfa að læra að tilfinningar hellast yfir okkur og breyta stundum mati okkar á raunveruleikanum en um leið að þær líða ALLTAF hjá, jafnvel þegar okkur líður eins og þær muni aldrei líða hjá. Þau þurfa að læra að kvíði lætur okkur vilja hætta við að gera eitthvað og segir okkur að eitthvað muni fara á hinn versta veg. Hins vegar er eina leiðin til að sigrast á honum að takast á við það sem við kvíðum og gera það samt. Prófa allavega og sjá hvað gerist. Þau þurfa að læra að depurð telur okkur trú um að við séum ein í heiminum. Að öllum sé sama um okkur. Að við séum misheppnuð og óvelkomin. Að við séum ljót og óaðlaðandi. Að það eina sem geti látið okkur líða betur sé að sofa, borða, skera, drekka, dópa eða á annan hátt loka okkur af frá umheiminum, með tölvu eða Friends í fartölvunni. Hins vegar er eina leiðin til að sigrast á depurð sú að læra að fara samt út í lífið, hitta vini, mæta í skóla eða vinnu. Sumir taka geðdeyfðarlyf til þess að minnka styrkleika tilfinninga sinna. Sumir finna mikinn mun á sér en aðrir tala um að lyfin geri þá flata þar sem þau deyfi ekki bara neikvæðar heldur einnig jákvæðar tilfinningar. Í síðustu viku vaknaði ég í nokkur skipti um morguninn og langaði ekki að vera til. Svo fór ég í vinnuna. Í þessari viku hlakka ég svo til að fara á jólatónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar í desember. Barbara trúður fær mig alltaf til að gráta. Svona ugly cry.
Heilsa Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira