Skiljanleg reiði Óli Kristján Ármannsson skrifar 11. desember 2015 07:00 Fjöldi fólks frá Albaníu sem festa vill rætur á Íslandi veldur stjórnvöldum nokkrum vandkvæðum, enda fellur fólkið ekki undir skilgreiningar sem notast er við á flóttafólki. Á þetta benti Kristrún Elsa Harðardóttir lögmaður, sem starfað hefur bæði fyrir Útlendingastofnun og sem talsmaður hælisleitenda, í færslu á Facebook í gær. „Í Albaníu er ekki stríð. Þar er öll almenn heilbrigðisþjónusta í lagi og lögregla sem hefur tök á að vernda sína ríkisborgara verði þeir fyrir aðkasti eða ofsóknum,“ segir hún og bendir á að umsóknir þessar tefji afgreiðslu annarra mála, svo sem raunverulegs flóttafólks, svo sem frá Sýrlandi, sem sannarlega sé á flótta til að bjarga lífi og limum. Þá má halda því til haga að í Albaníu hafa hlutir færst hratt til betri vegar síðustu ár. Landið var formlega samþykkt sem umsóknarríki að Evrópusambandinu sumarið 2014 og hefur unnið hörðum höndum að því að uppfylla kröfur sem gerðar eru til aðildarríkja, svo sem varðandi lýðræði og réttaröryggi borgara. Með aðild, sem gæti orðið innan fárra ára geta Albanir ferðast hingað að vild, í samræmi við Evrópuskilmála um frjálsa för fólks. Á hinn bóginn er engin furða að vakið hafi mikla reiði að sjá veikum börnum vísað frá landinu. Bent hefur verið á að hér séum við aðilar að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem kalli á að aðstæður séu metnar eftir þörfum barna þar sem við á. Ekki verður séð að neitt sé hér í lagaumhverfi sem hamli því að mál barna, eins og þeirra tveggja sem vísað var frá landinu með fjölskyldum sínum aðfaranótt fimmtudags, séu skoðuð sérstaklega. Vegna þessarar framgöngu höfðu síðdegis í gær á fimmta þúsund manns skrifað undir áskorun til Ólafar Nordal innanríkisráðherra um að sækja aftur fjölskyldur veiku barnanna. Hvort orð hennar í gær um að farið verði yfir verkferla séu nóg til að sefa reiði fólks yfir framgöngunni er óvíst. Þau vekja þó vissulega von um manneskjulegri framgöngu. Þá væri kannski ekki úr vegi að koma til þingsins frumvarpi um allsherjarendurskoðun á lögum um útlendinga. Þverpólitísk nefnd undir forystu Óttars Proppé, þingmanns Bjartrar framtíðar, skilaði drögum að frumvarpi í ágúst og átti að leggja það fram á haustþinginu. Tilfellið er nefnilega að útlendingalög hér eru með þeim harðari í heiminum og landið í 23. sæti á 38 landa lista Migrant Integration Policy Index, sem nær yfir Evrópu og Nýja-Sjáland, Kanada, Ástralíu, Bandaríkin, Suður-Kóreu og Japan. Í drögunum er tekið á mörgum þeim þáttum þar sem á landið hallar, til dæmis með breytingum á dvalarleyfisflokkum og einföldun skilyrða. Þá eru breytingar sem eiga að stuðla að því að stjórnvöld uppfylli skuldbindingar sínar á alþjóðavettvangi, svo sem vegna réttinda barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Fjöldi fólks frá Albaníu sem festa vill rætur á Íslandi veldur stjórnvöldum nokkrum vandkvæðum, enda fellur fólkið ekki undir skilgreiningar sem notast er við á flóttafólki. Á þetta benti Kristrún Elsa Harðardóttir lögmaður, sem starfað hefur bæði fyrir Útlendingastofnun og sem talsmaður hælisleitenda, í færslu á Facebook í gær. „Í Albaníu er ekki stríð. Þar er öll almenn heilbrigðisþjónusta í lagi og lögregla sem hefur tök á að vernda sína ríkisborgara verði þeir fyrir aðkasti eða ofsóknum,“ segir hún og bendir á að umsóknir þessar tefji afgreiðslu annarra mála, svo sem raunverulegs flóttafólks, svo sem frá Sýrlandi, sem sannarlega sé á flótta til að bjarga lífi og limum. Þá má halda því til haga að í Albaníu hafa hlutir færst hratt til betri vegar síðustu ár. Landið var formlega samþykkt sem umsóknarríki að Evrópusambandinu sumarið 2014 og hefur unnið hörðum höndum að því að uppfylla kröfur sem gerðar eru til aðildarríkja, svo sem varðandi lýðræði og réttaröryggi borgara. Með aðild, sem gæti orðið innan fárra ára geta Albanir ferðast hingað að vild, í samræmi við Evrópuskilmála um frjálsa för fólks. Á hinn bóginn er engin furða að vakið hafi mikla reiði að sjá veikum börnum vísað frá landinu. Bent hefur verið á að hér séum við aðilar að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem kalli á að aðstæður séu metnar eftir þörfum barna þar sem við á. Ekki verður séð að neitt sé hér í lagaumhverfi sem hamli því að mál barna, eins og þeirra tveggja sem vísað var frá landinu með fjölskyldum sínum aðfaranótt fimmtudags, séu skoðuð sérstaklega. Vegna þessarar framgöngu höfðu síðdegis í gær á fimmta þúsund manns skrifað undir áskorun til Ólafar Nordal innanríkisráðherra um að sækja aftur fjölskyldur veiku barnanna. Hvort orð hennar í gær um að farið verði yfir verkferla séu nóg til að sefa reiði fólks yfir framgöngunni er óvíst. Þau vekja þó vissulega von um manneskjulegri framgöngu. Þá væri kannski ekki úr vegi að koma til þingsins frumvarpi um allsherjarendurskoðun á lögum um útlendinga. Þverpólitísk nefnd undir forystu Óttars Proppé, þingmanns Bjartrar framtíðar, skilaði drögum að frumvarpi í ágúst og átti að leggja það fram á haustþinginu. Tilfellið er nefnilega að útlendingalög hér eru með þeim harðari í heiminum og landið í 23. sæti á 38 landa lista Migrant Integration Policy Index, sem nær yfir Evrópu og Nýja-Sjáland, Kanada, Ástralíu, Bandaríkin, Suður-Kóreu og Japan. Í drögunum er tekið á mörgum þeim þáttum þar sem á landið hallar, til dæmis með breytingum á dvalarleyfisflokkum og einföldun skilyrða. Þá eru breytingar sem eiga að stuðla að því að stjórnvöld uppfylli skuldbindingar sínar á alþjóðavettvangi, svo sem vegna réttinda barna.