Erlent

Facebook gerir árið upp í mögnuðu myndbandi

Atli Ísleifsson skrifar
Árið 2015 er senn á enda.
Árið 2015 er senn á enda.
Facebook hefur birt magnað tveggja mínútna myndband þar sem fréttaárið og árið á samfélagsfélagsmiðlinum er gert upp.

Myndbandið var birt í gær, auk lista yfir þau tíu málefni eða fréttamál sem mest var fjallað um á árinu, frá 1. janúar til 1. desember.

Sjá má myndbandið neðst í fréttinni, en þau mál sem mest var fjallað um á árinu voru:

  1. Bandarísku forsetakosningarnar á næsta ári
  2. Hryðjuverkaárásirnar í París 13. nóvember
  3. Borgarastyrjöldin í Sýrlandi og flóttamannavandinn
  4. Jarðskjálftarnir í Nepal
  5. Skuldavandi Grikklands
  6. Hjónabandslöggjöfin í Bandaríkjunum
  7. Stríðið gegn ISIS
  8. Árásin á skrifstofur Charlie Hebdo í París
  9. Mótmælin í Baltimore
  10. Skotárásin í Charleston og deilur um Suðurríkjafánann

2015 Year in Review from Facebook on Vimeo.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×