Prince leyfir veröldinni loksins að heyra útgáfuna hans af Creep Birgir Olgeirsson skrifar 10. desember 2015 10:54 Prince hefur þótt ansi sérlundaður en virðist vera að mildast í afstöðu sinni er varðar birtingu tónlistar hans á netinu. Vísir/Getty Bandaríski tónlistarmaðurinn Prince hefur ákveðið að leyfa veröldinni að heyra útgáfuna sína af Radiohead-laginu Creep sem hann flutti á Coachella-tónlistarhátíðinni árið 2008. Fáir áttu von á þessu útspili Prince að flytja lagið en svo fór að þessi uppákoma var aðeins aðgengileg í minningum þeirra sem voru viðstaddir tónleikana.Prince ákvað fyrir nokkrum árum að fjarlægja alla tónlist sína af Internetinu og lýsti því yfir í viðtali árið 2010 að Internetið væri ekki lengur kúl. „Internetið er algjörlega búið. Ég sé ekki af hverju ég á að gefa iTunes nýju tónlistina mína eða einhverjum öðrum. Þeir neita að borga mér fyrir fram og verða reiðir ef þeir fá ekki tónlistaina mína. Internetið er eins og MTV. Einu sinni var MTV kúl en með tímanum varð það glatað. Hvað um það, allar þessar tölvur og stafrænu tæki eru ekki til góðs. Þau fylla huga okkar af tölum og það getur ekki verið gott,“ sagði Prince við NME-tímaritið árið 2010. Hann hefur þó mildast töluvert í þessari afstöðu sinni síðustu ár en þó bólaði ekkert á þessari útgáfu hans af Creep með Radiohead. Meira segja söngvari sveitarinnar Thom Yorke, sem líkti nýverið myndbandavefnum YouTube við listaverkaþjófnaðinn sem átti sér stað í seinni heimsstyrjöldinni, hafði reynt að fá Prince til að setja þessa útgáfu af Creep á netið. Yorke benti á að Prince hefði tæplega rétt á því að banna birtingu myndbandsins vegna höfundaréttarlaga, þar sem hann hefði hvorki samið lagið né ætti hann myndbandið. Aðdáendur Prince voru hins vegar bænheyrði á mánudag þegar hann deildi myndbandinu af laginu á Twitter sem heyra má hér fyrir neðan. Tónlist Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Sjá meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn Prince hefur ákveðið að leyfa veröldinni að heyra útgáfuna sína af Radiohead-laginu Creep sem hann flutti á Coachella-tónlistarhátíðinni árið 2008. Fáir áttu von á þessu útspili Prince að flytja lagið en svo fór að þessi uppákoma var aðeins aðgengileg í minningum þeirra sem voru viðstaddir tónleikana.Prince ákvað fyrir nokkrum árum að fjarlægja alla tónlist sína af Internetinu og lýsti því yfir í viðtali árið 2010 að Internetið væri ekki lengur kúl. „Internetið er algjörlega búið. Ég sé ekki af hverju ég á að gefa iTunes nýju tónlistina mína eða einhverjum öðrum. Þeir neita að borga mér fyrir fram og verða reiðir ef þeir fá ekki tónlistaina mína. Internetið er eins og MTV. Einu sinni var MTV kúl en með tímanum varð það glatað. Hvað um það, allar þessar tölvur og stafrænu tæki eru ekki til góðs. Þau fylla huga okkar af tölum og það getur ekki verið gott,“ sagði Prince við NME-tímaritið árið 2010. Hann hefur þó mildast töluvert í þessari afstöðu sinni síðustu ár en þó bólaði ekkert á þessari útgáfu hans af Creep með Radiohead. Meira segja söngvari sveitarinnar Thom Yorke, sem líkti nýverið myndbandavefnum YouTube við listaverkaþjófnaðinn sem átti sér stað í seinni heimsstyrjöldinni, hafði reynt að fá Prince til að setja þessa útgáfu af Creep á netið. Yorke benti á að Prince hefði tæplega rétt á því að banna birtingu myndbandsins vegna höfundaréttarlaga, þar sem hann hefði hvorki samið lagið né ætti hann myndbandið. Aðdáendur Prince voru hins vegar bænheyrði á mánudag þegar hann deildi myndbandinu af laginu á Twitter sem heyra má hér fyrir neðan.
Tónlist Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Sjá meira