Lúxusmúslí fyrir útvalda ástvini Sólveig Gísladóttir skrifar 10. desember 2015 14:00 Lúxusmúslí með súkkulaði. Díana Rós A. Rivera býr til múslí fyrir jólin og gefur þeim sem hún elskar. Hún fór af stað með matarblogg sitt, La cocina, í október eftir mikla hvatningu frá vinum og ættingjum.La Cocina Díana Rós heldur úti matarbloggsíðunni lacocinasite.wordpress.com þar sem finna má ýmsar girnilegar uppskriftir.Ég er alltaf að reyna að finna eitthvað sniðugt, ódýrt, einfalt en skemmtilegt til að gefa fólki í jólagjöf. Eitt árið ákvað ég að gera múslí. Ég skoðaði alls konar uppskriftir og þróaði síðan mína eigin útgáfu sem reyndar breytist í hvert sinn sem ég geri hana,“ segir Díana Rós en uppskriftin sem hún gefur nú er alveg ný. „Þetta er svona lúxusútgáfa af múslí, alveg ekta til að fá sér milli jóla og nýárs.“ Hún mælir með að borða múslíið með mjólk þó hún viti til þess að sumir borði það beint upp úr krukkunni eins og snakk. „Það eru nokkrar sem eru búnar að biðja sérstaklega um að fá múslí í ár. Ég veit að þær hamstra það og gefa engum með sér,“ segir hún glettin. Díana hefur ávallt haft mikinn matreiðsluáhuga. „Hann vaknaði þegar ég var lítil stelpa að elda með pabba. Hann leyfði mér að vera með í öllu en matreiðslan er hans helsta ástríða. Hann býr í Svíþjóð og þegar ég kom til hans á sumrin vorum við annaðhvort í eldhúsinu eða á mörkuðum að ná okkur í hráefni,“ segir Díana sem opnaði matarbloggið sitt lacocinasite.wordpress.com í október. „Ég var oft að setja myndir á Facebook og fólk var sífellt að biðja mig um uppskriftir og ýta á mig að búa til blogg. Ég lét því loks undan og finnst þetta bara gaman.“ Díana segist vera talsvert jólabarn og vera afar flink að vera ekki stressuð fyrir jólin. „Enda er ég yfirleitt búin að flestu í nóvember,“ segir hún glaðlega.Vinsæl gjöf Strax í október voru nokkrar vinkonur og frænkur búnar að panta jólamúslíið hennar Díönu í jólagjöf. Mynd/Anton BrinkHátíðarmúslí8 dl haframjöl1 dl sólblómafræ1 dl graskersfræ1 dl saxaðar möndlur1 dl saxaðar valhnetur1 dl salthneturBlandið öllu saman í stórri skál og snúið ykkur svo að hunangsleginum. Hunangslögur1½ dl kókosolía1½ dl hunang2 msk. hlynsíróp2 msk. hnetusmjör1 msk. kakó1 tsk. kanill½ tsk. salt Setjið allt í pott og blandið saman við vægan hita. Takið pottinn af hellunni áður en suðan kemur upp og hellið leginum yfir þurrefnin í skálinni. Blandið mjög vel saman með sleif. Setjið bökunarpappír á tvær ofnplötur, skiptið múslíinu á plöturnar og dreifið vel úr. Ristið í ofni við 160°C á blæstri í 10 mínútur. Takið plöturnar út, hrærið aðeins í múslíinu og ristið í 10 mín. í viðbót. Látið múslíið kólna góða stund, það er mjúkt þegar það kemur úr ofninum og verður stökkt þegar það kólnar. Þegar múslíið er orðið kalt fer út í:2 dl trönuber1 dl rúsínur1 dl saxað 70% súkkulaði1 dl ristaðar kókosflögur Hægt er að gera múslíið sætara með því að bæta við skeið af hlynsírópi í löginn eða velja súkkulaði með minna kakómagni. Það er líka hægt velja sér hnetur og fræ eftir smekk og alltaf gaman að breyta til, sleppa einu og bæta öðru við. Jólafréttir Mest lesið Jóla-aspassúpa Jól Óvæntir dýrgripir undir jólatrénu Jólin Jólavættirnir Surtla og Sighvatur á vegg Safnahússins Jól Flottar borðskreytingar fyrir aðventuboðin Jólin Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Bo Hall: Þakklátur fyrir öll jól Jól Rafræn jólakort Jólin Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 7. desember Jól Borða með góðri samvisku Jól Jólaguðspjallið Jól
Díana Rós A. Rivera býr til múslí fyrir jólin og gefur þeim sem hún elskar. Hún fór af stað með matarblogg sitt, La cocina, í október eftir mikla hvatningu frá vinum og ættingjum.La Cocina Díana Rós heldur úti matarbloggsíðunni lacocinasite.wordpress.com þar sem finna má ýmsar girnilegar uppskriftir.Ég er alltaf að reyna að finna eitthvað sniðugt, ódýrt, einfalt en skemmtilegt til að gefa fólki í jólagjöf. Eitt árið ákvað ég að gera múslí. Ég skoðaði alls konar uppskriftir og þróaði síðan mína eigin útgáfu sem reyndar breytist í hvert sinn sem ég geri hana,“ segir Díana Rós en uppskriftin sem hún gefur nú er alveg ný. „Þetta er svona lúxusútgáfa af múslí, alveg ekta til að fá sér milli jóla og nýárs.“ Hún mælir með að borða múslíið með mjólk þó hún viti til þess að sumir borði það beint upp úr krukkunni eins og snakk. „Það eru nokkrar sem eru búnar að biðja sérstaklega um að fá múslí í ár. Ég veit að þær hamstra það og gefa engum með sér,“ segir hún glettin. Díana hefur ávallt haft mikinn matreiðsluáhuga. „Hann vaknaði þegar ég var lítil stelpa að elda með pabba. Hann leyfði mér að vera með í öllu en matreiðslan er hans helsta ástríða. Hann býr í Svíþjóð og þegar ég kom til hans á sumrin vorum við annaðhvort í eldhúsinu eða á mörkuðum að ná okkur í hráefni,“ segir Díana sem opnaði matarbloggið sitt lacocinasite.wordpress.com í október. „Ég var oft að setja myndir á Facebook og fólk var sífellt að biðja mig um uppskriftir og ýta á mig að búa til blogg. Ég lét því loks undan og finnst þetta bara gaman.“ Díana segist vera talsvert jólabarn og vera afar flink að vera ekki stressuð fyrir jólin. „Enda er ég yfirleitt búin að flestu í nóvember,“ segir hún glaðlega.Vinsæl gjöf Strax í október voru nokkrar vinkonur og frænkur búnar að panta jólamúslíið hennar Díönu í jólagjöf. Mynd/Anton BrinkHátíðarmúslí8 dl haframjöl1 dl sólblómafræ1 dl graskersfræ1 dl saxaðar möndlur1 dl saxaðar valhnetur1 dl salthneturBlandið öllu saman í stórri skál og snúið ykkur svo að hunangsleginum. Hunangslögur1½ dl kókosolía1½ dl hunang2 msk. hlynsíróp2 msk. hnetusmjör1 msk. kakó1 tsk. kanill½ tsk. salt Setjið allt í pott og blandið saman við vægan hita. Takið pottinn af hellunni áður en suðan kemur upp og hellið leginum yfir þurrefnin í skálinni. Blandið mjög vel saman með sleif. Setjið bökunarpappír á tvær ofnplötur, skiptið múslíinu á plöturnar og dreifið vel úr. Ristið í ofni við 160°C á blæstri í 10 mínútur. Takið plöturnar út, hrærið aðeins í múslíinu og ristið í 10 mín. í viðbót. Látið múslíið kólna góða stund, það er mjúkt þegar það kemur úr ofninum og verður stökkt þegar það kólnar. Þegar múslíið er orðið kalt fer út í:2 dl trönuber1 dl rúsínur1 dl saxað 70% súkkulaði1 dl ristaðar kókosflögur Hægt er að gera múslíið sætara með því að bæta við skeið af hlynsírópi í löginn eða velja súkkulaði með minna kakómagni. Það er líka hægt velja sér hnetur og fræ eftir smekk og alltaf gaman að breyta til, sleppa einu og bæta öðru við.
Jólafréttir Mest lesið Jóla-aspassúpa Jól Óvæntir dýrgripir undir jólatrénu Jólin Jólavættirnir Surtla og Sighvatur á vegg Safnahússins Jól Flottar borðskreytingar fyrir aðventuboðin Jólin Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Bo Hall: Þakklátur fyrir öll jól Jól Rafræn jólakort Jólin Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 7. desember Jól Borða með góðri samvisku Jól Jólaguðspjallið Jól