Maia: Ég er betri en Gunnar Nelson í gólfinu | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. desember 2015 12:30 Demian Maia er frábær gólfglímumaður. v´siir/getty Eins og aðrir bardagamenn á UFC 194 kvöldinu sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 03.00 aðfaranótt sunnudags sat Demian Maia fyrir svörum á fjölmiðladeginum í gær. Brasilíumaðurinn Maia mætir Gunnari Nelson í búrinu á laugardaginn, en þessi þrautreyndi bardagakappi er í sjötta sæti á styrkleikalista veltivigtarinar í UFC. Gunnar er í 12. sæti.Sjá einnig:Þetta er maðurinn sem ætlar að vinna Gunnar Nelson á laugardaginn Margir áhugamenn um UFC og blandaðar bardagalistir hafa viljað sjá Maia og Gunnar berjast í langan tíma því þeir eru taldir tveir af allra bestu gólfglímumönnum heims. Báðir eru með svarta beltið í brasilísku jiu jitsu. „Þú talaðir nú sjálfur um þennan bardaga fyrir löngu síðan,“ sagði Maia hress í viðtali við MMA-stjörnublaðamanninn Ariel Helwani í gær.Demian Maia situr fyrir svörum í gær.vísir/gettyVill berjast aftur um titilinn Maia er ósáttur við stöðu sína á styrkleikalistanum og finnst hann ekki njóta nógu mikillar virðingar. Honum finnst hann eiga vera ofar og vill fá tækifæri til að bera heimsmeistarabeltið um mittið.Sjá einnig:UFC-veisla í Vegas „Ég vil berjast um titilinn aftur. Ef það hjálpar mér á þeirri leið að vinna Gunnar þá er það besta mál. Ég vona bara að ef ég vinni þá njóti sigurinn virðingar. Ég er enn í sjötta sæti þrátt fyrir að vinna síðast,“ sagði Maia sem viðurkennir að hann tók snemma eftir Gunnari Nelson. „Ég sá hann þegar hann var að byrja í UFC. Þá voru margir að tala um hann. Fólk var mjög hrifið af því hvernig hann notaði jiu jitsu og var að klára bardaga. Þá fór fólk fyrst að tala um að við gætum barist og nú er komið að því.“Gunnar kom á óvart með frábærum höggleik gegn Brandon Thatch.vísir/gettyTil í að fara í gólfið Maia er enginn vélbyssukjaftur frekar en Gunnar og ber mikla virðingu fyrir mótherjum sínum. Hann segir okkar mann betri en sjálfan sig í einum hlut en þegar kemur að gólfglímu er ekki spurning um hvor sé betri.Sjá einnig:Gunnar kýlir miklu fastar en Conor | Sjáðu fyrstu dagbókina „Gunnar er líklega aðeins betri að kýla. Ég veit samt ekki hvert bardaginn fer, en Gunnar hefur meiri trú á höggunum sínum en ég á mínum. Ég er samt betri í gólfglímu. Hann er góður í jiu jitsu en ég er samt betri,“ sagði Maia. „Hann segist vilja fara í gólfið. Kannski verður hans taktík að halda bardaganum standandi en hann segist vilja fara í gólfið. Hann segist ekki vera hræddur við mig í gólfinu og vill spreyta sig gegn mér þannig við sjáum bara til,“ sagði Demian Maia. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. MMA Tengdar fréttir Kúrekarnir hafa tekið yfir MGM Grand Blaðamaður Vísis átti von á því að sjá háværa Íra um allt MGM Grand-hótelið en þess í stað er hótelið stóra í Las Vegas yfirfullt af kúrekum. 10. desember 2015 12:00 Gunnar og Conor gera jafnvægisæfingar í sólinni | Sjáðu nýju UFC dagbækurnar Gunnar Nelson og Conor McCregor fara óhefðbundnar leiðir í undirbúningi sínum fyrir UFC 194. 9. desember 2015 13:00 Gunnar Nelson: Gæði sigranna skiptir meira máli en fjöldi þeirra Gunnar Nelson átti þriðju bestu ummælin á fjölmiðladegi UFC 194 í gær. 10. desember 2015 10:45 Víkingaför Gunnars Nelson um heiminn Gunnar Nelson heyr sinn sjöunda UFC-bardaga á ferlinum aðfaranótt sunnudags þegar hann glímir við Demian Maia. Stokkhólmur er eini staðurinn þar sem honum hefur ekki tekist að vinna sigur í UFC. 9. desember 2015 07:00 Steindauður blaðamannafundur hjá UFC Það var talsvert mikil spenna fyrir blaðamannafundi UFC í kvöld þegar fjórar stærstu stjörnurnar á UFC 194 mættu og svöruðu blaðamönnum. Meira að segja vélbyssukjafturinn Conor McGregor var rólegur. 9. desember 2015 23:30 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira
Eins og aðrir bardagamenn á UFC 194 kvöldinu sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 03.00 aðfaranótt sunnudags sat Demian Maia fyrir svörum á fjölmiðladeginum í gær. Brasilíumaðurinn Maia mætir Gunnari Nelson í búrinu á laugardaginn, en þessi þrautreyndi bardagakappi er í sjötta sæti á styrkleikalista veltivigtarinar í UFC. Gunnar er í 12. sæti.Sjá einnig:Þetta er maðurinn sem ætlar að vinna Gunnar Nelson á laugardaginn Margir áhugamenn um UFC og blandaðar bardagalistir hafa viljað sjá Maia og Gunnar berjast í langan tíma því þeir eru taldir tveir af allra bestu gólfglímumönnum heims. Báðir eru með svarta beltið í brasilísku jiu jitsu. „Þú talaðir nú sjálfur um þennan bardaga fyrir löngu síðan,“ sagði Maia hress í viðtali við MMA-stjörnublaðamanninn Ariel Helwani í gær.Demian Maia situr fyrir svörum í gær.vísir/gettyVill berjast aftur um titilinn Maia er ósáttur við stöðu sína á styrkleikalistanum og finnst hann ekki njóta nógu mikillar virðingar. Honum finnst hann eiga vera ofar og vill fá tækifæri til að bera heimsmeistarabeltið um mittið.Sjá einnig:UFC-veisla í Vegas „Ég vil berjast um titilinn aftur. Ef það hjálpar mér á þeirri leið að vinna Gunnar þá er það besta mál. Ég vona bara að ef ég vinni þá njóti sigurinn virðingar. Ég er enn í sjötta sæti þrátt fyrir að vinna síðast,“ sagði Maia sem viðurkennir að hann tók snemma eftir Gunnari Nelson. „Ég sá hann þegar hann var að byrja í UFC. Þá voru margir að tala um hann. Fólk var mjög hrifið af því hvernig hann notaði jiu jitsu og var að klára bardaga. Þá fór fólk fyrst að tala um að við gætum barist og nú er komið að því.“Gunnar kom á óvart með frábærum höggleik gegn Brandon Thatch.vísir/gettyTil í að fara í gólfið Maia er enginn vélbyssukjaftur frekar en Gunnar og ber mikla virðingu fyrir mótherjum sínum. Hann segir okkar mann betri en sjálfan sig í einum hlut en þegar kemur að gólfglímu er ekki spurning um hvor sé betri.Sjá einnig:Gunnar kýlir miklu fastar en Conor | Sjáðu fyrstu dagbókina „Gunnar er líklega aðeins betri að kýla. Ég veit samt ekki hvert bardaginn fer, en Gunnar hefur meiri trú á höggunum sínum en ég á mínum. Ég er samt betri í gólfglímu. Hann er góður í jiu jitsu en ég er samt betri,“ sagði Maia. „Hann segist vilja fara í gólfið. Kannski verður hans taktík að halda bardaganum standandi en hann segist vilja fara í gólfið. Hann segist ekki vera hræddur við mig í gólfinu og vill spreyta sig gegn mér þannig við sjáum bara til,“ sagði Demian Maia. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.
MMA Tengdar fréttir Kúrekarnir hafa tekið yfir MGM Grand Blaðamaður Vísis átti von á því að sjá háværa Íra um allt MGM Grand-hótelið en þess í stað er hótelið stóra í Las Vegas yfirfullt af kúrekum. 10. desember 2015 12:00 Gunnar og Conor gera jafnvægisæfingar í sólinni | Sjáðu nýju UFC dagbækurnar Gunnar Nelson og Conor McCregor fara óhefðbundnar leiðir í undirbúningi sínum fyrir UFC 194. 9. desember 2015 13:00 Gunnar Nelson: Gæði sigranna skiptir meira máli en fjöldi þeirra Gunnar Nelson átti þriðju bestu ummælin á fjölmiðladegi UFC 194 í gær. 10. desember 2015 10:45 Víkingaför Gunnars Nelson um heiminn Gunnar Nelson heyr sinn sjöunda UFC-bardaga á ferlinum aðfaranótt sunnudags þegar hann glímir við Demian Maia. Stokkhólmur er eini staðurinn þar sem honum hefur ekki tekist að vinna sigur í UFC. 9. desember 2015 07:00 Steindauður blaðamannafundur hjá UFC Það var talsvert mikil spenna fyrir blaðamannafundi UFC í kvöld þegar fjórar stærstu stjörnurnar á UFC 194 mættu og svöruðu blaðamönnum. Meira að segja vélbyssukjafturinn Conor McGregor var rólegur. 9. desember 2015 23:30 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira
Kúrekarnir hafa tekið yfir MGM Grand Blaðamaður Vísis átti von á því að sjá háværa Íra um allt MGM Grand-hótelið en þess í stað er hótelið stóra í Las Vegas yfirfullt af kúrekum. 10. desember 2015 12:00
Gunnar og Conor gera jafnvægisæfingar í sólinni | Sjáðu nýju UFC dagbækurnar Gunnar Nelson og Conor McCregor fara óhefðbundnar leiðir í undirbúningi sínum fyrir UFC 194. 9. desember 2015 13:00
Gunnar Nelson: Gæði sigranna skiptir meira máli en fjöldi þeirra Gunnar Nelson átti þriðju bestu ummælin á fjölmiðladegi UFC 194 í gær. 10. desember 2015 10:45
Víkingaför Gunnars Nelson um heiminn Gunnar Nelson heyr sinn sjöunda UFC-bardaga á ferlinum aðfaranótt sunnudags þegar hann glímir við Demian Maia. Stokkhólmur er eini staðurinn þar sem honum hefur ekki tekist að vinna sigur í UFC. 9. desember 2015 07:00
Steindauður blaðamannafundur hjá UFC Það var talsvert mikil spenna fyrir blaðamannafundi UFC í kvöld þegar fjórar stærstu stjörnurnar á UFC 194 mættu og svöruðu blaðamönnum. Meira að segja vélbyssukjafturinn Conor McGregor var rólegur. 9. desember 2015 23:30