Madonna hélt óvænta samstöðutónleika á Lýðveldistorginu í París Birgir Olgeirsson skrifar 10. desember 2015 08:10 Madonna ásamt syni sínum David Banda og gítarleikaranum Monte Pittman á Lýðveldistorginu í París í gærkvöldi. Vísir/Youtube Bandaríska tónlistarkonan Madonna hélt óvænta samstöðutónleika á Lýðveldistorginu, Place de la Republique, í París, Frakklandi, í gærkvöldi. Hún hafði nýlokið við að spila á uppseldum tónleikum á AccorHotels-leikvanginum þegar hún sendi út boð til aðdáenda sinna á Twitter um að mæta við minnisvarða á torginu um hryðjuverkaárásir í borginni 13. nóvember síðastliðinn.Im singing some songs in place de la republique. Meet me there now #Paris . #rightnow #aftershow#rebelheartour pic.twitter.com/MJekIHtUTI— Madonna (@Madonna) December 10, 2015 Fljótlega myndaðist stór hópur á torginu og tóku myndbönd og ljósmyndir að birtast á samfélagsmiðlum þar sem Madonna sást syngja sín eigin lög og einnig Imagine ef John Lennon. @Madonna love for Paris... #imagine A video posted by Guy Oseary (@guyoseary) on Dec 9, 2015 at 4:05pm PST Á Instagram-síðu sinni sagðist Madonna hafa sungið friðarlög með syni sínum David Banda og gítarleikaranum Monte Pittman. Singing songs for Peace with David and Monte after my show in Paris! at Place de la Republique #rebelheartour @jr A video posted by Madonna (@madonna) on Dec 9, 2015 at 5:44pm PST Á tónleikum í Stokkhólmi í Svíþjóð, skömmu eftir árásirnar í París, greindi Madonna frá því hvers vegna hún ætlaði að halda Evróputúr sínum áfram. „Ég er á báðum áttum. Ég er hugsi yfir því hvers vegna ég er hér að dansa og skemmta mér á meðan aðrir syrgja ástvini sína. Það er hins vegar ætlunarverk þessa fólks. Það vill þagga niður í okkur. Og við megum ekki láta það gerast.“ Hún bað því næst um mínútu þögn til minningar um fórnarlömb árásanna í París áður en hún hóf að syngja lag sitt Like a Prayer. Hún söng það lag einmitt í gærkvöldi en eftir flutninginn sendi hún fingurkossa til áhorfenda og hrópaði: Friður! Tónlist Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Fleiri fréttir Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Sjá meira
Bandaríska tónlistarkonan Madonna hélt óvænta samstöðutónleika á Lýðveldistorginu, Place de la Republique, í París, Frakklandi, í gærkvöldi. Hún hafði nýlokið við að spila á uppseldum tónleikum á AccorHotels-leikvanginum þegar hún sendi út boð til aðdáenda sinna á Twitter um að mæta við minnisvarða á torginu um hryðjuverkaárásir í borginni 13. nóvember síðastliðinn.Im singing some songs in place de la republique. Meet me there now #Paris . #rightnow #aftershow#rebelheartour pic.twitter.com/MJekIHtUTI— Madonna (@Madonna) December 10, 2015 Fljótlega myndaðist stór hópur á torginu og tóku myndbönd og ljósmyndir að birtast á samfélagsmiðlum þar sem Madonna sást syngja sín eigin lög og einnig Imagine ef John Lennon. @Madonna love for Paris... #imagine A video posted by Guy Oseary (@guyoseary) on Dec 9, 2015 at 4:05pm PST Á Instagram-síðu sinni sagðist Madonna hafa sungið friðarlög með syni sínum David Banda og gítarleikaranum Monte Pittman. Singing songs for Peace with David and Monte after my show in Paris! at Place de la Republique #rebelheartour @jr A video posted by Madonna (@madonna) on Dec 9, 2015 at 5:44pm PST Á tónleikum í Stokkhólmi í Svíþjóð, skömmu eftir árásirnar í París, greindi Madonna frá því hvers vegna hún ætlaði að halda Evróputúr sínum áfram. „Ég er á báðum áttum. Ég er hugsi yfir því hvers vegna ég er hér að dansa og skemmta mér á meðan aðrir syrgja ástvini sína. Það er hins vegar ætlunarverk þessa fólks. Það vill þagga niður í okkur. Og við megum ekki láta það gerast.“ Hún bað því næst um mínútu þögn til minningar um fórnarlömb árásanna í París áður en hún hóf að syngja lag sitt Like a Prayer. Hún söng það lag einmitt í gærkvöldi en eftir flutninginn sendi hún fingurkossa til áhorfenda og hrópaði: Friður!
Tónlist Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Fleiri fréttir Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Sjá meira