Segja ekki teikn á lofti um bólumyndun á húsnæðismarkaði Sæunn Gísladóttir skrifar 10. desember 2015 07:00 Greiningardeild Arion banka spáir 30 prósenta verðhækkun að nafnvirði á íbúðarhúsnæði fram til ársins 2018. vísir/pjetur Greiningardeild Arion banka spáir 30 prósenta verðhækkun að nafnvirði á íbúðarhúsnæði fram til ársins 2018. Verðhækkanir hafa verið umfram verðlag í fjögur ár. Hins vegar sjá greiningaraðilar ekki teikn á lofti um bólumyndun. Eftirspurn á leigumarkaði er að dvína og fleiri eru að kaupa eigið húsnæði. Þetta var meðal þess sem kom fram á morgunfundi Arion banka um húsnæðismarkaðinn í gær. Fram til 2018 spáir greiningardeildin 14,7 prósenta raunverðshækkun á íbúðarhúsnæði. Fram kom á fundinum að síðustu tíu ár hefur húsnæðismarkaðurinn ekki verið í jafnvægi á Íslandi. Spáð er áframhaldandi hækkunum á húsnæðisverði fram til ársins 2016 en svo muni hægja á verðhækkunum þegar nýbyggingar bætast í framboðið árin 2017 og 2018. Ýmsir óvissuþættir, meðal annars áhrif húsnæðisfrumvarpa og önnur opinber inngrip, ferðamenn og fleira, geta haft áhrif á húsnæðismarkaðinn. Fram kom í ávarpi Konráðs S. Guðjónssonar, sérfræðings hjá greiningardeildinni, á fundinum að augljós bóla hefði verið á húsnæðismarkaði frá árinu 2004 fram til hrunsins árið 2008. Hins vegar séu ekki teikn á lofti um bólumyndun nú. Kaupmáttur ráðstöfunartekna hafi hækkað í svipuðum takti og fasteignaverð síðustu ár. Hlutfall heimila á leigumarkaði heldur áfram að lækka. Leigjendum á almennum markaði fjölgar lítillega, en leigjendum með sérstök úrræði fækkar. Kaupsamningar eru aftur orðnir fleiri en leigusamningar, í fyrsta sinn síðan 2007. Stærsti hópurinn á Íslandi er eigendur með húsnæðislán, 62 prósent, leigumarkaðurinn er 22 prósent en 16 prósent búa í skuldlausri eign. Greiningardeildin spáir því að fólk eigi frekar eftir að flytjast af leigumarkaði næstu árin miðað við horfur í hagkerfinu. Talið er að fjárfestingaáætlanir í íbúðum á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum muni duga til að mæta þörfinni fram til ársins 2018. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Greiningardeild Arion banka spáir 30 prósenta verðhækkun að nafnvirði á íbúðarhúsnæði fram til ársins 2018. Verðhækkanir hafa verið umfram verðlag í fjögur ár. Hins vegar sjá greiningaraðilar ekki teikn á lofti um bólumyndun. Eftirspurn á leigumarkaði er að dvína og fleiri eru að kaupa eigið húsnæði. Þetta var meðal þess sem kom fram á morgunfundi Arion banka um húsnæðismarkaðinn í gær. Fram til 2018 spáir greiningardeildin 14,7 prósenta raunverðshækkun á íbúðarhúsnæði. Fram kom á fundinum að síðustu tíu ár hefur húsnæðismarkaðurinn ekki verið í jafnvægi á Íslandi. Spáð er áframhaldandi hækkunum á húsnæðisverði fram til ársins 2016 en svo muni hægja á verðhækkunum þegar nýbyggingar bætast í framboðið árin 2017 og 2018. Ýmsir óvissuþættir, meðal annars áhrif húsnæðisfrumvarpa og önnur opinber inngrip, ferðamenn og fleira, geta haft áhrif á húsnæðismarkaðinn. Fram kom í ávarpi Konráðs S. Guðjónssonar, sérfræðings hjá greiningardeildinni, á fundinum að augljós bóla hefði verið á húsnæðismarkaði frá árinu 2004 fram til hrunsins árið 2008. Hins vegar séu ekki teikn á lofti um bólumyndun nú. Kaupmáttur ráðstöfunartekna hafi hækkað í svipuðum takti og fasteignaverð síðustu ár. Hlutfall heimila á leigumarkaði heldur áfram að lækka. Leigjendum á almennum markaði fjölgar lítillega, en leigjendum með sérstök úrræði fækkar. Kaupsamningar eru aftur orðnir fleiri en leigusamningar, í fyrsta sinn síðan 2007. Stærsti hópurinn á Íslandi er eigendur með húsnæðislán, 62 prósent, leigumarkaðurinn er 22 prósent en 16 prósent búa í skuldlausri eign. Greiningardeildin spáir því að fólk eigi frekar eftir að flytjast af leigumarkaði næstu árin miðað við horfur í hagkerfinu. Talið er að fjárfestingaáætlanir í íbúðum á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum muni duga til að mæta þörfinni fram til ársins 2018.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent