Íslendingar opna 100 ísbúðir í Kína Sæunn Gísladóttir skrifar 10. desember 2015 07:00 Úr einni af ísbúðunum Lúðvík Georgsson, Íslendingur sem rekur jógúrtísbúðirnar Yogiboost í Svíþjóð, hefur gert samning við kínverskt fyrirtæki um að hundrað Yogiboost-ísbúðir verði opnaðar í Kína á næstu fimm árum. Árlegar sölutekjur í búðunum í Kína gætu numið allt að 700 milljónum sænskra króna, jafnvirði rúmlega 10 milljarða íslenskra króna. Lúðvík Georgsson opnaði fyrstu Yogiboost-búðina í Svíþjóð í maí 2013, og hefur opnað fimm í viðbót síðan þá. Um er að ræða sannkallað fjölskyldufyrirtæki, Lúðvík er stofnandi og stjórnarformaður, sonur hans David Engler Ludviksson er framkvæmdastjóri, og annar sonur hans er rekstrarstjóri búðanna. Lúðvík vann áður hjá IKEA í sextán ár og var einn af stofnendum Iceland Express. „Fyrir rúmlega þremur árum settumst við fjölskyldan niður og ræddum hvort væri ekki gaman að gera eitthvað saman. Við erum Íslendingar og erum óð í ís og fannst vanta eitthvað hérna í Svíþjóð sem við höfðum bæði rekist á á Íslandi og í Ameríku. Við gerðum svo viðskiptaáætlun og hönnuðum alla hugmyndina í kringum þetta,“ segir Lúðvík. Verslanirnar eru með sjálfsafgreiðslu og geta viðskiptavinir valið um tíu mismunandi bragðtegundir af jógúrtís og milli 70 mismunandi tegunda af kurli. „Möguleikarnir eru óendanlegir til að búa til það sem einstaklingurinn girnist. Við höfum svo tekið þetta aðeins lengra með því að bjóða upp á mjólkurhristing, smoothie, kaffi og kökur, svo að markhópurinn geti orðið breiðari,“ segir Lúðvík. Búðirnar í Kína eru með sérleyfi til að selja ísinn og verða búðirnar þar nákvæmlega eins og í Svíþjóð. Yogiboost er einnig í viðræðum við aðila í öðrum Evrópulöndum og í Mið-Austurlöndum um að opna verslanir þar. „Samningurinn í Kína er búinn að eiga sér langan aðdraganda. Við höfum lært mikið af honum í sambandi við samningagerðir og reglugerðir, sem gerir það að verkum að við verðum miklu fljótari að ganga frá samningum við næstu lönd,“ segir Lúðvík. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Lúðvík Georgsson, Íslendingur sem rekur jógúrtísbúðirnar Yogiboost í Svíþjóð, hefur gert samning við kínverskt fyrirtæki um að hundrað Yogiboost-ísbúðir verði opnaðar í Kína á næstu fimm árum. Árlegar sölutekjur í búðunum í Kína gætu numið allt að 700 milljónum sænskra króna, jafnvirði rúmlega 10 milljarða íslenskra króna. Lúðvík Georgsson opnaði fyrstu Yogiboost-búðina í Svíþjóð í maí 2013, og hefur opnað fimm í viðbót síðan þá. Um er að ræða sannkallað fjölskyldufyrirtæki, Lúðvík er stofnandi og stjórnarformaður, sonur hans David Engler Ludviksson er framkvæmdastjóri, og annar sonur hans er rekstrarstjóri búðanna. Lúðvík vann áður hjá IKEA í sextán ár og var einn af stofnendum Iceland Express. „Fyrir rúmlega þremur árum settumst við fjölskyldan niður og ræddum hvort væri ekki gaman að gera eitthvað saman. Við erum Íslendingar og erum óð í ís og fannst vanta eitthvað hérna í Svíþjóð sem við höfðum bæði rekist á á Íslandi og í Ameríku. Við gerðum svo viðskiptaáætlun og hönnuðum alla hugmyndina í kringum þetta,“ segir Lúðvík. Verslanirnar eru með sjálfsafgreiðslu og geta viðskiptavinir valið um tíu mismunandi bragðtegundir af jógúrtís og milli 70 mismunandi tegunda af kurli. „Möguleikarnir eru óendanlegir til að búa til það sem einstaklingurinn girnist. Við höfum svo tekið þetta aðeins lengra með því að bjóða upp á mjólkurhristing, smoothie, kaffi og kökur, svo að markhópurinn geti orðið breiðari,“ segir Lúðvík. Búðirnar í Kína eru með sérleyfi til að selja ísinn og verða búðirnar þar nákvæmlega eins og í Svíþjóð. Yogiboost er einnig í viðræðum við aðila í öðrum Evrópulöndum og í Mið-Austurlöndum um að opna verslanir þar. „Samningurinn í Kína er búinn að eiga sér langan aðdraganda. Við höfum lært mikið af honum í sambandi við samningagerðir og reglugerðir, sem gerir það að verkum að við verðum miklu fljótari að ganga frá samningum við næstu lönd,“ segir Lúðvík.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira