Sökkvandi lönd Þorvaldur Gylfason skrifar 10. desember 2015 07:00 Kiribati heitir eyjaklasi í miðju Kyrrahafi þar sem búa 100.000 manns. Landið er ekki nema 800 ferkílómetrar að flatarmáli svo að þéttleiki byggðar þar er meiri en í kraðakinu í Tókíó. Eyjarnar 32 dreifast yfir hafsvæði á stærð við Indland. Kiribati varð sjálfstætt ríki 1979, en hafði áður verið brezk nýlenda. Flestar eyjarnar eru á hæð við venjulegan strætisvagn. Hækkandi sjávarborð af völdum hlýnandi loftslags hefur keyrt fjölda heimila í kaf, spillt vatnsbólum og heilsu fólksins og fjárhag. Fólkið á sér enga undankomuleið nema úr landi. Fimm hættur Hlýnun loftslags er staðreynd. Erlendir jarðvísindamenn taka Sólheimajökul gjarnan sem dæmi um bráðnandi jökla. Síðustu 15-20 ár hefur jökulbrúnin færzt innar um allt að 50 metra á ári. Heimamenn þurfa með reglulegu millibili að færa bílastæðin handa ferðamönnum nær jöklinum. Alþjóðabankinn telur hlýnun loftslags hafa fimm hættur í för með sér: Þurrka, flóð, storma, hækkandi sjávarborð og aukna óvissu í landbúnaði. Malaví, bláfátækt land með 16 milljónir íbúa í sunnanverði Afríku, er í mestri hættu vegna þurrka, segir bankinn, en mörg önnur lönd eru einnig í mikilli hættu. Bangladess með 160 milljónir íbúa er í mestri hættu vegna flóða og einnig Kína og Indland þar sem þriðjungur íbúa heimsins býr. Filippseyjar með 102 milljónir íbúa eru í mestri hættu vegna storma og Súdan með sínar 40 milljónir íbúa vegna óvissu um afdrif landbúnaðar. Öllum lágvöxnum eylöndum eins og Kiribati stafar bráð hætta af hækkandi sjávarborði sem hótar að keyra þau í kaf. Alþjóðabankinn og Sameinuðu þjóðirnar hafa hjálpað til við að kortleggja vandann og lagt á ráðin um lausnir. Jafnvel Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) teygir sig út fyrir sinn venjulega verkahring og lætur málið til sín taka enda getur hlýnun loftslags, takist ekki að halda henni í skefjum, haft alvarlegar efnahagsafleiðingar fyrir aðildarlönd sjóðsins og kallað á hjálp þaðan. Hvað er til ráða? Vandinn snýst einkum um koltvísýring og aðrar lofttegundir sem draga til sín útfjólubláa geisla og læsa þannig hita inni í gufuhvolfinu og hækka með því móti hitastigið líkt og í gróðurhúsum. Þess vegna er hlýnun loftslags í daglegu tali kennd við gróðurhúsaáhrif. Til að stöðva þessa þróun eða snúa henni við þarf að draga úr losun koltvísýrings og annarra efna út í andrúmsloftið, einkum með því að draga úr olíunotkun og kolabrennslu og einnig gróðureyðingu þar eð gróður dregur í sig koltvísýring og dregur um leið úr losun hans út í andrúmsloftið. Þannig er hægt að þynna gashjúpinn sem hefur hækkað hitann á jörðu niðri. Vandinn er kunnuglegur og lausnirnar líka. Hlýnun loftslags er eins og önnur umhverfismengun af manna völdum, m.a. ofveiði, og kallar á svipuð viðbrögð. Loftið sem við öndum að okkur er sameign. Menn sjá sér ekki að fyrra bragði hag í að halda loftinu hreinu og á réttu hitastigi þar eð þá munu aðrir ganga á lagið. Þess vegna þarf löggjöf og raunar samstarf á heimsvísu því að mengun og loftslag virða ekki landamæri. Hægt er að setja lögboðið þak – kvóta! – á mengun til að halda henni í skefjum og úthluta kvótanum án endurgjalds. Hagkvæmara er þó og réttlátara að reyna að meta til fjár verðmætin sem í húfi eru og fara markaðsleið að settu marki með því að gera mönnum skylt að greiða fyrir hvort heldur veiðiréttinn eða réttinn til að blása koltvísýringi út í andrúmsloftið. Þetta er leiðin sem veiðigjaldsmenn hér heima hafa lagt fram til lausnar ofveiðivandanum á Íslandsmiðum í bráðum hálfa öld og kveðið er á um í nýju stjórnarskránni sem samþykkt var með yfirgnæfandi meiri hluta atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Þetta er einnig leiðin sem AGS og Alþjóðabankinn mæla með á loftslagsráðstefnunni í París sem lýkur á morgun. Sé þessi leið farin er hentugt að fella mengunargjöld inn í orkuverð líkt og ESB-lönd hafa lengi gert, en Bandaríkjamenn hafa hikað við að gera. Hugsunin er þessi: Þeir sem menga andrúmsloftið á kostnað annarra þurfa að bæta ráð sitt og bæta skaðann. Sumir sjá rautt og kjósa heldur að heilu löndin sökkvi í sæ, en vonandi fá þeir ekki að ráða för í þetta sinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Kíribatí Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun
Kiribati heitir eyjaklasi í miðju Kyrrahafi þar sem búa 100.000 manns. Landið er ekki nema 800 ferkílómetrar að flatarmáli svo að þéttleiki byggðar þar er meiri en í kraðakinu í Tókíó. Eyjarnar 32 dreifast yfir hafsvæði á stærð við Indland. Kiribati varð sjálfstætt ríki 1979, en hafði áður verið brezk nýlenda. Flestar eyjarnar eru á hæð við venjulegan strætisvagn. Hækkandi sjávarborð af völdum hlýnandi loftslags hefur keyrt fjölda heimila í kaf, spillt vatnsbólum og heilsu fólksins og fjárhag. Fólkið á sér enga undankomuleið nema úr landi. Fimm hættur Hlýnun loftslags er staðreynd. Erlendir jarðvísindamenn taka Sólheimajökul gjarnan sem dæmi um bráðnandi jökla. Síðustu 15-20 ár hefur jökulbrúnin færzt innar um allt að 50 metra á ári. Heimamenn þurfa með reglulegu millibili að færa bílastæðin handa ferðamönnum nær jöklinum. Alþjóðabankinn telur hlýnun loftslags hafa fimm hættur í för með sér: Þurrka, flóð, storma, hækkandi sjávarborð og aukna óvissu í landbúnaði. Malaví, bláfátækt land með 16 milljónir íbúa í sunnanverði Afríku, er í mestri hættu vegna þurrka, segir bankinn, en mörg önnur lönd eru einnig í mikilli hættu. Bangladess með 160 milljónir íbúa er í mestri hættu vegna flóða og einnig Kína og Indland þar sem þriðjungur íbúa heimsins býr. Filippseyjar með 102 milljónir íbúa eru í mestri hættu vegna storma og Súdan með sínar 40 milljónir íbúa vegna óvissu um afdrif landbúnaðar. Öllum lágvöxnum eylöndum eins og Kiribati stafar bráð hætta af hækkandi sjávarborði sem hótar að keyra þau í kaf. Alþjóðabankinn og Sameinuðu þjóðirnar hafa hjálpað til við að kortleggja vandann og lagt á ráðin um lausnir. Jafnvel Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) teygir sig út fyrir sinn venjulega verkahring og lætur málið til sín taka enda getur hlýnun loftslags, takist ekki að halda henni í skefjum, haft alvarlegar efnahagsafleiðingar fyrir aðildarlönd sjóðsins og kallað á hjálp þaðan. Hvað er til ráða? Vandinn snýst einkum um koltvísýring og aðrar lofttegundir sem draga til sín útfjólubláa geisla og læsa þannig hita inni í gufuhvolfinu og hækka með því móti hitastigið líkt og í gróðurhúsum. Þess vegna er hlýnun loftslags í daglegu tali kennd við gróðurhúsaáhrif. Til að stöðva þessa þróun eða snúa henni við þarf að draga úr losun koltvísýrings og annarra efna út í andrúmsloftið, einkum með því að draga úr olíunotkun og kolabrennslu og einnig gróðureyðingu þar eð gróður dregur í sig koltvísýring og dregur um leið úr losun hans út í andrúmsloftið. Þannig er hægt að þynna gashjúpinn sem hefur hækkað hitann á jörðu niðri. Vandinn er kunnuglegur og lausnirnar líka. Hlýnun loftslags er eins og önnur umhverfismengun af manna völdum, m.a. ofveiði, og kallar á svipuð viðbrögð. Loftið sem við öndum að okkur er sameign. Menn sjá sér ekki að fyrra bragði hag í að halda loftinu hreinu og á réttu hitastigi þar eð þá munu aðrir ganga á lagið. Þess vegna þarf löggjöf og raunar samstarf á heimsvísu því að mengun og loftslag virða ekki landamæri. Hægt er að setja lögboðið þak – kvóta! – á mengun til að halda henni í skefjum og úthluta kvótanum án endurgjalds. Hagkvæmara er þó og réttlátara að reyna að meta til fjár verðmætin sem í húfi eru og fara markaðsleið að settu marki með því að gera mönnum skylt að greiða fyrir hvort heldur veiðiréttinn eða réttinn til að blása koltvísýringi út í andrúmsloftið. Þetta er leiðin sem veiðigjaldsmenn hér heima hafa lagt fram til lausnar ofveiðivandanum á Íslandsmiðum í bráðum hálfa öld og kveðið er á um í nýju stjórnarskránni sem samþykkt var með yfirgnæfandi meiri hluta atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Þetta er einnig leiðin sem AGS og Alþjóðabankinn mæla með á loftslagsráðstefnunni í París sem lýkur á morgun. Sé þessi leið farin er hentugt að fella mengunargjöld inn í orkuverð líkt og ESB-lönd hafa lengi gert, en Bandaríkjamenn hafa hikað við að gera. Hugsunin er þessi: Þeir sem menga andrúmsloftið á kostnað annarra þurfa að bæta ráð sitt og bæta skaðann. Sumir sjá rautt og kjósa heldur að heilu löndin sökkvi í sæ, en vonandi fá þeir ekki að ráða för í þetta sinn.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun