Tónlist

Jólatónleikar Fíladelfíu í heild sinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tónleikarnir tókust vel.
Tónleikarnir tókust vel. vísir/vilhelm
Árlegir jólatónleikar Fíladelfíu voru sýndir á Stöð 2 á aðfangadagskvöld. Tónleikarnir glæsilegu voru haldnir í byrjun desember en þeir eru orðnir hluti af jólahaldi margra.

Tónlistarstjóri var Óskar Einarsson og sérstakir gestir tónleikanna voru söngkonurnar Eivör Pálsdóttir og Glowie.

Flutt voru þekkt jólalög ásamt nýju efni sem boða frið og kærleika fyrir alla, en tónleikarnir eru haldnir til þess að safna fé til góðgerðarmála.

Þeir sem nutu góðs af söfnuninni í ár voru meðal annars Hjálpræðisherinn, Mæðrastyrksnefnd, Rauði krossinn og Hjálparstarf kirkjunnar.

Hér að neðan má sjá upptöku af tónleikunum í heild sinni.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×