Opel Insignia verður Buick Regal í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 23. desember 2015 15:52 Opel Insignia Country Tourer. Opel Insignia hefur selst afar vel í Evrópu og þykir mjög vel heppnaður bíll. Svo vel að það virðist sem General Motors ætli að bjóða hann líka í Bandaríkjunum, en þar hefur hann ekki fengist áður. Hann mun ekki bera Opel merkið þar, heldur verður hann Buick og kallaður Regal Tourx, en Regal er einmitt bílgerð sem Buick hefur boðið lengi þar vestra. Því yrði honum skipt út fyrir þann ameríska. Þeir sem rýnt hafa í fyriráætlanir GM giska helst á að Opel Insignia Country Tourer gerðin verði fyrir valinu sem ameríkuútgáfan, en hún er af langbaksgerð og upphækkaður og minnir í útliti á Audi Allroad. Slíkur bíll gæti einmitt verið vænlegur sölubíll í samkeppninni við Subaru Outback, sem selst hefur eins og heitar lummur í Bandaríkjunum í mörg ár. Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent
Opel Insignia hefur selst afar vel í Evrópu og þykir mjög vel heppnaður bíll. Svo vel að það virðist sem General Motors ætli að bjóða hann líka í Bandaríkjunum, en þar hefur hann ekki fengist áður. Hann mun ekki bera Opel merkið þar, heldur verður hann Buick og kallaður Regal Tourx, en Regal er einmitt bílgerð sem Buick hefur boðið lengi þar vestra. Því yrði honum skipt út fyrir þann ameríska. Þeir sem rýnt hafa í fyriráætlanir GM giska helst á að Opel Insignia Country Tourer gerðin verði fyrir valinu sem ameríkuútgáfan, en hún er af langbaksgerð og upphækkaður og minnir í útliti á Audi Allroad. Slíkur bíll gæti einmitt verið vænlegur sölubíll í samkeppninni við Subaru Outback, sem selst hefur eins og heitar lummur í Bandaríkjunum í mörg ár.
Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent