Fertugur Tiger ætlar sér stóra hluti á nýju ári Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. desember 2015 20:15 Vísir/Getty Tiger Woods ætlar sér að halda áfram að berjast um titla næstu tíu árin þrátt fyrir að meiðsli hafi plagað hann síðustu árin. Woods, sem verður fertugur síðar í mánuðinum, hefur unnið fjórtán risamót á ferlinum en síðasti sigurinn kom árið 2008. Síðan þá hefur mikið gengið á. Upp komst um stórfellt framhjáhald hans og aðra bresti í einkalífinu sem vöktu heimsathygli. Hann hefur einnig glímt við þrálát bakmeiðsli og sjaldan náð sér almennilega á strik á vellinum þegar hann hefur reynt að spila.Sjá einnig: Ekkert ljós í enda ganganna hjá Tiger „Þetta var erfitt ár og tók á fyrir líkamann minn,“ skrifaði Woods í pistli sem birtist á heimasíðu hans. „Ég þurfti að breyta um sveiflutækni því hún var hörmuleg í upphafi ársins. Ég spilaði ekki í langan tíma því ég var fastur.“ Hann segir að það hafi verið einkar svekkjandi að hafa ekki náð að fylgja breytingunni almennilega eftir og þegar það hafi loksins gengið betur hjá honum að þá hafi heilsan brugðist honum. „Ég hef farið í tvær aðgerðir á baki síðan á Wyndham-mótinu og þetta hefur verið rússíbanareið allt árið. Ég hef verið langt niðri en líka gert nokkuð góða hluti líka.“ „Ég hlakka mest til þess á næsta ári að fá að spila aftur. Ég hef saknað þess og vil fá að gera það verkjalaus. Það hefur ekki gerst hjá mér í langan tíma. Ég hef átt spretti hér og þar undanfarin ár en ég væri mest til í að vera heill heilsu í langan tíma.“ Golf Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tiger Woods ætlar sér að halda áfram að berjast um titla næstu tíu árin þrátt fyrir að meiðsli hafi plagað hann síðustu árin. Woods, sem verður fertugur síðar í mánuðinum, hefur unnið fjórtán risamót á ferlinum en síðasti sigurinn kom árið 2008. Síðan þá hefur mikið gengið á. Upp komst um stórfellt framhjáhald hans og aðra bresti í einkalífinu sem vöktu heimsathygli. Hann hefur einnig glímt við þrálát bakmeiðsli og sjaldan náð sér almennilega á strik á vellinum þegar hann hefur reynt að spila.Sjá einnig: Ekkert ljós í enda ganganna hjá Tiger „Þetta var erfitt ár og tók á fyrir líkamann minn,“ skrifaði Woods í pistli sem birtist á heimasíðu hans. „Ég þurfti að breyta um sveiflutækni því hún var hörmuleg í upphafi ársins. Ég spilaði ekki í langan tíma því ég var fastur.“ Hann segir að það hafi verið einkar svekkjandi að hafa ekki náð að fylgja breytingunni almennilega eftir og þegar það hafi loksins gengið betur hjá honum að þá hafi heilsan brugðist honum. „Ég hef farið í tvær aðgerðir á baki síðan á Wyndham-mótinu og þetta hefur verið rússíbanareið allt árið. Ég hef verið langt niðri en líka gert nokkuð góða hluti líka.“ „Ég hlakka mest til þess á næsta ári að fá að spila aftur. Ég hef saknað þess og vil fá að gera það verkjalaus. Það hefur ekki gerst hjá mér í langan tíma. Ég hef átt spretti hér og þar undanfarin ár en ég væri mest til í að vera heill heilsu í langan tíma.“
Golf Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira