Hátt í 5000 manns skoruðu á Útlendingastofnun Una Sighvatsdóttir skrifar 22. desember 2015 19:45 Undirskriftir 4.569 Íslendinga voru afhentar Útlendingastofnun í dag með áskorun um að hjónin Wael Aliyadah og Feryal Aldahas og dætur þeirra tvær frá Sýrlandi fái hér dvalarleyfi. Toshiki Toma, prestur innflytjenda, fór fyrir undirskriftasöfnuninni. „Við erum að mótmæla þessari ákvörðun sem Útlendingastofnun tók fyrir fjölskylduna, því þau eru með lítil börn, þriggja ára og fjögurra ára stelpur. Aðstæður í Grikklandi eru mjög slæmar og henta ekki svona litlum börnum. Okkur finnst sem þetta sé mjög ómannúðlegt," segir Toshiki.Kunna vel við sig í kuldanum Með undirskriftunum til Útlendingastofnunar er farið fram á að málið fái efnislega meðferð. Málið er nú fyrir kærunefnd útlendingamála og alls óvíst um niðurstöðu þess. Eins og staðan er núna er fjölskyldan því í biðstöðu og verður að óbreyttu send aftur til Grikklands. Þau hafa nú verið á Íslandi í fimm mánuði og láta vel af dvölinni í vetrarríkinu. „Ég kem frá heitu landi en þið búið á landi íssins. En mér finnst það bara jákvætt, okkur líður vel hér,"segir fjölskyldufaðirinn Wael Aliyadah. Íbúðin þeirra er nú orðin heimilisleg og skreytt í tilefni jólanna. Þau hjónin segja Íslendinga hafa sýnt þeim mikinn hlýhug, enda hafa þeim borist hlýjar kveðjur og jólagjafir fyrir stelpurnar, sem eru á leikskóla. Foreldrarnir sækja íslenskunámskeið, en þau viðurkenna að þeim leiðist biðstaðan því þau vilja gjarnan vinna. „Ég vil fá vinnu, ég og konan mín bæði. Okkur líkar ekki að hanga heima allan daginn, það gerir mann brjálaðan, við þurfum að hafa eitthvað við að vera, meira líf. Ég meina, já við erum í yndislegu landi og öruggu landi, það er fyrir öllu, en við viljum fá að vinna. Núna er okkur ekki leyft það, vegna kerfisins, en við viljum gera eitthvað gagn."Enginn tók formlega við undirskriftunum Þau óttast að þurfa að búa á götunni og verða viðskila við börn sín verði þau send aftur til Grikklands. Íslensk stjórnvöld hafa viðurkennt að Grikkland teljist ekki öruggt land fyrir hælisleitendur. Forstjóri Útlendingastofnunar var ekki viðstaddur í dag og var enginn sendur í hennar stað til að taka á móti áskoruninni. Hjónin tóku því einfaldlega númer og biðu eftir að þjónustufulltrúi gæti afgreitt þau . Flóttamenn Tengdar fréttir Unnur Brá: Trúi því að við sýnum þá mannúð að skoða þeirra mál sérstaklega Formaður allsherjarnefndar telur að endurskoða eigi þá ákvörðun að vísa sýrlenskri fjölskyldu með tvö smábörn úr landi. 18. október 2015 20:15 Leikskólastjórarnir vilja ekki sjá á bak sýrlensku systrunum Leikskólastjórar á Drafnarsteini, foreldrar og nágrannar vilja gera allt sem í þeirra valdi stendur til að halda Jönu og Joulu á Íslandi. Systurnar hafa verið á leikskólanum 4. nóvember 2015 08:00 Voru á vergangi í Grikklandi Wael Aliyadah og Feryal Aldahash voru nauðbeygð til að sækja um hæli í Grikklandi. Aðbúnaður þar var slæmur og oft var fjölskyldan á vergangi. Þau flúðu til Íslands til að tryggja öryggi dætra sinna, Jönu og Joulu. 6. nóvember 2015 07:00 Brjóta Barnasáttmála með brottvísun Börn eiga samkvæmt alþjóðareglum rétt á vernd og öryggi. Íslenska ríkið ber ábyrgð á velferð barna sem hér eru stödd, þótt þau hafi hvorki landvistarleyfi né ríkisborgararétt. 20. október 2015 09:00 „Er til meiri örvænting en að biðja ókunnugt fólk fyrir börnin sín?“ Þórunn Ólafsdóttir deilir sögu sýrlenskrar fjölskyldu á flótta en Útlendingastofnun synjaði fjölskyldunni um að taka mál þeirra til efnislegrar meðferðar. 28. október 2015 18:00 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira
Undirskriftir 4.569 Íslendinga voru afhentar Útlendingastofnun í dag með áskorun um að hjónin Wael Aliyadah og Feryal Aldahas og dætur þeirra tvær frá Sýrlandi fái hér dvalarleyfi. Toshiki Toma, prestur innflytjenda, fór fyrir undirskriftasöfnuninni. „Við erum að mótmæla þessari ákvörðun sem Útlendingastofnun tók fyrir fjölskylduna, því þau eru með lítil börn, þriggja ára og fjögurra ára stelpur. Aðstæður í Grikklandi eru mjög slæmar og henta ekki svona litlum börnum. Okkur finnst sem þetta sé mjög ómannúðlegt," segir Toshiki.Kunna vel við sig í kuldanum Með undirskriftunum til Útlendingastofnunar er farið fram á að málið fái efnislega meðferð. Málið er nú fyrir kærunefnd útlendingamála og alls óvíst um niðurstöðu þess. Eins og staðan er núna er fjölskyldan því í biðstöðu og verður að óbreyttu send aftur til Grikklands. Þau hafa nú verið á Íslandi í fimm mánuði og láta vel af dvölinni í vetrarríkinu. „Ég kem frá heitu landi en þið búið á landi íssins. En mér finnst það bara jákvætt, okkur líður vel hér,"segir fjölskyldufaðirinn Wael Aliyadah. Íbúðin þeirra er nú orðin heimilisleg og skreytt í tilefni jólanna. Þau hjónin segja Íslendinga hafa sýnt þeim mikinn hlýhug, enda hafa þeim borist hlýjar kveðjur og jólagjafir fyrir stelpurnar, sem eru á leikskóla. Foreldrarnir sækja íslenskunámskeið, en þau viðurkenna að þeim leiðist biðstaðan því þau vilja gjarnan vinna. „Ég vil fá vinnu, ég og konan mín bæði. Okkur líkar ekki að hanga heima allan daginn, það gerir mann brjálaðan, við þurfum að hafa eitthvað við að vera, meira líf. Ég meina, já við erum í yndislegu landi og öruggu landi, það er fyrir öllu, en við viljum fá að vinna. Núna er okkur ekki leyft það, vegna kerfisins, en við viljum gera eitthvað gagn."Enginn tók formlega við undirskriftunum Þau óttast að þurfa að búa á götunni og verða viðskila við börn sín verði þau send aftur til Grikklands. Íslensk stjórnvöld hafa viðurkennt að Grikkland teljist ekki öruggt land fyrir hælisleitendur. Forstjóri Útlendingastofnunar var ekki viðstaddur í dag og var enginn sendur í hennar stað til að taka á móti áskoruninni. Hjónin tóku því einfaldlega númer og biðu eftir að þjónustufulltrúi gæti afgreitt þau .
Flóttamenn Tengdar fréttir Unnur Brá: Trúi því að við sýnum þá mannúð að skoða þeirra mál sérstaklega Formaður allsherjarnefndar telur að endurskoða eigi þá ákvörðun að vísa sýrlenskri fjölskyldu með tvö smábörn úr landi. 18. október 2015 20:15 Leikskólastjórarnir vilja ekki sjá á bak sýrlensku systrunum Leikskólastjórar á Drafnarsteini, foreldrar og nágrannar vilja gera allt sem í þeirra valdi stendur til að halda Jönu og Joulu á Íslandi. Systurnar hafa verið á leikskólanum 4. nóvember 2015 08:00 Voru á vergangi í Grikklandi Wael Aliyadah og Feryal Aldahash voru nauðbeygð til að sækja um hæli í Grikklandi. Aðbúnaður þar var slæmur og oft var fjölskyldan á vergangi. Þau flúðu til Íslands til að tryggja öryggi dætra sinna, Jönu og Joulu. 6. nóvember 2015 07:00 Brjóta Barnasáttmála með brottvísun Börn eiga samkvæmt alþjóðareglum rétt á vernd og öryggi. Íslenska ríkið ber ábyrgð á velferð barna sem hér eru stödd, þótt þau hafi hvorki landvistarleyfi né ríkisborgararétt. 20. október 2015 09:00 „Er til meiri örvænting en að biðja ókunnugt fólk fyrir börnin sín?“ Þórunn Ólafsdóttir deilir sögu sýrlenskrar fjölskyldu á flótta en Útlendingastofnun synjaði fjölskyldunni um að taka mál þeirra til efnislegrar meðferðar. 28. október 2015 18:00 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira
Unnur Brá: Trúi því að við sýnum þá mannúð að skoða þeirra mál sérstaklega Formaður allsherjarnefndar telur að endurskoða eigi þá ákvörðun að vísa sýrlenskri fjölskyldu með tvö smábörn úr landi. 18. október 2015 20:15
Leikskólastjórarnir vilja ekki sjá á bak sýrlensku systrunum Leikskólastjórar á Drafnarsteini, foreldrar og nágrannar vilja gera allt sem í þeirra valdi stendur til að halda Jönu og Joulu á Íslandi. Systurnar hafa verið á leikskólanum 4. nóvember 2015 08:00
Voru á vergangi í Grikklandi Wael Aliyadah og Feryal Aldahash voru nauðbeygð til að sækja um hæli í Grikklandi. Aðbúnaður þar var slæmur og oft var fjölskyldan á vergangi. Þau flúðu til Íslands til að tryggja öryggi dætra sinna, Jönu og Joulu. 6. nóvember 2015 07:00
Brjóta Barnasáttmála með brottvísun Börn eiga samkvæmt alþjóðareglum rétt á vernd og öryggi. Íslenska ríkið ber ábyrgð á velferð barna sem hér eru stödd, þótt þau hafi hvorki landvistarleyfi né ríkisborgararétt. 20. október 2015 09:00
„Er til meiri örvænting en að biðja ókunnugt fólk fyrir börnin sín?“ Þórunn Ólafsdóttir deilir sögu sýrlenskrar fjölskyldu á flótta en Útlendingastofnun synjaði fjölskyldunni um að taka mál þeirra til efnislegrar meðferðar. 28. október 2015 18:00