Ólafía Þórunn á leið á Evrópumótaröðina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. desember 2015 13:44 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Daníel Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í afar sterkri stöðu eftir að hafa spilað vel á lokadegi úrtökumótaraðarinnar fyrir Evrópumótið í golfi. Ólafía Þórunn spilaði á fjórum höggum undir pari í dag og var í 24.-26. sæti þegar hún kom í hús. Hún sýndi magnaða spilamennsku í dag og kom í hús á 69 höggum. Hún fékk fjóra fugla og einn skolla en fjórði fuglinn kom á síðustu holunni, sem gæti hafa endanlega tryggt henni sæti á Evrópumótaröðinni. Efstu 30 kylfingarnir vinna sér fullan þátttökurétt á Evrópumótaröðinni á næsta ári en hinir sem komust í gegnum niðurskurðinn í gær fá skertan þátttökurétt. Nokkrir kylfingar hafa enn ekki lokið keppni og þarf því Ólafía Þórunn að bíða eitthvað enn þar til að lokaniðurstaðan á mótinu verður staðfest. Valdís Þór Jónsdóttir var einnig meðal þátttakenda á mótinu en hún hafnaði í 93. sæti og komst ekki í gegnum niðurskurðinn í gær. Ólöf María Jónsdóttir varð fyrsta íslenska konan til að keppa á Evrópumótaröðinni árið 2005 og nær Ólafía Þórunn að fylgja í fótspor hennar. Golf Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í afar sterkri stöðu eftir að hafa spilað vel á lokadegi úrtökumótaraðarinnar fyrir Evrópumótið í golfi. Ólafía Þórunn spilaði á fjórum höggum undir pari í dag og var í 24.-26. sæti þegar hún kom í hús. Hún sýndi magnaða spilamennsku í dag og kom í hús á 69 höggum. Hún fékk fjóra fugla og einn skolla en fjórði fuglinn kom á síðustu holunni, sem gæti hafa endanlega tryggt henni sæti á Evrópumótaröðinni. Efstu 30 kylfingarnir vinna sér fullan þátttökurétt á Evrópumótaröðinni á næsta ári en hinir sem komust í gegnum niðurskurðinn í gær fá skertan þátttökurétt. Nokkrir kylfingar hafa enn ekki lokið keppni og þarf því Ólafía Þórunn að bíða eitthvað enn þar til að lokaniðurstaðan á mótinu verður staðfest. Valdís Þór Jónsdóttir var einnig meðal þátttakenda á mótinu en hún hafnaði í 93. sæti og komst ekki í gegnum niðurskurðinn í gær. Ólöf María Jónsdóttir varð fyrsta íslenska konan til að keppa á Evrópumótaröðinni árið 2005 og nær Ólafía Þórunn að fylgja í fótspor hennar.
Golf Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira