Ólafía Þórunn á leið á Evrópumótaröðina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. desember 2015 13:44 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Daníel Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í afar sterkri stöðu eftir að hafa spilað vel á lokadegi úrtökumótaraðarinnar fyrir Evrópumótið í golfi. Ólafía Þórunn spilaði á fjórum höggum undir pari í dag og var í 24.-26. sæti þegar hún kom í hús. Hún sýndi magnaða spilamennsku í dag og kom í hús á 69 höggum. Hún fékk fjóra fugla og einn skolla en fjórði fuglinn kom á síðustu holunni, sem gæti hafa endanlega tryggt henni sæti á Evrópumótaröðinni. Efstu 30 kylfingarnir vinna sér fullan þátttökurétt á Evrópumótaröðinni á næsta ári en hinir sem komust í gegnum niðurskurðinn í gær fá skertan þátttökurétt. Nokkrir kylfingar hafa enn ekki lokið keppni og þarf því Ólafía Þórunn að bíða eitthvað enn þar til að lokaniðurstaðan á mótinu verður staðfest. Valdís Þór Jónsdóttir var einnig meðal þátttakenda á mótinu en hún hafnaði í 93. sæti og komst ekki í gegnum niðurskurðinn í gær. Ólöf María Jónsdóttir varð fyrsta íslenska konan til að keppa á Evrópumótaröðinni árið 2005 og nær Ólafía Þórunn að fylgja í fótspor hennar. Golf Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í afar sterkri stöðu eftir að hafa spilað vel á lokadegi úrtökumótaraðarinnar fyrir Evrópumótið í golfi. Ólafía Þórunn spilaði á fjórum höggum undir pari í dag og var í 24.-26. sæti þegar hún kom í hús. Hún sýndi magnaða spilamennsku í dag og kom í hús á 69 höggum. Hún fékk fjóra fugla og einn skolla en fjórði fuglinn kom á síðustu holunni, sem gæti hafa endanlega tryggt henni sæti á Evrópumótaröðinni. Efstu 30 kylfingarnir vinna sér fullan þátttökurétt á Evrópumótaröðinni á næsta ári en hinir sem komust í gegnum niðurskurðinn í gær fá skertan þátttökurétt. Nokkrir kylfingar hafa enn ekki lokið keppni og þarf því Ólafía Þórunn að bíða eitthvað enn þar til að lokaniðurstaðan á mótinu verður staðfest. Valdís Þór Jónsdóttir var einnig meðal þátttakenda á mótinu en hún hafnaði í 93. sæti og komst ekki í gegnum niðurskurðinn í gær. Ólöf María Jónsdóttir varð fyrsta íslenska konan til að keppa á Evrópumótaröðinni árið 2005 og nær Ólafía Þórunn að fylgja í fótspor hennar.
Golf Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira