Ólafía komst áfram en Valdís er úr leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2015 08:03 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir. Mynd/GSÍ Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR á enn möguleika á því að komast á evrópsku mótaröð kvenna í golfi eftir að hún ein Íslendinga komst í gegnum niðurskurðinn á úrtökumóti fyrir mótaröðina. Ólafía Þórunn komst nokkuð örugglega í gegnum niðurskurðinn en 67 kylfingar komust áfram. Ólafía Þórunn er í 35. til 40. sæti eftir fjóra hringi. Ólafía lék á 71 höggi í gær eða einu höggi undir pari en hún fékk þrjá fugla og tvo skolla í dag. Ólafía Þórunn er aðeins tveimur höggum frá því að vera á meðal 30 efstu í mótinu sem fá fullan keppnisrétt á evrópsku mótaröðina á næstu leiktíð. Með því að komast í gegnum niðurskurðinn hefur Ólafía áunnið sér inn takmarkaðan keppnisrétt á mótaröðinni á næstu leiktíð. Hún er núna aðeins hársbreidd frá því að komast inn á næst sterkustu mótaröð í kvennagolfinu með fullan keppnisrétt. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni er aftur á móti úr leik í mótinu eftir erfiðan dag. Valdís lék fjórða hringinn á 81 höggi eða níu höggum yfir pari og komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Valdís fór illa af stað og náði sér ekki á strik. Slæmur endir hjá Valdísi Þóru eftir góða byrjun. Lokahringurinn fer fram í dag og verður spennandi að sjá hvort Ólafíu Þórunni takist að verða annar kylfingurinn í íslenskri golfsögu til að tryggja sér keppnisrétt á evrópsku mótaröð kvenna. Ólöf María Jónsdóttir úr Keili var fyrst íslenskra kvenna til að afreka það. Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR á enn möguleika á því að komast á evrópsku mótaröð kvenna í golfi eftir að hún ein Íslendinga komst í gegnum niðurskurðinn á úrtökumóti fyrir mótaröðina. Ólafía Þórunn komst nokkuð örugglega í gegnum niðurskurðinn en 67 kylfingar komust áfram. Ólafía Þórunn er í 35. til 40. sæti eftir fjóra hringi. Ólafía lék á 71 höggi í gær eða einu höggi undir pari en hún fékk þrjá fugla og tvo skolla í dag. Ólafía Þórunn er aðeins tveimur höggum frá því að vera á meðal 30 efstu í mótinu sem fá fullan keppnisrétt á evrópsku mótaröðina á næstu leiktíð. Með því að komast í gegnum niðurskurðinn hefur Ólafía áunnið sér inn takmarkaðan keppnisrétt á mótaröðinni á næstu leiktíð. Hún er núna aðeins hársbreidd frá því að komast inn á næst sterkustu mótaröð í kvennagolfinu með fullan keppnisrétt. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni er aftur á móti úr leik í mótinu eftir erfiðan dag. Valdís lék fjórða hringinn á 81 höggi eða níu höggum yfir pari og komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Valdís fór illa af stað og náði sér ekki á strik. Slæmur endir hjá Valdísi Þóru eftir góða byrjun. Lokahringurinn fer fram í dag og verður spennandi að sjá hvort Ólafíu Þórunni takist að verða annar kylfingurinn í íslenskri golfsögu til að tryggja sér keppnisrétt á evrópsku mótaröð kvenna. Ólöf María Jónsdóttir úr Keili var fyrst íslenskra kvenna til að afreka það.
Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira