Útlendingastofnun segist hafa farið í einu og öllu að lögum Atli Ísleifsson skrifar 21. desember 2015 17:25 Brottflutningur fjölskyldnanna vakti mikla reiði í samfélaginu á sínum tíma. Útlendingastofnun áréttar að farið hafi verið í einu og öllu að lögum við meðferð hælisumsókna tveggja albanskra fjölskyldna sem áberandi hafa verið í fjölmiðlum að undanförnu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á heimasíðu stofnunarinnar sem birt er eftir beiðni barst frá umboðsmanni Alþingis um upplýsingar. Þar kemur fram að hingað til hafi stofnunin tjáð sig um málin að því marki sem henni er það heimilt vegna friðhelgi einkalífs skjólstæðinga hennar og trúnaðarskyldu við þá. „Stofnunin hefur farið þess á leit við talsmann fjölskyldnanna að henni verði heimilað að tjá sig efnislega um málið og birta opinberlega gögn sem máli skipta. Er það gert í þeim tilgangi að varpa ljósi á atvik og aðstæður málsins og meðferð þess fyrir íslenskum stjórnvöldum. Útlendingastofnun tekur ekki afstöðu til ákvörðunar Alþingis að veita fjölskyldunum ríkisborgararétt enda falla störf þingsins alfarið utan verksviðs stofnunarinnar,“ segir í yfirlýsingunni. Stofnunin hyggst svara fyrirspurnum umboðsmanns innan gefinna tímamarka og mun ekki tjá sig um málin við fjölmiðla fyrr en erindunum hefur verið svarað. Albönsku fjölskyldurnar tvær fengu íslenskan ríkisborgararétt eftir að tillaga allsherjarnefndar Alþingis varð að lögum um helgina. Pepaj-fjölskyldan og Phellumb-fjölskyldan voru á meðal þeirra sem nefndin lagði til að fengju íslenskan ríkisborgararétt. Í báðum fjölskyldum eru langveik börn, þeir Kevi, sem er með ólæknandi slímseigjusjúkdóm, og Arjan, sem er með hjartagalla. Flóttamenn Tengdar fréttir Öll gögn Albananna eru komin í hendur Alþingis Pepoj-fjölskyldan er stödd úti í Skode í Albaníu og er afskaplega fegin stuðningi sem hún hefur fengið frá íslensku samfélagi. Til að komast til Íslands aftur hefur hún þurft að afla gagna, svo sem sakavottorða, hjúskaparvottorðs og fæðingarvottorða. 18. desember 2015 06:00 Albönsku fjölskyldurnar tvær með tvöfaldan ríkisborgararétt Fjölskyldurnar fengu ríkisborgararétt á laugardaginn. Albanía býður upp á tvöfalt ríkisfang og því þurfa þær ekki að afsala sér albönskum ríkisborgararétti. Væntanlegar til landsins þann 10. janúar næstkomandi. 21. desember 2015 05:00 Pepaj fjölskyldan grét af gleði þegar hún fékk fréttirnar Albönsku fjölskyldurnar tvær sem sendar voru úr landi í liðinni viku fá íslenskan ríkisborgararétt og koma hingað í janúar. Önnur fjölskyldan segist vera gríðarlega þakklát og að fréttirnar séu besta jólagjöf sem Kevi sonur þeirra hefði getað fengið. 19. desember 2015 19:00 Albönsku fjölskyldurnar fá íslenskan ríkisborgararétt Albönsku fjölskyldurnar tvær sem sendar voru úr landi í liðinni viku og sóttu í kjölfarið um íslenskan ríkisborgararétt munu verða Íslendingar verði frumvarp allsherjarnefndar Alþingis að lögum fyrir þinglok í dag. 19. desember 2015 15:45 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Útlendingastofnun áréttar að farið hafi verið í einu og öllu að lögum við meðferð hælisumsókna tveggja albanskra fjölskyldna sem áberandi hafa verið í fjölmiðlum að undanförnu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á heimasíðu stofnunarinnar sem birt er eftir beiðni barst frá umboðsmanni Alþingis um upplýsingar. Þar kemur fram að hingað til hafi stofnunin tjáð sig um málin að því marki sem henni er það heimilt vegna friðhelgi einkalífs skjólstæðinga hennar og trúnaðarskyldu við þá. „Stofnunin hefur farið þess á leit við talsmann fjölskyldnanna að henni verði heimilað að tjá sig efnislega um málið og birta opinberlega gögn sem máli skipta. Er það gert í þeim tilgangi að varpa ljósi á atvik og aðstæður málsins og meðferð þess fyrir íslenskum stjórnvöldum. Útlendingastofnun tekur ekki afstöðu til ákvörðunar Alþingis að veita fjölskyldunum ríkisborgararétt enda falla störf þingsins alfarið utan verksviðs stofnunarinnar,“ segir í yfirlýsingunni. Stofnunin hyggst svara fyrirspurnum umboðsmanns innan gefinna tímamarka og mun ekki tjá sig um málin við fjölmiðla fyrr en erindunum hefur verið svarað. Albönsku fjölskyldurnar tvær fengu íslenskan ríkisborgararétt eftir að tillaga allsherjarnefndar Alþingis varð að lögum um helgina. Pepaj-fjölskyldan og Phellumb-fjölskyldan voru á meðal þeirra sem nefndin lagði til að fengju íslenskan ríkisborgararétt. Í báðum fjölskyldum eru langveik börn, þeir Kevi, sem er með ólæknandi slímseigjusjúkdóm, og Arjan, sem er með hjartagalla.
Flóttamenn Tengdar fréttir Öll gögn Albananna eru komin í hendur Alþingis Pepoj-fjölskyldan er stödd úti í Skode í Albaníu og er afskaplega fegin stuðningi sem hún hefur fengið frá íslensku samfélagi. Til að komast til Íslands aftur hefur hún þurft að afla gagna, svo sem sakavottorða, hjúskaparvottorðs og fæðingarvottorða. 18. desember 2015 06:00 Albönsku fjölskyldurnar tvær með tvöfaldan ríkisborgararétt Fjölskyldurnar fengu ríkisborgararétt á laugardaginn. Albanía býður upp á tvöfalt ríkisfang og því þurfa þær ekki að afsala sér albönskum ríkisborgararétti. Væntanlegar til landsins þann 10. janúar næstkomandi. 21. desember 2015 05:00 Pepaj fjölskyldan grét af gleði þegar hún fékk fréttirnar Albönsku fjölskyldurnar tvær sem sendar voru úr landi í liðinni viku fá íslenskan ríkisborgararétt og koma hingað í janúar. Önnur fjölskyldan segist vera gríðarlega þakklát og að fréttirnar séu besta jólagjöf sem Kevi sonur þeirra hefði getað fengið. 19. desember 2015 19:00 Albönsku fjölskyldurnar fá íslenskan ríkisborgararétt Albönsku fjölskyldurnar tvær sem sendar voru úr landi í liðinni viku og sóttu í kjölfarið um íslenskan ríkisborgararétt munu verða Íslendingar verði frumvarp allsherjarnefndar Alþingis að lögum fyrir þinglok í dag. 19. desember 2015 15:45 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Öll gögn Albananna eru komin í hendur Alþingis Pepoj-fjölskyldan er stödd úti í Skode í Albaníu og er afskaplega fegin stuðningi sem hún hefur fengið frá íslensku samfélagi. Til að komast til Íslands aftur hefur hún þurft að afla gagna, svo sem sakavottorða, hjúskaparvottorðs og fæðingarvottorða. 18. desember 2015 06:00
Albönsku fjölskyldurnar tvær með tvöfaldan ríkisborgararétt Fjölskyldurnar fengu ríkisborgararétt á laugardaginn. Albanía býður upp á tvöfalt ríkisfang og því þurfa þær ekki að afsala sér albönskum ríkisborgararétti. Væntanlegar til landsins þann 10. janúar næstkomandi. 21. desember 2015 05:00
Pepaj fjölskyldan grét af gleði þegar hún fékk fréttirnar Albönsku fjölskyldurnar tvær sem sendar voru úr landi í liðinni viku fá íslenskan ríkisborgararétt og koma hingað í janúar. Önnur fjölskyldan segist vera gríðarlega þakklát og að fréttirnar séu besta jólagjöf sem Kevi sonur þeirra hefði getað fengið. 19. desember 2015 19:00
Albönsku fjölskyldurnar fá íslenskan ríkisborgararétt Albönsku fjölskyldurnar tvær sem sendar voru úr landi í liðinni viku og sóttu í kjölfarið um íslenskan ríkisborgararétt munu verða Íslendingar verði frumvarp allsherjarnefndar Alþingis að lögum fyrir þinglok í dag. 19. desember 2015 15:45