Veröld a la Arnarnes Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 22. desember 2015 07:00 Eitt hádegishléið ætlaði ég að fara að rífa í mig samloku á torgi í Malaga þegar geitungur mikill kemur aðvífandi og ætlaði að deila henni með mér. Varð ég reiður mjög og lamdi til þess röndótta en án árangurs. Þá datt mér í hug að rífa smá bút af samlokunni, leggja hann á tröppurnar þar sem ég sat og setja samlokuna í pokann uns geitungurinn færi að gamna sér yfir skorpunni. Þegar hann gerði það tók ég samlokuna upp aftur og át geitungi til samlætis. Úr varð hin mesta gæðastund. Linkind mín var ekki lengi að spyrjast út og innan skamms var ég orðinn vinsæll mjög í skordýraheimum, þó ég segi sjálfur frá. Nú síðast í gærkvöldi seig kónguló fyrir framan nef mitt meðan ég var að fylgjast með Norðfjarðarsögu Egils Ólafssonar af tölvuskjá. Mín fyrsta hugsun var að klippa á þráðinn og kremja kóngulóna undir ilskónum en ég hætti við. Hún sveiflaðist hins vegar í þræðinum þar sem ég andvarpaði en því næst fór ég að dást að aðförunum og varð úr hin skemmtilegasta stund. Þessar litlu verur hafa sannfært mig um að við mannfólkið séum orðin svo dekruð að okkur finnst við eiga rétt á því að verða ekki fyrir neinum inngripum í lífinu. Það á að útiloka allt slíkt rétt eins og veröldin væri Arnarnes. Eru ekki múrar heimsins byggðir með þessu viðmóti? Og af mönnum sem vilja frekar breyta veröldinni en viðhorfi sínu. Vilja loka sig inni í vandalausri veröld. En það eru einmitt oft þessi inngrip sem gera lífið skemmtilegt. Lífið er nefnilega það sem kemur fyrir meðan við erum upptekin við aðrar áætlanir einsog Frið-jón sagði. Í morgun rakst ég svo á ófrýnilegt suðrænt skordýr á baðherbergisgólfinu. Ilskórinn var kominn á loft en þá minntist ég þess að mér stafar mun meiri hætta af þessum smákallalegu viðbrögðum en litlum meinleysingja á gólfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun
Eitt hádegishléið ætlaði ég að fara að rífa í mig samloku á torgi í Malaga þegar geitungur mikill kemur aðvífandi og ætlaði að deila henni með mér. Varð ég reiður mjög og lamdi til þess röndótta en án árangurs. Þá datt mér í hug að rífa smá bút af samlokunni, leggja hann á tröppurnar þar sem ég sat og setja samlokuna í pokann uns geitungurinn færi að gamna sér yfir skorpunni. Þegar hann gerði það tók ég samlokuna upp aftur og át geitungi til samlætis. Úr varð hin mesta gæðastund. Linkind mín var ekki lengi að spyrjast út og innan skamms var ég orðinn vinsæll mjög í skordýraheimum, þó ég segi sjálfur frá. Nú síðast í gærkvöldi seig kónguló fyrir framan nef mitt meðan ég var að fylgjast með Norðfjarðarsögu Egils Ólafssonar af tölvuskjá. Mín fyrsta hugsun var að klippa á þráðinn og kremja kóngulóna undir ilskónum en ég hætti við. Hún sveiflaðist hins vegar í þræðinum þar sem ég andvarpaði en því næst fór ég að dást að aðförunum og varð úr hin skemmtilegasta stund. Þessar litlu verur hafa sannfært mig um að við mannfólkið séum orðin svo dekruð að okkur finnst við eiga rétt á því að verða ekki fyrir neinum inngripum í lífinu. Það á að útiloka allt slíkt rétt eins og veröldin væri Arnarnes. Eru ekki múrar heimsins byggðir með þessu viðmóti? Og af mönnum sem vilja frekar breyta veröldinni en viðhorfi sínu. Vilja loka sig inni í vandalausri veröld. En það eru einmitt oft þessi inngrip sem gera lífið skemmtilegt. Lífið er nefnilega það sem kemur fyrir meðan við erum upptekin við aðrar áætlanir einsog Frið-jón sagði. Í morgun rakst ég svo á ófrýnilegt suðrænt skordýr á baðherbergisgólfinu. Ilskórinn var kominn á loft en þá minntist ég þess að mér stafar mun meiri hætta af þessum smákallalegu viðbrögðum en litlum meinleysingja á gólfinu.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun