Blatter ætlar að áfrýja: Finn til með fótboltanum og finn til með FIFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2015 10:34 Sepp Blatter, forseti FIFA. Vísir/Getty Sepp Blatter, forseti FIFA, sem var í morgun dæmdur í átta ára bann frá knattspyrnu, hélt blaðamannafund í höfuðstöðvum FIFA en hann heldur enn fram sakleysi sínu. Sepp Blatter og Michel Platini mega hvorugur koma nálægt knattspyrnumálum til ársins 2023 eftir að hafa verið dæmdir sekir af siðanefnd FIFA fyrir mútugreiðslu frá Blatter til Platini skömmu fyrir endurkjör Blatter sem forseta FIFA árið 2011. „Að segja að þetta sé góður dagur fyrir mig og FIFA væri algjörlega rangt," sagði Sepp Blatter í upphafi blaðamannafundarins og talaði jafnframt um það að hann hafi frétt af dómnum í gegnum fjölmiðla. Hann talaði líka um að það væri bara tveir sem stæðu með honum í salnum, dóttir hans og einn annar sem hann nefndi ekki.Sjá einnig:Sepp Blatter og Michel Platini dæmdir í átta ára bann „Ég biðst afsökunar. Ég biðst afsökunar á því að ég skuli ennþá vera boxpúði. Ég sem foreti FIFA er boxpúði. Ég finn til með fótboltanum og ég finn til með FIFA. Ég hef þjónað FIFA meira en 40 ár. Ég finn til með meira en 400 manns sem vinna fyrir FIFA," sagði Blatter. Blatter sagðist hafa haldið þennan blaðamannfund af því að hann hafi verið viss um það að sannfært siðanefndina um sakleysi sitt í málinu. Sepp Blatter talaði um að Michel Platini hafi gert munnlegt samkomulag við Michel Platini og að þetta hafi verið svokallað heiðursmannasamkomulag. „Við sömdum um þetta 1998, skömmu eftir HM í Frakklandi. Herra Platini sagði að hann vildi frá að vinna fyrir FIFA. Ég sagði að það væri yndislegt. Hann sagði að hann vildi frá eina milljón franka fyrir. Ég sagði honum að við gætum borgað hinum hluta núna og hluta síðar," sagði Blatter.Sjá einnig:Blatter mætti fjölmiðlum heimsins með plástur á kinninni „Það sem ég furða mig á er að siðanefnd FIFA skulu afneita því að svona samkomulag hafi verið gert. Við staðfestum þetta samkomulagt tvisvar sinnum, fyrst í Svíþjóð og svo aftur Zürich 1998," sagði Blatter. Sepp Blatter ætlar að áfrýja dóminum, bæði til Alþjóðlega íþróttadómstólsins og til svissneskra dómstóla. „Þetta snýst ekki um siðareglur. Þetta snýst um stjórnun og fjármálalegu hliðina," sagði Blatter. „Þeir eru að kalla mig og Herra Platini lygara og það er ekki rétt," sagði Blatter. FIFA Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Fleiri fréttir Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Sepp Blatter, forseti FIFA, sem var í morgun dæmdur í átta ára bann frá knattspyrnu, hélt blaðamannafund í höfuðstöðvum FIFA en hann heldur enn fram sakleysi sínu. Sepp Blatter og Michel Platini mega hvorugur koma nálægt knattspyrnumálum til ársins 2023 eftir að hafa verið dæmdir sekir af siðanefnd FIFA fyrir mútugreiðslu frá Blatter til Platini skömmu fyrir endurkjör Blatter sem forseta FIFA árið 2011. „Að segja að þetta sé góður dagur fyrir mig og FIFA væri algjörlega rangt," sagði Sepp Blatter í upphafi blaðamannafundarins og talaði jafnframt um það að hann hafi frétt af dómnum í gegnum fjölmiðla. Hann talaði líka um að það væri bara tveir sem stæðu með honum í salnum, dóttir hans og einn annar sem hann nefndi ekki.Sjá einnig:Sepp Blatter og Michel Platini dæmdir í átta ára bann „Ég biðst afsökunar. Ég biðst afsökunar á því að ég skuli ennþá vera boxpúði. Ég sem foreti FIFA er boxpúði. Ég finn til með fótboltanum og ég finn til með FIFA. Ég hef þjónað FIFA meira en 40 ár. Ég finn til með meira en 400 manns sem vinna fyrir FIFA," sagði Blatter. Blatter sagðist hafa haldið þennan blaðamannfund af því að hann hafi verið viss um það að sannfært siðanefndina um sakleysi sitt í málinu. Sepp Blatter talaði um að Michel Platini hafi gert munnlegt samkomulag við Michel Platini og að þetta hafi verið svokallað heiðursmannasamkomulag. „Við sömdum um þetta 1998, skömmu eftir HM í Frakklandi. Herra Platini sagði að hann vildi frá að vinna fyrir FIFA. Ég sagði að það væri yndislegt. Hann sagði að hann vildi frá eina milljón franka fyrir. Ég sagði honum að við gætum borgað hinum hluta núna og hluta síðar," sagði Blatter.Sjá einnig:Blatter mætti fjölmiðlum heimsins með plástur á kinninni „Það sem ég furða mig á er að siðanefnd FIFA skulu afneita því að svona samkomulag hafi verið gert. Við staðfestum þetta samkomulagt tvisvar sinnum, fyrst í Svíþjóð og svo aftur Zürich 1998," sagði Blatter. Sepp Blatter ætlar að áfrýja dóminum, bæði til Alþjóðlega íþróttadómstólsins og til svissneskra dómstóla. „Þetta snýst ekki um siðareglur. Þetta snýst um stjórnun og fjármálalegu hliðina," sagði Blatter. „Þeir eru að kalla mig og Herra Platini lygara og það er ekki rétt," sagði Blatter.
FIFA Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Fleiri fréttir Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira