Ískaldar jólakveðjur Magnús Guðmundsson skrifar 21. desember 2015 07:00 Það voru ískaldar jólakveðjur sem aldraðir og öryrkjar fengu frá stjórnarmeirihlutanum á Alþingi í síðustu viku. Ekki einn einasti stjórnarþingmaður hafði til þess hjartalag að standa með þeim sem mest þurfa á því að halda. Þeim sem margir búa við lökust kjörin á Íslandi. Öllu hugrakkari var meirihlutinn þegar kosið var um hans eigin buddu og afturvirkar kjarabætur fuku í gegnum þingið án vandkvæða enda stutt til jóla með öllum þeim útgjöldum sem því fylgja. Það er þó hætt við að slíkt valdi mörgum í röðum aldraðra og öryrkja lítilli kæti enda buddan víða svo gott sem tóm á þeim bæjum. Bjarni Benediktsson taldi þó stjórnina hafa gert vel við þennan hóp með leiðréttu frítekjumarki og leiðréttum grunnlífeyri. Þetta gagnast þeim sem eru á vinnumarkaði eða búa við góðan lífeyrissjóð en ekki þeim sem lökust hafa kjörin. Bjarni virðist gleyma því en muna að verður er verkamaður launa sinna. Vandinn er hins vegar sá að lágmarkslaun á Íslandi eru svo smánarlega lág að það er ekki dragandi fram á þeim lífið. Þar með ratar þessi réttlæting til heimahaganna þar sem fjölmargir búa við óviðunandi kjör og þurfa ítrekað að leita á náðir hjálparstofnana fyrir sig og sína til þess að draga fram lífið. Við þetta bætist svo sú einfalda staðreynd að margir lífeyrisþegar og öryrkjar hafa unnið alla sína ævi af kappi og heiðarleika en búa engu að síður ekki við viðunandi lífeyrissjóð. Að auki má geta þess að við eigum ekki öll kost á því að vinna og þar getur fjölmargt komið til. Fötlun, veikindi og áföll er nefnilega ekki val. Þannig getur til að mynda verið komið fyrir sumum af skjólstæðingum Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og formanns Þroskahjálpar á Suðurnesjum, en allt kom fyrir ekki. Ásmundur hafði ekki hugrekki til þess að ganga gegn vilja stjórnarmeirihlutans og með sannfæringu sinni eins og hann hafði áður fullyrt að hann ætlaði sér. Nei, Ásmundur kaus að sitja hjá, láta hagsmuni félagsmanna Þroskahjálpar á Suðurnesjum lönd og leið en fullyrða þess í stað um bót og betrun árið 2018. Það verður forvitnilegt að sjá hvort formaður Þroskahjálpar á Suðurnesjum verður þingmaður árið 2018. Nú, ef svo verður, þá er umhugsunarefni hvort Ásmundur verði enn formaður Þroskahjálpar ef hann heldur áfram á þingi. Það er að minnsta kosti greinilega erfitt að vera beggja vegna borðsins og því skást að sitja hjá undir borðinu á meðan ósköpin ganga yfir. En eftir stendur að þessi ríkisstjórn ætlar ekki að láta minnast sín fyrir stórhug og gott hjartalag í garð þeirra þegna sem mest þurfa á því að halda. Nei, það er greinilega eitthvað allt annað en boðskapurinn sem jólahátíðinni er ætlað að færa okkur í vikunni sem þar er efst á blaði. Gleðilega hátíð! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun
Það voru ískaldar jólakveðjur sem aldraðir og öryrkjar fengu frá stjórnarmeirihlutanum á Alþingi í síðustu viku. Ekki einn einasti stjórnarþingmaður hafði til þess hjartalag að standa með þeim sem mest þurfa á því að halda. Þeim sem margir búa við lökust kjörin á Íslandi. Öllu hugrakkari var meirihlutinn þegar kosið var um hans eigin buddu og afturvirkar kjarabætur fuku í gegnum þingið án vandkvæða enda stutt til jóla með öllum þeim útgjöldum sem því fylgja. Það er þó hætt við að slíkt valdi mörgum í röðum aldraðra og öryrkja lítilli kæti enda buddan víða svo gott sem tóm á þeim bæjum. Bjarni Benediktsson taldi þó stjórnina hafa gert vel við þennan hóp með leiðréttu frítekjumarki og leiðréttum grunnlífeyri. Þetta gagnast þeim sem eru á vinnumarkaði eða búa við góðan lífeyrissjóð en ekki þeim sem lökust hafa kjörin. Bjarni virðist gleyma því en muna að verður er verkamaður launa sinna. Vandinn er hins vegar sá að lágmarkslaun á Íslandi eru svo smánarlega lág að það er ekki dragandi fram á þeim lífið. Þar með ratar þessi réttlæting til heimahaganna þar sem fjölmargir búa við óviðunandi kjör og þurfa ítrekað að leita á náðir hjálparstofnana fyrir sig og sína til þess að draga fram lífið. Við þetta bætist svo sú einfalda staðreynd að margir lífeyrisþegar og öryrkjar hafa unnið alla sína ævi af kappi og heiðarleika en búa engu að síður ekki við viðunandi lífeyrissjóð. Að auki má geta þess að við eigum ekki öll kost á því að vinna og þar getur fjölmargt komið til. Fötlun, veikindi og áföll er nefnilega ekki val. Þannig getur til að mynda verið komið fyrir sumum af skjólstæðingum Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og formanns Þroskahjálpar á Suðurnesjum, en allt kom fyrir ekki. Ásmundur hafði ekki hugrekki til þess að ganga gegn vilja stjórnarmeirihlutans og með sannfæringu sinni eins og hann hafði áður fullyrt að hann ætlaði sér. Nei, Ásmundur kaus að sitja hjá, láta hagsmuni félagsmanna Þroskahjálpar á Suðurnesjum lönd og leið en fullyrða þess í stað um bót og betrun árið 2018. Það verður forvitnilegt að sjá hvort formaður Þroskahjálpar á Suðurnesjum verður þingmaður árið 2018. Nú, ef svo verður, þá er umhugsunarefni hvort Ásmundur verði enn formaður Þroskahjálpar ef hann heldur áfram á þingi. Það er að minnsta kosti greinilega erfitt að vera beggja vegna borðsins og því skást að sitja hjá undir borðinu á meðan ósköpin ganga yfir. En eftir stendur að þessi ríkisstjórn ætlar ekki að láta minnast sín fyrir stórhug og gott hjartalag í garð þeirra þegna sem mest þurfa á því að halda. Nei, það er greinilega eitthvað allt annað en boðskapurinn sem jólahátíðinni er ætlað að færa okkur í vikunni sem þar er efst á blaði. Gleðilega hátíð!
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun