Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson og skrifa 5. desember 2025 09:30 Enn einu sinni kveður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar sér hljóðs og talar um glufu. Glufu sem þarf að loka. Fyrirsögn þessa tilskrifs er vísun í millifyrirsagnir hans í grein sem birtist á þessum vettvangi þann 1. desember 2025. Og það er sennilega rétt hjá honum að tilgangurinn helgar meðalið. Hamra nógu oft á því að verið sé að loka glufum. Með því að kalla löglega útfært fyrirkomulag glufu, sem þingmenn fyrri tíma hafa rökrætt um og samþykkt, er verið að reyna að koma að þeirri hugsun að þar sé um að ræða tækifæri til misnotkunar. Með því er verið að reyna að hafa áhrif á opinbera umræðu þannig að lesendur leggi mat á málflutninginn út frá orðalagi fremur en efni. Orðið er notað í pólitískum tilgangi, til að varpa ljósi á það sem notandinn vill láta breyta og ýjar að í leiðinni að sé ekki rétt fyrirkomulag – jafnvel brotlegt eða að minnsta kosti ámælisvert. Orðið er notað til að réttlæta og kalla fram stuðning við kerfis- og lagabreytingar. Á kerfum og lögum sem landsmenn þekkja og hafa áður verið leidd í lög af þingheimi með réttum hætti. Það virðist nefnilega vera svo að spunameistarar núverandi ríkisstjórnarflokka hafi fundið gullpottinn í orðræðu í aðdraganda kosninga. Engar skattahækkanir eða viðbótarálögur á „venjulegt“ fólk og fyrirtæki. Það þarf bara að loka nokkrum "glufum". Þetta er gert kerfisbundið og áform kynnt um lokun á einni og einni "glufu" í einu þannig að sem fæstir kvarti í hvert sinn. Og flestir láta sér vel líka á meðan þeir sleppa sjálfir. Þeir bera byrðarnar sem fyrir verða hverju sinni. Og flestir eru ánægðir. Það er bara verið að laga til í „kerfisglufum“ í velferðinni og regluverkinu. Talandi um kerfisglufur. Samkvæmt nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar eru lagðar til breytingar sem fela í sér útgjaldaaukningu upp á 19,6 milljarða frá því sem gert var ráð fyrir þegar frumvarpið var lagt fram. Þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir 5,7 milljarða útgjaldalækkun ríkisins vegna fyrirhugaðrar styttingu bótatímabils atvinnuleysisbóta úr 30 mánuðum í 18 mánuði. Það er ljóst að þessi breyting á bótatímabili mun leggjast þungt á sveitarfélögin og mögulega félög launþega. Sveitarfélögin og verkalýðsfélögin hafa áður lagst þungt gegn tillögum að breytingum í þessa áttina. Nú heyrist lítið í verkalýðsfélögunum. Hvað veldur? Verkalýðsfélögin ætla mögulega að treysta á að sveitarfélögin grípi þennan bolta? Nema þau veigri sér við mótmælum þar sem núverandi stjórnarsamsetning hugnast þeim almennt vel og ekki sé vilji til að styggja. (Enda eins gott að fara varlega því dæmin sýna að núverandi valdhafar eru óhræddir við að sýna og beita valdi sínu). Stjórnvöld byrjuðu nefnilega á réttum enda - þeim „ofurríku“. Útgerðinni, samsköttunaraðlinum og bíleigendum. Allt eru þetta "kerfisglufur" sem verið er að "laga" - þá væntanlega öllum hinum til hagsbóta. En kannski eru verkalýðsfélögin og aðrir þeir sem eru ánægðir með að glufum sé lokað ekki ennþá búin að átta sig á plottinu, og sitja eins og froskar í potti sem verið er að hita undir? 1984? Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Ármannsson Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Enn einu sinni kveður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar sér hljóðs og talar um glufu. Glufu sem þarf að loka. Fyrirsögn þessa tilskrifs er vísun í millifyrirsagnir hans í grein sem birtist á þessum vettvangi þann 1. desember 2025. Og það er sennilega rétt hjá honum að tilgangurinn helgar meðalið. Hamra nógu oft á því að verið sé að loka glufum. Með því að kalla löglega útfært fyrirkomulag glufu, sem þingmenn fyrri tíma hafa rökrætt um og samþykkt, er verið að reyna að koma að þeirri hugsun að þar sé um að ræða tækifæri til misnotkunar. Með því er verið að reyna að hafa áhrif á opinbera umræðu þannig að lesendur leggi mat á málflutninginn út frá orðalagi fremur en efni. Orðið er notað í pólitískum tilgangi, til að varpa ljósi á það sem notandinn vill láta breyta og ýjar að í leiðinni að sé ekki rétt fyrirkomulag – jafnvel brotlegt eða að minnsta kosti ámælisvert. Orðið er notað til að réttlæta og kalla fram stuðning við kerfis- og lagabreytingar. Á kerfum og lögum sem landsmenn þekkja og hafa áður verið leidd í lög af þingheimi með réttum hætti. Það virðist nefnilega vera svo að spunameistarar núverandi ríkisstjórnarflokka hafi fundið gullpottinn í orðræðu í aðdraganda kosninga. Engar skattahækkanir eða viðbótarálögur á „venjulegt“ fólk og fyrirtæki. Það þarf bara að loka nokkrum "glufum". Þetta er gert kerfisbundið og áform kynnt um lokun á einni og einni "glufu" í einu þannig að sem fæstir kvarti í hvert sinn. Og flestir láta sér vel líka á meðan þeir sleppa sjálfir. Þeir bera byrðarnar sem fyrir verða hverju sinni. Og flestir eru ánægðir. Það er bara verið að laga til í „kerfisglufum“ í velferðinni og regluverkinu. Talandi um kerfisglufur. Samkvæmt nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar eru lagðar til breytingar sem fela í sér útgjaldaaukningu upp á 19,6 milljarða frá því sem gert var ráð fyrir þegar frumvarpið var lagt fram. Þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir 5,7 milljarða útgjaldalækkun ríkisins vegna fyrirhugaðrar styttingu bótatímabils atvinnuleysisbóta úr 30 mánuðum í 18 mánuði. Það er ljóst að þessi breyting á bótatímabili mun leggjast þungt á sveitarfélögin og mögulega félög launþega. Sveitarfélögin og verkalýðsfélögin hafa áður lagst þungt gegn tillögum að breytingum í þessa áttina. Nú heyrist lítið í verkalýðsfélögunum. Hvað veldur? Verkalýðsfélögin ætla mögulega að treysta á að sveitarfélögin grípi þennan bolta? Nema þau veigri sér við mótmælum þar sem núverandi stjórnarsamsetning hugnast þeim almennt vel og ekki sé vilji til að styggja. (Enda eins gott að fara varlega því dæmin sýna að núverandi valdhafar eru óhræddir við að sýna og beita valdi sínu). Stjórnvöld byrjuðu nefnilega á réttum enda - þeim „ofurríku“. Útgerðinni, samsköttunaraðlinum og bíleigendum. Allt eru þetta "kerfisglufur" sem verið er að "laga" - þá væntanlega öllum hinum til hagsbóta. En kannski eru verkalýðsfélögin og aðrir þeir sem eru ánægðir með að glufum sé lokað ekki ennþá búin að átta sig á plottinu, og sitja eins og froskar í potti sem verið er að hita undir? 1984? Höfundur er lögmaður.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun