Boðuð endurkoma Dóru Maríu áramótagrín hjá Valsmönnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. desember 2015 16:25 Bara grín. mynd/facebook-síða vals Valsmenn eru oftar en ekki léttir í lund og það er engin breyting á því núna um áramótin. Fyrir skömmu birtist mynd á Facebook-síðu Vals þar sem Ólafur Brynjólfsson, þjálfari kvennaliðsins í fótbolta, og Dóra María Lárusdóttir takast í hendur. Yfirskriftin er "Þjálfari Vals handsalar nýjan þriggja ára samning við Dóru Maríu." Dóra María hefur verið í fríi frá knattspyrnuiðkun undanfarna mánuði og lék ekkert með Val á síðasta tímabili. Því hafa margir eflaust glaðst við að sjá þessar fréttir. Að sögn Ólafs er þó bara um grín að ræða en í samtali við Vísi sagði hann að enginn samningur hafi verið undirritaður í dag. Hann útilokaði þó ekki að Dóra María myndi taka skóna úr hillunni og sagði að það kæmi í ljós á næstu vikum. Ljóst er að Dóra María myndi styrkja Valsliðið til mikilla muna enda er hún ein af fremstu fótboltakonum Íslands. Dóra María vann fjölda titla með Val á sínum tíma og þá er hún næstleikjahæsti leikmaður í sögu kvennalandsliðsins. Dóra hefur alls leikið 108 landsleiki og skorað 18 mörk en hún varð yngsti leikmaðurinn í íslenskri knattspyrnusögu til að leika 100 landsleiki fyrir Íslands hönd. Valur hefur endað í 7. sæti Pepsi-deildar kvenna undanfarin tvö tímabil en ljóst er að liðið ætlar að gera mun betur á næsta tímabili. Valsmenn hafa verið liða duglegastir á félagaskiptamarkaðinum en systurnar Margrét Lára og Elísa Viðarsdætur, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Rúna Sif Stefánsdóttir og Thelma Björk Einarsdóttir hafa allar fengið til liðs við Val í vetur. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Valur heldur áfram að safna liði Valur heldur áfram að safna liði fyrir átökin í Pepsi-deild kvenna í fótbolta á næsta tímabili en í gær skrifaði Thelma Björk Einarsdóttir undir tveggja ára samning við félagið. Þetta kemur fram á heimasíðu Vals. 31. desember 2015 12:04 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira
Valsmenn eru oftar en ekki léttir í lund og það er engin breyting á því núna um áramótin. Fyrir skömmu birtist mynd á Facebook-síðu Vals þar sem Ólafur Brynjólfsson, þjálfari kvennaliðsins í fótbolta, og Dóra María Lárusdóttir takast í hendur. Yfirskriftin er "Þjálfari Vals handsalar nýjan þriggja ára samning við Dóru Maríu." Dóra María hefur verið í fríi frá knattspyrnuiðkun undanfarna mánuði og lék ekkert með Val á síðasta tímabili. Því hafa margir eflaust glaðst við að sjá þessar fréttir. Að sögn Ólafs er þó bara um grín að ræða en í samtali við Vísi sagði hann að enginn samningur hafi verið undirritaður í dag. Hann útilokaði þó ekki að Dóra María myndi taka skóna úr hillunni og sagði að það kæmi í ljós á næstu vikum. Ljóst er að Dóra María myndi styrkja Valsliðið til mikilla muna enda er hún ein af fremstu fótboltakonum Íslands. Dóra María vann fjölda titla með Val á sínum tíma og þá er hún næstleikjahæsti leikmaður í sögu kvennalandsliðsins. Dóra hefur alls leikið 108 landsleiki og skorað 18 mörk en hún varð yngsti leikmaðurinn í íslenskri knattspyrnusögu til að leika 100 landsleiki fyrir Íslands hönd. Valur hefur endað í 7. sæti Pepsi-deildar kvenna undanfarin tvö tímabil en ljóst er að liðið ætlar að gera mun betur á næsta tímabili. Valsmenn hafa verið liða duglegastir á félagaskiptamarkaðinum en systurnar Margrét Lára og Elísa Viðarsdætur, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Rúna Sif Stefánsdóttir og Thelma Björk Einarsdóttir hafa allar fengið til liðs við Val í vetur.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Valur heldur áfram að safna liði Valur heldur áfram að safna liði fyrir átökin í Pepsi-deild kvenna í fótbolta á næsta tímabili en í gær skrifaði Thelma Björk Einarsdóttir undir tveggja ára samning við félagið. Þetta kemur fram á heimasíðu Vals. 31. desember 2015 12:04 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira
Valur heldur áfram að safna liði Valur heldur áfram að safna liði fyrir átökin í Pepsi-deild kvenna í fótbolta á næsta tímabili en í gær skrifaði Thelma Björk Einarsdóttir undir tveggja ára samning við félagið. Þetta kemur fram á heimasíðu Vals. 31. desember 2015 12:04