Komst inn í skóla á Maístjörnunni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 31. desember 2015 10:15 Nöfnurnar Agnes Löve og Agnes Tanja hafa æft stíft saman síðustu daga. Vísir/Vilhelm ?Ég hlakka mikið til að syngja í Hannesarholti með ömmu við hljóðfærið,“? segir Agnes Tanja Thorsteins mezzosópransöngkona glaðlega um tónleika sem hún heldur á sunnudaginn klukkan 16, ásamt ömmu sinni Agnesi Löve píanóleikara. Hún kveðst hafa æft prógrammið á fullu síðustu daga eftir að hafa barist við flensu í hálfan mánuð. ?„Ég kom til landsins frá Vín 11. desember, en veiktist þann 12. og var raddlaus fram yfir jól. Þetta er óöryggið sem söngvarar búa við,“? lýsir Agnes Tanja sem er að ljúka BA-námi í Universität für Musik und darstellende Kunst í Vínarborg og hefja mastersnám við sama skóla ? en er í jólafríi núna. Á efnisskránni í Hannesarholti eru meðal annars verk eftir Fauré, Rachmnaninoff, Händel og Bizet. „?Ég ætla að velja Carmen-aríu, já og eina eftir Mozart,“? segir Agnes Tanja og kveðst vera að fara að takast á við óperuna La clemenza di Tito eftir Mozart, í óperuáfanganum sem hún er í í skólanum. ?„Þar er eitt af stærri mezzosópranhlutverkunum, ef maður getur sungið það þá getur maður í rauninni allt! Svo verð ég líka að taka eitthvað eftir hann Jón Ásgeirsson tónskáld því ég skrifaði BA-ritgerðina um hann og komst inn í skólann á Maístjörnunni hans.?“ Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
?Ég hlakka mikið til að syngja í Hannesarholti með ömmu við hljóðfærið,“? segir Agnes Tanja Thorsteins mezzosópransöngkona glaðlega um tónleika sem hún heldur á sunnudaginn klukkan 16, ásamt ömmu sinni Agnesi Löve píanóleikara. Hún kveðst hafa æft prógrammið á fullu síðustu daga eftir að hafa barist við flensu í hálfan mánuð. ?„Ég kom til landsins frá Vín 11. desember, en veiktist þann 12. og var raddlaus fram yfir jól. Þetta er óöryggið sem söngvarar búa við,“? lýsir Agnes Tanja sem er að ljúka BA-námi í Universität für Musik und darstellende Kunst í Vínarborg og hefja mastersnám við sama skóla ? en er í jólafríi núna. Á efnisskránni í Hannesarholti eru meðal annars verk eftir Fauré, Rachmnaninoff, Händel og Bizet. „?Ég ætla að velja Carmen-aríu, já og eina eftir Mozart,“? segir Agnes Tanja og kveðst vera að fara að takast á við óperuna La clemenza di Tito eftir Mozart, í óperuáfanganum sem hún er í í skólanum. ?„Þar er eitt af stærri mezzosópranhlutverkunum, ef maður getur sungið það þá getur maður í rauninni allt! Svo verð ég líka að taka eitthvað eftir hann Jón Ásgeirsson tónskáld því ég skrifaði BA-ritgerðina um hann og komst inn í skólann á Maístjörnunni hans.?“
Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira