Fertugur á tímamótum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. desember 2015 23:15 Tiger Woods. vísir/getty Tiger Woods fagnar fertugsafmælinu sínu í dag en afmælisdagarnir hafa örugglega oft verið betri hjá Tiger. Hann er meiddur, hefur ekki unnið risamót síðan 2008 og framtíðin er í raun óljós. Hvenær hann getur byrjað að spila og hvort að líkaminn muni hreinlega þola meira golf eftir allt sem á undan er gengið. Tiger er búinn að vinna 14 risamót á ferlinum og hefur verið að elta met Jack Niclaus sem vann 18 risamót. Lengi vel virtist það vera formsatriði fyrir Tiger að ná þessu meti en svo gaf á bátinn. Tiger náði sér á strik árið 2013 þar sem hann vann fimm mót á PGA-mótaröðinni. Sigur á risamóti kom þó ekki og ári síðar fór bakið á honum. Aðgerð beið hans og hann hefur ekki verið sami maður síðan. Tveimur skurðagerðum síðar er ómögulegt að spá í hvort Tiger muni ná flugi á nýjan leik. Það er enginn að spá í því núna hvort hann vinni fleiri risamót heldur spá menn í það hvort hann verði í standi til að spila áfram meðal þeirra bestu. Kylfingurinn hefur sjálfur gefið það út að hann muni ekki leggja líkamann í hættu. Hann vilji geta leikið við börnin sín. Það gangi fyrir. Frá árinu 1965 hafa kylfingar yfir fertugt aðeins unnið 18 af 204 risamótum. Woods var líka að elta metið yfir flesta sigra á risamótum og hann er í dag þrem sigrum á eftir Sam Snead. Það verður örugglega ljóst á árinu 2016 hvort Tiger eigi raunhæfan möguleika á því að elta þessi stóru met eitthvað lengur. Golf Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Tiger Woods fagnar fertugsafmælinu sínu í dag en afmælisdagarnir hafa örugglega oft verið betri hjá Tiger. Hann er meiddur, hefur ekki unnið risamót síðan 2008 og framtíðin er í raun óljós. Hvenær hann getur byrjað að spila og hvort að líkaminn muni hreinlega þola meira golf eftir allt sem á undan er gengið. Tiger er búinn að vinna 14 risamót á ferlinum og hefur verið að elta met Jack Niclaus sem vann 18 risamót. Lengi vel virtist það vera formsatriði fyrir Tiger að ná þessu meti en svo gaf á bátinn. Tiger náði sér á strik árið 2013 þar sem hann vann fimm mót á PGA-mótaröðinni. Sigur á risamóti kom þó ekki og ári síðar fór bakið á honum. Aðgerð beið hans og hann hefur ekki verið sami maður síðan. Tveimur skurðagerðum síðar er ómögulegt að spá í hvort Tiger muni ná flugi á nýjan leik. Það er enginn að spá í því núna hvort hann vinni fleiri risamót heldur spá menn í það hvort hann verði í standi til að spila áfram meðal þeirra bestu. Kylfingurinn hefur sjálfur gefið það út að hann muni ekki leggja líkamann í hættu. Hann vilji geta leikið við börnin sín. Það gangi fyrir. Frá árinu 1965 hafa kylfingar yfir fertugt aðeins unnið 18 af 204 risamótum. Woods var líka að elta metið yfir flesta sigra á risamótum og hann er í dag þrem sigrum á eftir Sam Snead. Það verður örugglega ljóst á árinu 2016 hvort Tiger eigi raunhæfan möguleika á því að elta þessi stóru met eitthvað lengur.
Golf Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira