Hyundai vetnisbíll með 800 km drægni Finnur Thorlacius skrifar 30. desember 2015 11:42 Hyundai ix35 Fuel Cell. worldcarfans Hyundai getur státað sig af því að hafa framleitt fyrsta fjöldaframleidda vetnisbílinn í heiminum með Hyundai ix35 Fuel Cell bílnum, en nú er komið að því að fylgja honum eftir. Að sjálfsögðu verður það ekki með ix35 bíl þar sem framleiðslu hans sem hefðbundins brunabíls er hætt og Hyundai Tucson tekinn við. Líklegt þykir þó að næsti vetnisbíll Hyundai verði jepplingur, en í hvers konar búningi sem hann verður þá á hann að komast 800 kílómetra á tankfylli af vetni. Hann á að hafa 177 km hámarkshraða og telst það gott fyrir vetnisbíl. Hyundai ix35 Fuel Cell hafði ágæta drægni, eða 594 km og 160 km hámarkshraða, svo ekki er um neina stóra byltingu að ræða, en hafa verður í huga að fæstir bensín- eða dísilbílar ná 800 kílómetra akstri á tankfyllinni. Hyundai hefur ekki látið uppi hvenær von er á nýjum vetnisbíl, en líklega verður það ekki fyrr en 2018 og ekki seinna en 2020. Kia er einnig að vinna að smíði vetnisbíls með samskonar drægni og 170 km hámarkshraða og hann á að koma á markað árið 2020. Kia vinnur með 300 mismunandi samstarfsaðilum að þróun þess bíls og lofar miklu tækniundri. Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent
Hyundai getur státað sig af því að hafa framleitt fyrsta fjöldaframleidda vetnisbílinn í heiminum með Hyundai ix35 Fuel Cell bílnum, en nú er komið að því að fylgja honum eftir. Að sjálfsögðu verður það ekki með ix35 bíl þar sem framleiðslu hans sem hefðbundins brunabíls er hætt og Hyundai Tucson tekinn við. Líklegt þykir þó að næsti vetnisbíll Hyundai verði jepplingur, en í hvers konar búningi sem hann verður þá á hann að komast 800 kílómetra á tankfylli af vetni. Hann á að hafa 177 km hámarkshraða og telst það gott fyrir vetnisbíl. Hyundai ix35 Fuel Cell hafði ágæta drægni, eða 594 km og 160 km hámarkshraða, svo ekki er um neina stóra byltingu að ræða, en hafa verður í huga að fæstir bensín- eða dísilbílar ná 800 kílómetra akstri á tankfyllinni. Hyundai hefur ekki látið uppi hvenær von er á nýjum vetnisbíl, en líklega verður það ekki fyrr en 2018 og ekki seinna en 2020. Kia er einnig að vinna að smíði vetnisbíls með samskonar drægni og 170 km hámarkshraða og hann á að koma á markað árið 2020. Kia vinnur með 300 mismunandi samstarfsaðilum að þróun þess bíls og lofar miklu tækniundri.
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent