Flytur til Denver og klárar plötu Gunnar Leó Pálsson skrifar 3. janúar 2015 11:00 Tónlistarkonan Sigurlaug Gísladóttir, betur þekkt sem Mr. Silla, kveður Ísland í bili. fréttablaðið/Daníel „Ég ætla aðeins að skreppa og verð í þrjá mánuði í senn en kem svo aðeins heim á milli,“ segir tónlistarkonan Sigurlaug Gísladóttir, betur þekkt undir listamannsnafninu Mr. Silla. Hún er að flytja til Bandaríkjanna, nánar tiltekið Denver í Colorado, og fer út 10. janúar. „Það eru spennandi tímar fram undan,“ segir Sigurlaug. Hún hefur þó aldrei komið til borgarinnar áður og því mikil tilhlökkun fyrir nýju ævintýri. Sigurlaug ætlar að einbeita sér að tónlistinni í Bandaríkjunum. „Ég er að leggja lokahönd á nýja plötu og kem til með að klára hana úti.“ Hún er jafnframt fyrsta sólóplata Sigurlaugar. „Ég hef gefið út nokkrar plötur en þær hafa verið svona samstarfsplötur, Mr. Silla & Mongoose og með Múm,“ bætir Sigurlaug við. Hún syngur öll lögin og leikur einnig á flest hljóðfærin sem á plötunni eru. „Mike Lindsay pródúserar plötuna og spilar einnig inn á hana. Tyle Ludwick spilar á gítar.“ Það liggur þó ekki fyrir hvenær platan kemur út. Sigurlaug heldur kveðjutónleika í Mengi, fimmtudagskvöldið 8. janúar næstkomandi. Tónlist Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Ég ætla aðeins að skreppa og verð í þrjá mánuði í senn en kem svo aðeins heim á milli,“ segir tónlistarkonan Sigurlaug Gísladóttir, betur þekkt undir listamannsnafninu Mr. Silla. Hún er að flytja til Bandaríkjanna, nánar tiltekið Denver í Colorado, og fer út 10. janúar. „Það eru spennandi tímar fram undan,“ segir Sigurlaug. Hún hefur þó aldrei komið til borgarinnar áður og því mikil tilhlökkun fyrir nýju ævintýri. Sigurlaug ætlar að einbeita sér að tónlistinni í Bandaríkjunum. „Ég er að leggja lokahönd á nýja plötu og kem til með að klára hana úti.“ Hún er jafnframt fyrsta sólóplata Sigurlaugar. „Ég hef gefið út nokkrar plötur en þær hafa verið svona samstarfsplötur, Mr. Silla & Mongoose og með Múm,“ bætir Sigurlaug við. Hún syngur öll lögin og leikur einnig á flest hljóðfærin sem á plötunni eru. „Mike Lindsay pródúserar plötuna og spilar einnig inn á hana. Tyle Ludwick spilar á gítar.“ Það liggur þó ekki fyrir hvenær platan kemur út. Sigurlaug heldur kveðjutónleika í Mengi, fimmtudagskvöldið 8. janúar næstkomandi.
Tónlist Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira