Menning

Óskilahundurinn á fjalirnar syðra

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Þeim Eiríki og Hjörleifi er ekkert mannlegt óviðkomandi.
Þeim Eiríki og Hjörleifi er ekkert mannlegt óviðkomandi.
Nýja svið Borgarleikhússins verður líflegt á föstudag þegar þeir félagarnir Hjörleifur Hjartarson og Eiríkur Stephensen, sem mynda hljómsveitina Hundur í óskilum, sýna þar nýjustu afurð sína, Öldina okkar. Þar fara þeir á hundavaði í tali og tónum yfir þann part 21. aldarinnar sem liðinn er.

Þeir frumsýndu á Akureyri 30. október og fengu einróma lof áhorfenda. Nú eru þeir sem sagt á leið til höfuðborgarinnar.

Hundinum er náttúrlega ekkert íslenskt óviðkomandi; hann ræður í gjörðir stjórnmálamanna og spyr ýmissa spurninga sem brenna í brjóstum leikhúsgesta.

Öldin okkar er á ákveðinn hátt framhald á Sögu þjóðar sem sýnd var 80 sinnum fyrir fullu húsi á Akureyri og í Borgarleikhúsinu árin 2012 og 2013, hlaut þrjár Grímutilnefningar og eina Grímu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×