Ég er nýi gaurinn í Norræna húsinu! Magnús Guðmundsson skrifar 6. janúar 2015 13:00 "Íslendingar búa yfir einhverju sérstöku brjálæði sem mér finnst ómótstæðilegt,“ segir Mikkel Harder. Vísir/Stefán Mikkel Harder tók við sem forstjóri Norræna hússins núna um áramótin eftir að hafa unnið stjórnunarstörf í danskri menningarsenu um árabil. Þetta er þó hans fyrsta stóra starf utan heimalandsins.Eitthvað sérstakt brjálæði „Það eru blendnar tilfinningar sem fylgja því að taka svona stökk en það er eitthvað sérstaklega spennandi við að fá að vinna á Íslandi. Ég hef kynnst Íslendingum víðast hvar þar sem ég hef verið og farið allt frá því ég var í leiklistarnámi í París og London. Íslendingar búa yfir einhverju sérstöku brjálæði sem mér finnst ómótstæðilegt svo að þegar tækifærið kom þá gat ég ekki látið það fram hjá mér fara. Norræna húsið á að vera öflugt, menningarlegt tengslanet á milli Norðurlandanna en það er líka mikilvægt að það sé virkt í viðkomandi samfélagi. Mér sýnist að ég taki við ákaflega góðu búi af fyrirrennara mínum og hef fullan hug á því að byggja áfram á því góða starfi en auðvitað langar mig til þess að koma líka með eitthvað nýtt. Það er margt spennandi fram undan sem er löngu planað en svo kemur eflaust að því hægt og rólega að einhverjar breyttar áherslur koma í ljós."Samruni tveggja heima "Við starfsfólkið byrjuðum fyrsta vinnudaginn á nýju ári á því að halda fyrsta hugmyndafundinn í tíu funda seríu sem við ætlum að vera með í janúar. Mér finnst skipta öllu máli að virkja sem flesta innan hússins því að það er starfsfólkið sem er sérfræðingarnir en ég er bara nýi gaurinn. Síðustu ár hef ég starfað í formföstu umhverfi búrókratanna og þekki þann heim orðið ansi vel. En ég þekki líka listamenn og hvernig þeir vinna og hugsa. Mitt hlutverk verður ekki síst að sameina þessa tvo mjög svo ólíku heima og sjá til þess að Norræna húsið sé spennandi heimur fyrir listamenn en þó fyrst og fremst gesti og gangandi.“Í fjarsambandi eftir 9 ára sambúð „Við kærastinn minn höfum verið í sambúð í níu ár og það verða mikil viðbrigði að búa einn. Það verður bara mikið verið á Skype og svo kemur hann í langar helgarheimsóknir og ég skrepp líka stundum til Danmerkur. Mér sýnist þó í fljótu bragði að það eigi eftir að vera nóg að gera í vinnunni og það verður líka alveg örugglega gaman í vinnunni því hér er fullt af skemmtilegu fólki.“ Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Tónlist Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Mikkel Harder tók við sem forstjóri Norræna hússins núna um áramótin eftir að hafa unnið stjórnunarstörf í danskri menningarsenu um árabil. Þetta er þó hans fyrsta stóra starf utan heimalandsins.Eitthvað sérstakt brjálæði „Það eru blendnar tilfinningar sem fylgja því að taka svona stökk en það er eitthvað sérstaklega spennandi við að fá að vinna á Íslandi. Ég hef kynnst Íslendingum víðast hvar þar sem ég hef verið og farið allt frá því ég var í leiklistarnámi í París og London. Íslendingar búa yfir einhverju sérstöku brjálæði sem mér finnst ómótstæðilegt svo að þegar tækifærið kom þá gat ég ekki látið það fram hjá mér fara. Norræna húsið á að vera öflugt, menningarlegt tengslanet á milli Norðurlandanna en það er líka mikilvægt að það sé virkt í viðkomandi samfélagi. Mér sýnist að ég taki við ákaflega góðu búi af fyrirrennara mínum og hef fullan hug á því að byggja áfram á því góða starfi en auðvitað langar mig til þess að koma líka með eitthvað nýtt. Það er margt spennandi fram undan sem er löngu planað en svo kemur eflaust að því hægt og rólega að einhverjar breyttar áherslur koma í ljós."Samruni tveggja heima "Við starfsfólkið byrjuðum fyrsta vinnudaginn á nýju ári á því að halda fyrsta hugmyndafundinn í tíu funda seríu sem við ætlum að vera með í janúar. Mér finnst skipta öllu máli að virkja sem flesta innan hússins því að það er starfsfólkið sem er sérfræðingarnir en ég er bara nýi gaurinn. Síðustu ár hef ég starfað í formföstu umhverfi búrókratanna og þekki þann heim orðið ansi vel. En ég þekki líka listamenn og hvernig þeir vinna og hugsa. Mitt hlutverk verður ekki síst að sameina þessa tvo mjög svo ólíku heima og sjá til þess að Norræna húsið sé spennandi heimur fyrir listamenn en þó fyrst og fremst gesti og gangandi.“Í fjarsambandi eftir 9 ára sambúð „Við kærastinn minn höfum verið í sambúð í níu ár og það verða mikil viðbrigði að búa einn. Það verður bara mikið verið á Skype og svo kemur hann í langar helgarheimsóknir og ég skrepp líka stundum til Danmerkur. Mér sýnist þó í fljótu bragði að það eigi eftir að vera nóg að gera í vinnunni og það verður líka alveg örugglega gaman í vinnunni því hér er fullt af skemmtilegu fólki.“
Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Tónlist Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira