Listasafnið á Akureyri í endurnýjun lífdaga Magnús Guðmundsson skrifar 7. janúar 2015 16:00 "Við erum með einar tuttugur og þrjár spennandi sýningar á þessu ári,“ segir Hlynur Hallsson safnstjóri Listasafnins á Akureyri. Mynd/Auðunn Níelsson „Eftir nokkur mögur ár erum við nú með sanni að koma til baka af miklum krafti. Safnið er að bæta við sig húsakosti sem þýðir aukið sýningarrými og við tökum upp að nýju nafnið Listafnið á Akureyri eftir að hafa kallast Sjónlistamiðstöð Akureyrar í nokkur ár," segir Hlynur Hallsson safnstjóri. Safnið fær af þessu tilefni nýtt merki og einkennislit ásamt nýrri heimasíðu, listak.is, sem fer í loftið í dag, miðvikudag. Að auki kemur ársbæklingurinn okkar út í dag og verður honum dreift í öll hús á Akureyri, áhugasamir geta nálgast hann á stærri listasöfnunum í Reykjavík og jafnvel víðar.“Aftur byrjuð að kaupa myndlist „Það er lykilatriði fyrir okkur að safnið er aftur farið að kaupa myndlist og safna verkum. Þó að þröngt sé í búi og mikils aðhalds þörf í öllum rekstri þá er reglubundin aukning safnkostsins algjörlega nauðsynleg upp á komandi tíma. Nú eru liðin tíu ár síðan safnið keypti síðast verk og það er alltof langur tími. Að vera aftur byrjuð að kaupa myndlist, þótt það sé ekki af miklum efnum, er okkur alveg gríðarlegt fagnaðarefni. Að auki má geta þess að við erum með einar tuttugur og þrjár ólíkar og spennandi sýningar áætlaðar á þessu ári.“Loks í listasafni á 100 ára afmæli! „Fyrstu sýningar ársins verða opnaðar næstkomandi laugardag og eru skemmtilega ólíkar. Í mið- og austursal má sjá yfirlitssýningu á verkum Elísabetar Geirmundsdóttur, Listakonan í Fjörunni. Elísabet var fjölhæf alþýðulistakona, þekktust fyrir höggmyndir, þó gerði hún einnig málverk og teikningar, myndskreytti bækur, hannaði hús og merki og samdi ljóð og lög. Það er afar viðeigandi að á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi og 100 ára fæðingarafmæli Elísabetar skuli vera sett upp yfirlitssýning á verkum hennar. Í huga okkar hér felst í þessu ákveðin endurreisn á þessari merku listakonu þar sem verk hennar hafa ekki verið sýnd áður í listasafni. Sýningin stendur til 8. mars og er unnin í samvinnu við Minjasafnið á Akureyri og fjölskyldu Elísabetar. Að auki verður fjöldi skemmtilegra viðburða í tengslum við sýninguna.“(Ó)Stöðugleiki í vestursal „Í vestursal sýnir Habby Osk undir yfirskriftinni (Ó)Stöðugleiki. Sýningin er hluti af sýningaröð sem mun standa til 8. mars og inniheldur átta vikulangar sýningar. Aðrir sýnendur eru Brenton Alexander Smith, Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Kristján Pétur Sigurðsson, Þóra Karlsdóttir, Joris Rademaker, Lárus H. List og Arnar Ómarsson. Habby Osk býr og starfar í New York en hefur haldið fimm einkasýningar á Íslandi og í Bandaríkjunum og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum víða um heim. Megininntak sýningarinnar tengist hugtökunum um stöðugleika og jafnvægi og er sýningin afar áhugaverð fyrir myndlistarunnendur. Það er því fjölmargt spennandi í gangi hér í safninu og við hlökkum mikið til þess að taka á móti sem allra flestum gestum á árinu.“ Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Eftir nokkur mögur ár erum við nú með sanni að koma til baka af miklum krafti. Safnið er að bæta við sig húsakosti sem þýðir aukið sýningarrými og við tökum upp að nýju nafnið Listafnið á Akureyri eftir að hafa kallast Sjónlistamiðstöð Akureyrar í nokkur ár," segir Hlynur Hallsson safnstjóri. Safnið fær af þessu tilefni nýtt merki og einkennislit ásamt nýrri heimasíðu, listak.is, sem fer í loftið í dag, miðvikudag. Að auki kemur ársbæklingurinn okkar út í dag og verður honum dreift í öll hús á Akureyri, áhugasamir geta nálgast hann á stærri listasöfnunum í Reykjavík og jafnvel víðar.“Aftur byrjuð að kaupa myndlist „Það er lykilatriði fyrir okkur að safnið er aftur farið að kaupa myndlist og safna verkum. Þó að þröngt sé í búi og mikils aðhalds þörf í öllum rekstri þá er reglubundin aukning safnkostsins algjörlega nauðsynleg upp á komandi tíma. Nú eru liðin tíu ár síðan safnið keypti síðast verk og það er alltof langur tími. Að vera aftur byrjuð að kaupa myndlist, þótt það sé ekki af miklum efnum, er okkur alveg gríðarlegt fagnaðarefni. Að auki má geta þess að við erum með einar tuttugur og þrjár ólíkar og spennandi sýningar áætlaðar á þessu ári.“Loks í listasafni á 100 ára afmæli! „Fyrstu sýningar ársins verða opnaðar næstkomandi laugardag og eru skemmtilega ólíkar. Í mið- og austursal má sjá yfirlitssýningu á verkum Elísabetar Geirmundsdóttur, Listakonan í Fjörunni. Elísabet var fjölhæf alþýðulistakona, þekktust fyrir höggmyndir, þó gerði hún einnig málverk og teikningar, myndskreytti bækur, hannaði hús og merki og samdi ljóð og lög. Það er afar viðeigandi að á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi og 100 ára fæðingarafmæli Elísabetar skuli vera sett upp yfirlitssýning á verkum hennar. Í huga okkar hér felst í þessu ákveðin endurreisn á þessari merku listakonu þar sem verk hennar hafa ekki verið sýnd áður í listasafni. Sýningin stendur til 8. mars og er unnin í samvinnu við Minjasafnið á Akureyri og fjölskyldu Elísabetar. Að auki verður fjöldi skemmtilegra viðburða í tengslum við sýninguna.“(Ó)Stöðugleiki í vestursal „Í vestursal sýnir Habby Osk undir yfirskriftinni (Ó)Stöðugleiki. Sýningin er hluti af sýningaröð sem mun standa til 8. mars og inniheldur átta vikulangar sýningar. Aðrir sýnendur eru Brenton Alexander Smith, Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Kristján Pétur Sigurðsson, Þóra Karlsdóttir, Joris Rademaker, Lárus H. List og Arnar Ómarsson. Habby Osk býr og starfar í New York en hefur haldið fimm einkasýningar á Íslandi og í Bandaríkjunum og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum víða um heim. Megininntak sýningarinnar tengist hugtökunum um stöðugleika og jafnvægi og er sýningin afar áhugaverð fyrir myndlistarunnendur. Það er því fjölmargt spennandi í gangi hér í safninu og við hlökkum mikið til þess að taka á móti sem allra flestum gestum á árinu.“
Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira