Popplög blönduð sterkum Chilipipar 13. janúar 2015 17:00 Steinunn Eldflaug kynntist skrautlegri tónlist og skemmtilegri menningu þá viku sem hún dvaldi í Japan. Hér er hún á tónleikum á Iceland Airwaves síðasta haust. mynd/Rúnar Sigurður Sigurjónsson Tónlistarkonan litríka Steinunn Eldflaug Harðardóttir, betur þekkt sem dj. flugvél og geimskip, dvaldi nýlega viku í Japan þar sem hún, ásamt öðrum tónlistarmönnum frá Japan og Norðurlöndunum, samdi popptónlist fyrir ýmsar hljómsveitir frá Japan og Suður-Kóreu. Heimsókn Steinunnar var hluti af heimsókn Útflutningsskrifstofu íslenskra tónlistar (ÚTON) til Japans og var dagskrá vikunnar löng og ströng að hennar sögn. Hún segir það hafa verið fyndna tilhugsun að vera fengin til Japans til að semja popptónlist því hún kunni alls ekki að semja lög. „Ég hef aldrei kunnað rétta aðferð við að búa til lög, ég geri bara eitthvað sem virkar. Þarna var ég samt komin alla leið til Japans fyrir hönd Íslands sem lagasmiður. Og ekki nóg með það heldur þurftu lögin sem við sömdum að vera algjörlega eftir uppskriftinni; hafa inngang, uppbyggingu, viðlag, vers, brú og millikafla. Allir kaflar þurftu að vera í réttri röð, réttri lengd og í réttum takti. Þetta var furðulegt fyrir mig og enn þá furðulegra fannst fólkinu sem ég vann með að ég skyldi ekki kunna þetta.“ Verkefnið fólst eins og fyrr segir í því að semja lög fyrir japanska tónlistarmenn (J-Pop) og suður-kóreska tónlistarmenn (K-Pop). „Okkur var skipt í þriggja manna hópa og komið fyrir í hljóðverum. Þar fengum við hrísgrjónaböggla og kaffi og áttum að semja og taka upp lög. Hóparnir áttu að semja nýtt lag á hverum degi sem átti að vera tilbúið kl. 21. Þetta voru því langir dagar en líka mjög skemmtilegir.“Lítill tími gafst til að skoða Tókýó enda vinnudagarnir langir og strangir þá vikuna.mynd/úr einkasafniHún segir J-Pop fylgja mjög ströngum reglum því tónlist verði ekki vinsæl í Japan nema farið sé eftir öllum reglum poppsins. „J-Pop hljómar furðulega fyrir okkur hér á Norðurlöndum því það er svo sérhæft og fínpússað á meðan K-Poppið leyfir mun meira og er líka harðara og hrárra.“ Það sem heillar hana mest við báðar tónlistarstefnurnar er hvað þær eru bæði framandi en um leið svo aðgengilegar eins og flest öll popptónlist. „Þó er alltaf eitthvað sem stingur í stúf. Stundum hljómar þetta eins og popplag hafi verið sett í blandara og fullt af chili bætt út í; sama lagið nema bragðmeira og furðulegra. Það eru líka svo miklar öfgar í popptónlist þessara landa, allt er ýktara, meira „auto-tune“, meiri töffaraskapur, meiri bassi og flóknari myndbönd.“ Það er nóg fyrir stafni hjá dj. flugvél og geimskipi næstu mánuði. „Ég spila á Eurosonic-tónlistarhátíðinni í Hollandi í næstu viku. Síðan spila ég á Extreme Chill Festival í Berlín í mars. Svo stefni ég á að gefa út nýja plötu, líklega í næsta mánuði, auk þess sem ég og Brynjólfur félagi minn erum að smíða tölvuleik við lögin á nýju plötunni. Svo stefni ég á að gefa út þrautbók fyrir sumarið. Sannarlega spennandi tímar fram undan!“ Tónlist Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Tónlistarkonan litríka Steinunn Eldflaug Harðardóttir, betur þekkt sem dj. flugvél og geimskip, dvaldi nýlega viku í Japan þar sem hún, ásamt öðrum tónlistarmönnum frá Japan og Norðurlöndunum, samdi popptónlist fyrir ýmsar hljómsveitir frá Japan og Suður-Kóreu. Heimsókn Steinunnar var hluti af heimsókn Útflutningsskrifstofu íslenskra tónlistar (ÚTON) til Japans og var dagskrá vikunnar löng og ströng að hennar sögn. Hún segir það hafa verið fyndna tilhugsun að vera fengin til Japans til að semja popptónlist því hún kunni alls ekki að semja lög. „Ég hef aldrei kunnað rétta aðferð við að búa til lög, ég geri bara eitthvað sem virkar. Þarna var ég samt komin alla leið til Japans fyrir hönd Íslands sem lagasmiður. Og ekki nóg með það heldur þurftu lögin sem við sömdum að vera algjörlega eftir uppskriftinni; hafa inngang, uppbyggingu, viðlag, vers, brú og millikafla. Allir kaflar þurftu að vera í réttri röð, réttri lengd og í réttum takti. Þetta var furðulegt fyrir mig og enn þá furðulegra fannst fólkinu sem ég vann með að ég skyldi ekki kunna þetta.“ Verkefnið fólst eins og fyrr segir í því að semja lög fyrir japanska tónlistarmenn (J-Pop) og suður-kóreska tónlistarmenn (K-Pop). „Okkur var skipt í þriggja manna hópa og komið fyrir í hljóðverum. Þar fengum við hrísgrjónaböggla og kaffi og áttum að semja og taka upp lög. Hóparnir áttu að semja nýtt lag á hverum degi sem átti að vera tilbúið kl. 21. Þetta voru því langir dagar en líka mjög skemmtilegir.“Lítill tími gafst til að skoða Tókýó enda vinnudagarnir langir og strangir þá vikuna.mynd/úr einkasafniHún segir J-Pop fylgja mjög ströngum reglum því tónlist verði ekki vinsæl í Japan nema farið sé eftir öllum reglum poppsins. „J-Pop hljómar furðulega fyrir okkur hér á Norðurlöndum því það er svo sérhæft og fínpússað á meðan K-Poppið leyfir mun meira og er líka harðara og hrárra.“ Það sem heillar hana mest við báðar tónlistarstefnurnar er hvað þær eru bæði framandi en um leið svo aðgengilegar eins og flest öll popptónlist. „Þó er alltaf eitthvað sem stingur í stúf. Stundum hljómar þetta eins og popplag hafi verið sett í blandara og fullt af chili bætt út í; sama lagið nema bragðmeira og furðulegra. Það eru líka svo miklar öfgar í popptónlist þessara landa, allt er ýktara, meira „auto-tune“, meiri töffaraskapur, meiri bassi og flóknari myndbönd.“ Það er nóg fyrir stafni hjá dj. flugvél og geimskipi næstu mánuði. „Ég spila á Eurosonic-tónlistarhátíðinni í Hollandi í næstu viku. Síðan spila ég á Extreme Chill Festival í Berlín í mars. Svo stefni ég á að gefa út nýja plötu, líklega í næsta mánuði, auk þess sem ég og Brynjólfur félagi minn erum að smíða tölvuleik við lögin á nýju plötunni. Svo stefni ég á að gefa út þrautbók fyrir sumarið. Sannarlega spennandi tímar fram undan!“
Tónlist Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira