Streituráð vikunnar Rikka skrifar 9. janúar 2015 14:00 visir/getty Á þeim tímamótum sem áramót eru taka margir ákvörðun varðandi lífsstíl og heilsu. Það er mikilvægt að undirbúa slíkar ákvarðanir vel með rækilegri umhugsun. Hafðu þetta í huga: 1. Ertu alveg ákveðin(n) í að gera þessa breytingu og tilbúin(n) að leggja dálítið á þig til þess? 2. Hugsaðu það til enda hvaða þýðingu þetta hefur fyrir þitt líf. 3. Hafðu daginn á hreinu þegar breytingin hefst. 4. Settu þér raunhæf markmið og hugsaðu um ávinninginn. 5. Það er snúið að breyta um lífsstíl. Ekki gefast upp þótt allt gangi ekki eins vel og þú óskar í byrjun. 6. Segðu öðrum frá ákvörðun þinni og leitaðu stuðnings hjá þínu fólki. Þú þarft ekki endilega að hefja breytinguna á áramótum. Stundum er betra að hafa hugsað vel um þetta fyrst og undirbúa sig andlega. Þessi ráð hér fyrir ofan getur þú nýtt fyrir margs konar breytingar í lífsstíl. T.d. til að takast betur á við streitu. Hætta að reykja. Hreyfa þig meira. Hollara mataræði. Eða betri samskipti og vandaðri framkomu. Gangi þér vel og gleðilegt ár með nýjum lífsstíl. Streituráð vikunnar er í boði Streituskólans Heilsa Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið
Á þeim tímamótum sem áramót eru taka margir ákvörðun varðandi lífsstíl og heilsu. Það er mikilvægt að undirbúa slíkar ákvarðanir vel með rækilegri umhugsun. Hafðu þetta í huga: 1. Ertu alveg ákveðin(n) í að gera þessa breytingu og tilbúin(n) að leggja dálítið á þig til þess? 2. Hugsaðu það til enda hvaða þýðingu þetta hefur fyrir þitt líf. 3. Hafðu daginn á hreinu þegar breytingin hefst. 4. Settu þér raunhæf markmið og hugsaðu um ávinninginn. 5. Það er snúið að breyta um lífsstíl. Ekki gefast upp þótt allt gangi ekki eins vel og þú óskar í byrjun. 6. Segðu öðrum frá ákvörðun þinni og leitaðu stuðnings hjá þínu fólki. Þú þarft ekki endilega að hefja breytinguna á áramótum. Stundum er betra að hafa hugsað vel um þetta fyrst og undirbúa sig andlega. Þessi ráð hér fyrir ofan getur þú nýtt fyrir margs konar breytingar í lífsstíl. T.d. til að takast betur á við streitu. Hætta að reykja. Hreyfa þig meira. Hollara mataræði. Eða betri samskipti og vandaðri framkomu. Gangi þér vel og gleðilegt ár með nýjum lífsstíl. Streituráð vikunnar er í boði Streituskólans
Heilsa Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið