Streituráð vikunnar Rikka skrifar 9. janúar 2015 14:00 visir/getty Á þeim tímamótum sem áramót eru taka margir ákvörðun varðandi lífsstíl og heilsu. Það er mikilvægt að undirbúa slíkar ákvarðanir vel með rækilegri umhugsun. Hafðu þetta í huga: 1. Ertu alveg ákveðin(n) í að gera þessa breytingu og tilbúin(n) að leggja dálítið á þig til þess? 2. Hugsaðu það til enda hvaða þýðingu þetta hefur fyrir þitt líf. 3. Hafðu daginn á hreinu þegar breytingin hefst. 4. Settu þér raunhæf markmið og hugsaðu um ávinninginn. 5. Það er snúið að breyta um lífsstíl. Ekki gefast upp þótt allt gangi ekki eins vel og þú óskar í byrjun. 6. Segðu öðrum frá ákvörðun þinni og leitaðu stuðnings hjá þínu fólki. Þú þarft ekki endilega að hefja breytinguna á áramótum. Stundum er betra að hafa hugsað vel um þetta fyrst og undirbúa sig andlega. Þessi ráð hér fyrir ofan getur þú nýtt fyrir margs konar breytingar í lífsstíl. T.d. til að takast betur á við streitu. Hætta að reykja. Hreyfa þig meira. Hollara mataræði. Eða betri samskipti og vandaðri framkomu. Gangi þér vel og gleðilegt ár með nýjum lífsstíl. Streituráð vikunnar er í boði Streituskólans Heilsa Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Á þeim tímamótum sem áramót eru taka margir ákvörðun varðandi lífsstíl og heilsu. Það er mikilvægt að undirbúa slíkar ákvarðanir vel með rækilegri umhugsun. Hafðu þetta í huga: 1. Ertu alveg ákveðin(n) í að gera þessa breytingu og tilbúin(n) að leggja dálítið á þig til þess? 2. Hugsaðu það til enda hvaða þýðingu þetta hefur fyrir þitt líf. 3. Hafðu daginn á hreinu þegar breytingin hefst. 4. Settu þér raunhæf markmið og hugsaðu um ávinninginn. 5. Það er snúið að breyta um lífsstíl. Ekki gefast upp þótt allt gangi ekki eins vel og þú óskar í byrjun. 6. Segðu öðrum frá ákvörðun þinni og leitaðu stuðnings hjá þínu fólki. Þú þarft ekki endilega að hefja breytinguna á áramótum. Stundum er betra að hafa hugsað vel um þetta fyrst og undirbúa sig andlega. Þessi ráð hér fyrir ofan getur þú nýtt fyrir margs konar breytingar í lífsstíl. T.d. til að takast betur á við streitu. Hætta að reykja. Hreyfa þig meira. Hollara mataræði. Eða betri samskipti og vandaðri framkomu. Gangi þér vel og gleðilegt ár með nýjum lífsstíl. Streituráð vikunnar er í boði Streituskólans
Heilsa Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira