Penninn og sverðið Sif Sigmarsdóttir skrifar 9. janúar 2015 07:00 Ég er orðlaus. Það sem ég vil sagt hafa situr fast einhvers staðar milli höfuðs, hjarta og fingra í klístraðri mixtúru undrunar, heiftar og tára. Ég ætla því að byrja bara í kýrhausnum. Því margt er skrýtið í kýrhausnum. Stundum jafnvel bókstaflega. Fyrr í vikunni bárust fréttir af því í breskum fjölmiðlum að einu „nasista“-nautgripahjörð landsins hefði verið slátrað og hún hökkuð niður í pylsur. Ástæðan: Kýrnar voru morðóðar. Derek Gow, bóndi frá Dorset, flutti dýrin til landsins fyrir fimm árum. Um var að ræða nautgripi af svo kölluðum Heck-kynstofni, afrakstur kynbótatilrauna í Þýskalandi á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar sem miðuðu að því að endurlífga hinn útdauða úruxa, risavaxna nautgripategund sem talin er forfaðir nautgripa nútímans. Margir höfðu dálæti á úruxanum sem bar þung og beitt horn eins og banvæna kórónu. Sagt var að Júlíus Caesar hefði haft á þeim mætur. En það voru nasistarnir í Þýskalandi sem tóku lotninguna einu skrefi lengra og ákváðu að endurlífga tegundina. Hermann Göring lét vekja úruxann aftur til lífs með kynbótum á ættkvíslum nautgripa sem taldar voru afkomendur hans. En skapferli dýranna var í ætt við skapara þeirra. „Dýrin reyndu að drepa hvern þann sem þau komust í tæri við,“ sagði bóndinn Gow um pylsurnar.Sjötíu ára pólitískt tabú Sama dag og breskir fjölmiðlar gerðu sér mat úr hinum þýskættaða úruxa (sumir bókstaflega, sagt er að kjötið hafi bragðast eins og hreindýrakjöt) fylltu síður blaðanna fréttir af annarri afturgöngu úr Þriðja ríki Hitlers. Í upphafi vikunnar áttu sér stað stærstu mótmæli hinnar svo kölluðu PEGIDA-hreyfingar fram til þessa í borginni Dresden í Þýskalandi. Hreyfingin sem kallast fullu nafni Þjóðhollir Evrópubúar gegn áhrifum íslams á Vesturlöndum spratt upp í október síðastliðnum og hefur mótmælt nánast vikulega síðan. Hafa vígorð hópsins vakið óhug en þau þykja um margt minna á heróp nasista. „Fyrir föðurlandið! Fyrir börnin okkar!“ var hrópað er átján þúsund manns brutu sjötíu ára pólitískt tabú á mánudagskvöld, veifuðu þýska fánanum og úthrópuðu útlendinga og múslima.„Heimskir öfgamenn“ Tveimur dögum síðar átti sér stað hörmungaratburður í París. Það er erfitt fyrir blaðamenn sem flestir trúa á málfrelsið jafnheitt og páfinn á heilaga þrenningu að fjalla um árás íslamskra öfgamanna á ritstjórnarskrifstofur satírutímaritsins Charlie Hebdo sem átti sér stað síðastliðinn miðvikudag án þess að annað hvort bresta í grát eða mölva lyklaborðið á tölvunni. Blaðamenn og skopteiknarar voru teknir af lífi fyrir störf sín. Árásin er hryðjuverk, hermdarverk gegn grunnstoð lýðræðisins. Fórnarlambanna verður minnst sem píslarvotta, fallinna varða tjáningarfrelsisins. Aldrei á að gefa afslátt af tjáningarfrelsinu. Það ber að verja með kjafti og klóm gegn kúgunartilraunum jafnt frá ofbeldismönnum, trúarbragðaleiðtogum, stjórnmálamönnum, öfgafólki, stóreignamönnum, hörundssárum og pólitískri rétthugsun. Að mati undirritaðrar gerðust íslenskir fjölmiðlar (að DV undanskildu) sekir um hættulega linkind í garð öfgamanna þegar þeir ákváðu árið 2006, eins og fjölmiðlar víða um heim, að birta ekki hinar umdeildu Múhameðs-teikningar úr danska blaðinu Jyllands-Posten. Með aðgerðaleysi létu þeir undan þrýstingi hryðjuverkamanna. En ekki Charlie Hebdo. Blaðið birti myndirnar. Í nóvember 2011 var eldsprengju varpað inn á ritstjórnarskrifstofurnar. Stephane Charbonnier, ritstjóri Charlie Hebdo, sagði í kjölfarið að árásin, sem væri aðför að almennu frelsi, sýndi fram á mikilvægi þess að standa uppi í hárinu á öfgamönnum og „gera þeim lífið jafnerfitt og þeir okkur.“ Hann lauk máli sínu á að undirstrika að ábyrgð á árásinni bæru „heimskir öfgamenn“, hún hefði ekkert með venjulega múslima í Frakklandi að gera. Þessi orð Charbonnier sem lést í hryðjuverkaárásinni á miðvikudaginn eru átakanlega brýn í lok þessarar svörtu viku.Olía á eld kynþáttahyggju Margir þykjast sjá svipaðar félagslegar og efnahagslegar aðstæður í Evrópu og voru í Þýskalandi í aðdraganda þess að Þriðja ríki Hitlers varð til. Þótt það þýði ekki endilega að Evrópa stefni hraðbyri í átt að því að fyllast af fasistaríkjum ætti sagan engu að síður að vera okkur víti til varnaðar. Hætta er á að hryðjuverkaárásin í París verði sem olía á eld kynþáttahyggju sem nú þegar grasserar í Evrópu eins og ástandið í Dresden sýnir. Óprúttnir einstaklingar, trúarhópar, stjórnmálaflokkar munu vafalaust færa sér hana í nyt til að ná sínu fram – í útlöndum jafnt sem hér á landi. En við megum ekki leyfa þeim það. Ef við leyfum þeim það hafa öfgamennirnir betur. Ef við leyfum þeim það hafa fótgönguliðar tjáningarfrelsisins sem féllu á miðvikudaginn látið lífið til einskis. Uppvakningurinn, hin fasíska kynþáttahyggja Þriðja ríkis Hitlers, verður því miður ekki hakkaður niður í pylsur eins og nasíski úruxinn. Það er því okkar að kveða hann niður. Hæðumst að öllum. Hlífum engum. Je suis Charlie. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Ég er orðlaus. Það sem ég vil sagt hafa situr fast einhvers staðar milli höfuðs, hjarta og fingra í klístraðri mixtúru undrunar, heiftar og tára. Ég ætla því að byrja bara í kýrhausnum. Því margt er skrýtið í kýrhausnum. Stundum jafnvel bókstaflega. Fyrr í vikunni bárust fréttir af því í breskum fjölmiðlum að einu „nasista“-nautgripahjörð landsins hefði verið slátrað og hún hökkuð niður í pylsur. Ástæðan: Kýrnar voru morðóðar. Derek Gow, bóndi frá Dorset, flutti dýrin til landsins fyrir fimm árum. Um var að ræða nautgripi af svo kölluðum Heck-kynstofni, afrakstur kynbótatilrauna í Þýskalandi á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar sem miðuðu að því að endurlífga hinn útdauða úruxa, risavaxna nautgripategund sem talin er forfaðir nautgripa nútímans. Margir höfðu dálæti á úruxanum sem bar þung og beitt horn eins og banvæna kórónu. Sagt var að Júlíus Caesar hefði haft á þeim mætur. En það voru nasistarnir í Þýskalandi sem tóku lotninguna einu skrefi lengra og ákváðu að endurlífga tegundina. Hermann Göring lét vekja úruxann aftur til lífs með kynbótum á ættkvíslum nautgripa sem taldar voru afkomendur hans. En skapferli dýranna var í ætt við skapara þeirra. „Dýrin reyndu að drepa hvern þann sem þau komust í tæri við,“ sagði bóndinn Gow um pylsurnar.Sjötíu ára pólitískt tabú Sama dag og breskir fjölmiðlar gerðu sér mat úr hinum þýskættaða úruxa (sumir bókstaflega, sagt er að kjötið hafi bragðast eins og hreindýrakjöt) fylltu síður blaðanna fréttir af annarri afturgöngu úr Þriðja ríki Hitlers. Í upphafi vikunnar áttu sér stað stærstu mótmæli hinnar svo kölluðu PEGIDA-hreyfingar fram til þessa í borginni Dresden í Þýskalandi. Hreyfingin sem kallast fullu nafni Þjóðhollir Evrópubúar gegn áhrifum íslams á Vesturlöndum spratt upp í október síðastliðnum og hefur mótmælt nánast vikulega síðan. Hafa vígorð hópsins vakið óhug en þau þykja um margt minna á heróp nasista. „Fyrir föðurlandið! Fyrir börnin okkar!“ var hrópað er átján þúsund manns brutu sjötíu ára pólitískt tabú á mánudagskvöld, veifuðu þýska fánanum og úthrópuðu útlendinga og múslima.„Heimskir öfgamenn“ Tveimur dögum síðar átti sér stað hörmungaratburður í París. Það er erfitt fyrir blaðamenn sem flestir trúa á málfrelsið jafnheitt og páfinn á heilaga þrenningu að fjalla um árás íslamskra öfgamanna á ritstjórnarskrifstofur satírutímaritsins Charlie Hebdo sem átti sér stað síðastliðinn miðvikudag án þess að annað hvort bresta í grát eða mölva lyklaborðið á tölvunni. Blaðamenn og skopteiknarar voru teknir af lífi fyrir störf sín. Árásin er hryðjuverk, hermdarverk gegn grunnstoð lýðræðisins. Fórnarlambanna verður minnst sem píslarvotta, fallinna varða tjáningarfrelsisins. Aldrei á að gefa afslátt af tjáningarfrelsinu. Það ber að verja með kjafti og klóm gegn kúgunartilraunum jafnt frá ofbeldismönnum, trúarbragðaleiðtogum, stjórnmálamönnum, öfgafólki, stóreignamönnum, hörundssárum og pólitískri rétthugsun. Að mati undirritaðrar gerðust íslenskir fjölmiðlar (að DV undanskildu) sekir um hættulega linkind í garð öfgamanna þegar þeir ákváðu árið 2006, eins og fjölmiðlar víða um heim, að birta ekki hinar umdeildu Múhameðs-teikningar úr danska blaðinu Jyllands-Posten. Með aðgerðaleysi létu þeir undan þrýstingi hryðjuverkamanna. En ekki Charlie Hebdo. Blaðið birti myndirnar. Í nóvember 2011 var eldsprengju varpað inn á ritstjórnarskrifstofurnar. Stephane Charbonnier, ritstjóri Charlie Hebdo, sagði í kjölfarið að árásin, sem væri aðför að almennu frelsi, sýndi fram á mikilvægi þess að standa uppi í hárinu á öfgamönnum og „gera þeim lífið jafnerfitt og þeir okkur.“ Hann lauk máli sínu á að undirstrika að ábyrgð á árásinni bæru „heimskir öfgamenn“, hún hefði ekkert með venjulega múslima í Frakklandi að gera. Þessi orð Charbonnier sem lést í hryðjuverkaárásinni á miðvikudaginn eru átakanlega brýn í lok þessarar svörtu viku.Olía á eld kynþáttahyggju Margir þykjast sjá svipaðar félagslegar og efnahagslegar aðstæður í Evrópu og voru í Þýskalandi í aðdraganda þess að Þriðja ríki Hitlers varð til. Þótt það þýði ekki endilega að Evrópa stefni hraðbyri í átt að því að fyllast af fasistaríkjum ætti sagan engu að síður að vera okkur víti til varnaðar. Hætta er á að hryðjuverkaárásin í París verði sem olía á eld kynþáttahyggju sem nú þegar grasserar í Evrópu eins og ástandið í Dresden sýnir. Óprúttnir einstaklingar, trúarhópar, stjórnmálaflokkar munu vafalaust færa sér hana í nyt til að ná sínu fram – í útlöndum jafnt sem hér á landi. En við megum ekki leyfa þeim það. Ef við leyfum þeim það hafa öfgamennirnir betur. Ef við leyfum þeim það hafa fótgönguliðar tjáningarfrelsisins sem féllu á miðvikudaginn látið lífið til einskis. Uppvakningurinn, hin fasíska kynþáttahyggja Þriðja ríkis Hitlers, verður því miður ekki hakkaður niður í pylsur eins og nasíski úruxinn. Það er því okkar að kveða hann niður. Hæðumst að öllum. Hlífum engum. Je suis Charlie.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun